Þögn er afstaða Finnur Árnason skrifar 16. september 2016 07:00 Búvörulögin svokölluðu voru samþykkt á Alþingi í vikunni. Aðeins 19 þingmenn samþykktu lögin, eða um 30 prósent þingmanna. Aðrir voru fjarverandi eða sátu hjá. Ég hef áður haldið því fram að umfjöllun og meðferð málsins sé eitt stærsta hagsmunamál íslenskra heimila. Það landbúnaðarkerfi sem við búum við kostar skattgreiðendur og neytendur mikið, en bændur bera lítið úr býtum. Fram hefur komið að einungis tvær af hverjum þremur krónum skila sér til bænda. Fulltrúar okkar á þingi höfðu einstakt tækifæri til þess að gera kerfisbreytingu bændum og neytendum til heilla. Ég tel áherslur samningsins hvorki hvetja til framsækni né bæta hag bænda og neytenda til framtíðar. Alþingi nýtti ekki tækifærið heldur kaus að festa bændur í úreltu landbúnaðarkerfi. Björt framtíð kom fram með breytingartillögu við lögin um að styrkir féllu niður til þeirra sem stunduðu dýraníð. Tillagan var felld í þinginu. Ég held að flestir bændur og almenningur séu mér sammála um að þessa breytingartillögu átti ekki að fella í þinginu. Formaður bændasamtakanna sendi út fréttatilkynningu og taldi skoðun mína bera vott um fjandsamlega afstöðu til bænda. Hann hefur reyndar ítrekað drepið málefnalegri umræðu á dreif með slíkum aðferðum. Gagnrýni mín snýr að stjórnsýslu, vinnubrögðum ráðherra og þinglegri meðferð málsins. Það var ekki ætlun mín að veitast að bændum. Mér þykir hins vegar breytingartillaga Bjartrar framtíðar skynsamleg. Ég veit að bændur eru sjálfir hlynntir aukinni vernd og velferð dýra. Hag bænda sjálfra verður betur borgið með löngu tímabærum umbótum á landbúnaðarkerfinu. Mér þykir leitt ef orð mín gáfu til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti vil ég veg þeirra sem mestan. Öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu. Íslenskur landbúnaður á skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Atkvæðagreiðslan í þinginu var einstök. Flótti þingmanna frá því að taka afstöðu sýnir svart á hvítu hver afstaða þeirra er til málsins. Aðeins 19 þingmenn þurfti til þess að samþykkja milljarða skattlagningu á neytendur. Þeir sem ekki greiddu atkvæði vita að þeir eru kjörnir til ábyrgðar og að þögn er afstaða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Búvörulögin svokölluðu voru samþykkt á Alþingi í vikunni. Aðeins 19 þingmenn samþykktu lögin, eða um 30 prósent þingmanna. Aðrir voru fjarverandi eða sátu hjá. Ég hef áður haldið því fram að umfjöllun og meðferð málsins sé eitt stærsta hagsmunamál íslenskra heimila. Það landbúnaðarkerfi sem við búum við kostar skattgreiðendur og neytendur mikið, en bændur bera lítið úr býtum. Fram hefur komið að einungis tvær af hverjum þremur krónum skila sér til bænda. Fulltrúar okkar á þingi höfðu einstakt tækifæri til þess að gera kerfisbreytingu bændum og neytendum til heilla. Ég tel áherslur samningsins hvorki hvetja til framsækni né bæta hag bænda og neytenda til framtíðar. Alþingi nýtti ekki tækifærið heldur kaus að festa bændur í úreltu landbúnaðarkerfi. Björt framtíð kom fram með breytingartillögu við lögin um að styrkir féllu niður til þeirra sem stunduðu dýraníð. Tillagan var felld í þinginu. Ég held að flestir bændur og almenningur séu mér sammála um að þessa breytingartillögu átti ekki að fella í þinginu. Formaður bændasamtakanna sendi út fréttatilkynningu og taldi skoðun mína bera vott um fjandsamlega afstöðu til bænda. Hann hefur reyndar ítrekað drepið málefnalegri umræðu á dreif með slíkum aðferðum. Gagnrýni mín snýr að stjórnsýslu, vinnubrögðum ráðherra og þinglegri meðferð málsins. Það var ekki ætlun mín að veitast að bændum. Mér þykir hins vegar breytingartillaga Bjartrar framtíðar skynsamleg. Ég veit að bændur eru sjálfir hlynntir aukinni vernd og velferð dýra. Hag bænda sjálfra verður betur borgið með löngu tímabærum umbótum á landbúnaðarkerfinu. Mér þykir leitt ef orð mín gáfu til kynna fjandskap út í bændur. Þvert á móti vil ég veg þeirra sem mestan. Öflug íslensk framleiðsla í heilbrigðri samkeppni mun ávallt njóta sérstöðu. Íslenskur landbúnaður á skilið að blómstra og að losna undan álögum stjórnmálamanna. Atkvæðagreiðslan í þinginu var einstök. Flótti þingmanna frá því að taka afstöðu sýnir svart á hvítu hver afstaða þeirra er til málsins. Aðeins 19 þingmenn þurfti til þess að samþykkja milljarða skattlagningu á neytendur. Þeir sem ekki greiddu atkvæði vita að þeir eru kjörnir til ábyrgðar og að þögn er afstaða.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar