Vegna glæpsamlegra búvörusamninga Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar 16. september 2016 15:51 Í vikunni steig ég mín fyrstu skref í námi sem ég er að hefja í Þýskalandi. Námið er mjög alþjóðlegt, við erum 35 nemendur frá 21 landi. Eitt af okkar fyrstu verkefnum var hópaverkefni. Við vorum 6 í hóp og áttum að ímynda okkur að við værum geimfarar og að við hefðum brotlent á tunglinu. Við gátum tekið með okkur 15 hluti í ferð okkar að móðurskipinu sem var í 200 mílna fjarlægð og áttum við að númera mikilvægi þeirra frá 1 og uppí 15. Nú reyndi á færni hópsins að velja rétta hluti til að eiga möguleika á að lifa ferðalagið af. Seinna var listi okkar borinn saman við sama lista frá NASA. Í svona aðstæðum er forgangsröðunin einföld, þú velur fyrst þá hluti sem þú þarft til að eiga möguleika á að halda lífi; súerfni, vatn og mat. Því næst tekur með hluti sem gætu komið að notum og að lokum hálfgerðan óþarfa. Eftir þetta verkefni borðum við hádegisverð. Ég sat við hliðina á dreng frá Honduras. Ég hjó eftir því að hann lokaði augunum í um hálfa mínútu áður en hann mataðist og þagði á meðan. Hann var að þakka fyrir matinn. Ég spurði hann ekki hvort hann væri að þakka Guði fyrir matinn, það skipti ekki máli í þessu samhengi, hann var þakklátur fyrir að fá að borða. Fyrir framan hann var fremur ógirnileg mötuneytiskássa. Hann var engu að síður mjög ánægður með máltíðina. Þetta tvennt tengdi saman hluti sem ég hef velt fyrir mér uppá síðkastið. Eftir því sem ,,velmegun okkar” verður meiri því fjarlægari verðum við grunnþörfum okkar til að lifa af. Það er býsna algengt á vesturlöndum. Neysla fólks þar er gríðarleg. Fólk vinnur og vinnur til að kaupa og kaupa. Staðalbúnaður vesturlandabúa eru nokkrar gerðir af tölvum, snjallsími, góður bíll, flott íbúð og torðfullur fataskápur sem lítil þörf er á. Þetta þarf svo allt að uppfæra reglulega. Fáir virðist gera mikla athugasemd við hagnað þeirra fyrirtækja sem framleiða þessar vörur og selja, jafnvel þótt hagnaðurinn hlaupi á tölum sem hin venjulegi borgari skilur í raun enganveginn. Upp eru komnar kynslóðir sem bera lítið skynbragð á hvað þarf til að framleiða matvæli. Maturinn á bara að vera til í búðunum og á að kosta sem allra minnst. Þessi þróun hefur smám saman gerst með fólksflutningi úr sveit í borg. Þetta er að vissu leiti eðlilegt skilningsleysi enda getum við ekki verið sérfróð um alla skapað hluti í því samfélagi sem við höfum búið okkur til. Flestar þjóðir líta svo á með neytendastyrkjum, sem oftast eru kallaðar niðurgreiðslur til bænda á Íslandi, megi halda niður matvælaverði og minnka margföldunaráhrif prósentuálagningar milliliða og smásala. Þannig megi bjóða þegnum þjóða matvæli á viðráðanlegu verði, óháð stöðu og tekjum. Það er nefninlega svo að matvæli teljast til frumþarfa, þau eru neðst í píramíðanum. Það er því hverri þjóð mikilvægt að tryggja sínu fólki aðgang að góðum kosti. Fólk neytir mikið af matvælum og tekur því sem sjálfsögðum hlut. En aðgangur að matvælum er ekki sjálfsagður hlutur. Ég tala nú ekki um hollum matvælum sem framleiddar eru við strangar kröfur og góð skilyrði upp til hópa. Ef veröld okkar myndi taka stakkaskiptum, sem oft hefur gerst í mannkynssögunni, yrði hver þjóð matvælaframleiðslu sinni fegin. Þegar fólk á bíl, snjallsíma, tölvu, húsnæði, aðgang að góðu heilbigðis- og menntakerfi og stöðugan aðgang að hollum matvælum má segja að fólk hafi það orðið ansi gott, líklega betra en 70-80% þegna þessa heims. Slíkt fólk á það til að gleyma að þakka fyrir það sjálfsagða. Þegar fólk líkir nýjum búvörusamningum við glæpsamlegan gjörning, ríkisstyrktu dýranýði og ég tala nú ekki um, ber það saman sem ,,sambærilegan kostnað” og Icesave reikninginn sem átti að senda þjóðinni mætti segja að fólk sé orðið virkilega veruleikafirrt. Þetta atferli minnir mig á öskrandi ofdekraðan krakka í sandkassa sem stendur á blístri eftir sælgætisát og videogláp. Forsvarsmenn nokkurra stofnanna og fyrirtækja tala eins og neytendastyrkir ríksins til matvælaframleiðslu, frumþarfaframleiðslu, séu peningaustur í þvælu líkt og vaxtagreiðslur vegna Icesave. Þessir sömu menn telja sig svo sjáfskipaða hagsmunagæsluaðila þjóðarinnar. Þeir vilja flytja inn matvæli og skila þannig ódýrari matvöru í verslanir. Þau matvæli eru að vísu niðurgreidd af þegnum annarra ríkja, en það skiptir þá ekki máli. Þessir sömu aðlilar myndu síðan hagnast lítið sem ekkert á þessum innflutningi vegna góðmennsku sinnar. Hver ætli raunkosnaður þessara matvæla sé þegar allt er tekið inní myndina? Flutningur á vöru, álag á náttúru vegna þeirra flutninga, náttúruvernd yfir höfuð, fyrrum aðstaða dýranna sem væru á disknum okkar, sýklalyf sem notuð voru, varnarefnin sem notuð voru á plönturnar? Hverjar eru aðstæður, kaup og kjör fólksins sem vinnur á þessum búum, tyggingar og réttindi þeirra? Hefur þetta fólk aðgang að öllum þeim forréttindum sem við höfum aðgang að? Breytir það kannski engu? Viljum við bara ódýrari mat svo við getum keypt meira af öðru skemmtilegu dóti sem skiptir máli í lífsgæðakapphlaupi vesturlandabúa? Ættum við kannski að vera örlítið þakklát? Þakklát fyrir að borða hollan mat þegar okkur sýnist, þakklát fyrir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðru, þakklát fyrir að að landbúnaður á Íslandi skilar 11.000 störfum og er lykilatriði í að halda byggð í landinu, sem aftur er lykilforsenda fyrir þeirri uppbyggingu á ferðaþjónustu sem malar nú gull fyrir okkur. Honum yrði amk hampað, stjórnmálamanninum sem gæti barið sér á brjóst fyrir að skapa þennan fjölda starfa. Það er hinsvegar annað mál hvort ég sé sammála búvörusamningum í heild sinni, stöðu MS á markaðnum, afnámi kvótakerfis o.s.frv. Líklega þyrfti ég að skrifa annan pistil um skoðun mína á því máli. Eitt er þó víst að bóndinn, sem neðstur er í píramíðanum, ríður seint feitum hesti, klyfjuðum gróðaseðlum frá þessum samningum. Það er þó einkum vegna þess að hann stundar frumframleiðslu og krafa okkar veruleikafirrtu neytendanna er sú að frumframleiðsla eigi að kosta sem minnst. Við tímum ekki að borga raunkostnað fyrir mat. Við viljum nota peninginn í annað og ,,mikilvægara”. Við viljum borga fúlgur fjár fyrir ónauðsynlega hluti og kærum okkur kollótt yfir verðlagningu á þeim vörum. Krafan kemur s.s. upphaflega frá okkur, neytendum, afþví okkur þykir það sjálfsagt, við erum veruleikafirrt, fjarri upprunanum, með silfurskeið í munni. Hondúrasbúinn áttaði sig hinsvegar á þeim forrétindum sem fólust í því að matast og mátti draga lærdóm að siðum hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni steig ég mín fyrstu skref í námi sem ég er að hefja í Þýskalandi. Námið er mjög alþjóðlegt, við erum 35 nemendur frá 21 landi. Eitt af okkar fyrstu verkefnum var hópaverkefni. Við vorum 6 í hóp og áttum að ímynda okkur að við værum geimfarar og að við hefðum brotlent á tunglinu. Við gátum tekið með okkur 15 hluti í ferð okkar að móðurskipinu sem var í 200 mílna fjarlægð og áttum við að númera mikilvægi þeirra frá 1 og uppí 15. Nú reyndi á færni hópsins að velja rétta hluti til að eiga möguleika á að lifa ferðalagið af. Seinna var listi okkar borinn saman við sama lista frá NASA. Í svona aðstæðum er forgangsröðunin einföld, þú velur fyrst þá hluti sem þú þarft til að eiga möguleika á að halda lífi; súerfni, vatn og mat. Því næst tekur með hluti sem gætu komið að notum og að lokum hálfgerðan óþarfa. Eftir þetta verkefni borðum við hádegisverð. Ég sat við hliðina á dreng frá Honduras. Ég hjó eftir því að hann lokaði augunum í um hálfa mínútu áður en hann mataðist og þagði á meðan. Hann var að þakka fyrir matinn. Ég spurði hann ekki hvort hann væri að þakka Guði fyrir matinn, það skipti ekki máli í þessu samhengi, hann var þakklátur fyrir að fá að borða. Fyrir framan hann var fremur ógirnileg mötuneytiskássa. Hann var engu að síður mjög ánægður með máltíðina. Þetta tvennt tengdi saman hluti sem ég hef velt fyrir mér uppá síðkastið. Eftir því sem ,,velmegun okkar” verður meiri því fjarlægari verðum við grunnþörfum okkar til að lifa af. Það er býsna algengt á vesturlöndum. Neysla fólks þar er gríðarleg. Fólk vinnur og vinnur til að kaupa og kaupa. Staðalbúnaður vesturlandabúa eru nokkrar gerðir af tölvum, snjallsími, góður bíll, flott íbúð og torðfullur fataskápur sem lítil þörf er á. Þetta þarf svo allt að uppfæra reglulega. Fáir virðist gera mikla athugasemd við hagnað þeirra fyrirtækja sem framleiða þessar vörur og selja, jafnvel þótt hagnaðurinn hlaupi á tölum sem hin venjulegi borgari skilur í raun enganveginn. Upp eru komnar kynslóðir sem bera lítið skynbragð á hvað þarf til að framleiða matvæli. Maturinn á bara að vera til í búðunum og á að kosta sem allra minnst. Þessi þróun hefur smám saman gerst með fólksflutningi úr sveit í borg. Þetta er að vissu leiti eðlilegt skilningsleysi enda getum við ekki verið sérfróð um alla skapað hluti í því samfélagi sem við höfum búið okkur til. Flestar þjóðir líta svo á með neytendastyrkjum, sem oftast eru kallaðar niðurgreiðslur til bænda á Íslandi, megi halda niður matvælaverði og minnka margföldunaráhrif prósentuálagningar milliliða og smásala. Þannig megi bjóða þegnum þjóða matvæli á viðráðanlegu verði, óháð stöðu og tekjum. Það er nefninlega svo að matvæli teljast til frumþarfa, þau eru neðst í píramíðanum. Það er því hverri þjóð mikilvægt að tryggja sínu fólki aðgang að góðum kosti. Fólk neytir mikið af matvælum og tekur því sem sjálfsögðum hlut. En aðgangur að matvælum er ekki sjálfsagður hlutur. Ég tala nú ekki um hollum matvælum sem framleiddar eru við strangar kröfur og góð skilyrði upp til hópa. Ef veröld okkar myndi taka stakkaskiptum, sem oft hefur gerst í mannkynssögunni, yrði hver þjóð matvælaframleiðslu sinni fegin. Þegar fólk á bíl, snjallsíma, tölvu, húsnæði, aðgang að góðu heilbigðis- og menntakerfi og stöðugan aðgang að hollum matvælum má segja að fólk hafi það orðið ansi gott, líklega betra en 70-80% þegna þessa heims. Slíkt fólk á það til að gleyma að þakka fyrir það sjálfsagða. Þegar fólk líkir nýjum búvörusamningum við glæpsamlegan gjörning, ríkisstyrktu dýranýði og ég tala nú ekki um, ber það saman sem ,,sambærilegan kostnað” og Icesave reikninginn sem átti að senda þjóðinni mætti segja að fólk sé orðið virkilega veruleikafirrt. Þetta atferli minnir mig á öskrandi ofdekraðan krakka í sandkassa sem stendur á blístri eftir sælgætisát og videogláp. Forsvarsmenn nokkurra stofnanna og fyrirtækja tala eins og neytendastyrkir ríksins til matvælaframleiðslu, frumþarfaframleiðslu, séu peningaustur í þvælu líkt og vaxtagreiðslur vegna Icesave. Þessir sömu menn telja sig svo sjáfskipaða hagsmunagæsluaðila þjóðarinnar. Þeir vilja flytja inn matvæli og skila þannig ódýrari matvöru í verslanir. Þau matvæli eru að vísu niðurgreidd af þegnum annarra ríkja, en það skiptir þá ekki máli. Þessir sömu aðlilar myndu síðan hagnast lítið sem ekkert á þessum innflutningi vegna góðmennsku sinnar. Hver ætli raunkosnaður þessara matvæla sé þegar allt er tekið inní myndina? Flutningur á vöru, álag á náttúru vegna þeirra flutninga, náttúruvernd yfir höfuð, fyrrum aðstaða dýranna sem væru á disknum okkar, sýklalyf sem notuð voru, varnarefnin sem notuð voru á plönturnar? Hverjar eru aðstæður, kaup og kjör fólksins sem vinnur á þessum búum, tyggingar og réttindi þeirra? Hefur þetta fólk aðgang að öllum þeim forréttindum sem við höfum aðgang að? Breytir það kannski engu? Viljum við bara ódýrari mat svo við getum keypt meira af öðru skemmtilegu dóti sem skiptir máli í lífsgæðakapphlaupi vesturlandabúa? Ættum við kannski að vera örlítið þakklát? Þakklát fyrir að borða hollan mat þegar okkur sýnist, þakklát fyrir að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðru, þakklát fyrir að að landbúnaður á Íslandi skilar 11.000 störfum og er lykilatriði í að halda byggð í landinu, sem aftur er lykilforsenda fyrir þeirri uppbyggingu á ferðaþjónustu sem malar nú gull fyrir okkur. Honum yrði amk hampað, stjórnmálamanninum sem gæti barið sér á brjóst fyrir að skapa þennan fjölda starfa. Það er hinsvegar annað mál hvort ég sé sammála búvörusamningum í heild sinni, stöðu MS á markaðnum, afnámi kvótakerfis o.s.frv. Líklega þyrfti ég að skrifa annan pistil um skoðun mína á því máli. Eitt er þó víst að bóndinn, sem neðstur er í píramíðanum, ríður seint feitum hesti, klyfjuðum gróðaseðlum frá þessum samningum. Það er þó einkum vegna þess að hann stundar frumframleiðslu og krafa okkar veruleikafirrtu neytendanna er sú að frumframleiðsla eigi að kosta sem minnst. Við tímum ekki að borga raunkostnað fyrir mat. Við viljum nota peninginn í annað og ,,mikilvægara”. Við viljum borga fúlgur fjár fyrir ónauðsynlega hluti og kærum okkur kollótt yfir verðlagningu á þeim vörum. Krafan kemur s.s. upphaflega frá okkur, neytendum, afþví okkur þykir það sjálfsagt, við erum veruleikafirrt, fjarri upprunanum, með silfurskeið í munni. Hondúrasbúinn áttaði sig hinsvegar á þeim forrétindum sem fólust í því að matast og mátti draga lærdóm að siðum hans.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun