Eðli okkar fjær? Heiðdís Sigurðardóttir skrifar 19. september 2016 14:53 Sem aldrei fyrr erum við, bæði fullorðnir og börn, svo að segja komin með umheiminn í fangið – tölvuna í kjöltuna og símann upp að andlitinu. Framþróunin hefur á vissan hátt aukið þekkingu okkar og einnig virðingu fyrir fjölbreytileikanum. Jafnframt er vert að vera meðvitaður um hversu skekkt myndin er. Upplýsingamagnið er gífurlegt og oft fjarri raunveruleikanum, eðli okkar og gerð. Auglýsingaheimurinn og markaðsöflin eiga greiðari aðgang að okkur en nokkru sinni fyrr. Talið er að í hinum vestræna heimi sjáum við, í einhverju formi að meðaltali 3000 auglýsingar á dag. Ráðstefna haldin í Hörpu sunnudaginn 2. okt - Sjá www.gallabuxurnar.is. Við sjáum meira af einhverju „ideal“, hinu fullkomna sem ekki er hægt að ná. Við berum okkur saman við þau bestu og mestu eins og samfélagið skilur það á hverjum tíma, jafnvel sýndarveruleikapersónur og „photoshoppað“ útlit. „Ég vildi óska að ég liti út eins og Sindy Crawford“ var haft eftir henni sjálfri. Til að vera gjaldgengur eða meðtekinn þarftu að vera öðruvísi en þú ert. Þú ert ekki nógu e-ð hvað varðar stærð, lögun, massa, útlit, áferð, litarhaft o.fl. Ytra áreiti, hefur aldrei verið meira. Er hið ytra að yfirgnæfa okkar innri rödd? Er „photoshoppaða myndin“ að skyggja á sjálfsmyndina? Öflugur iðnaður veltir milljörðum á því að nýta sér óöryggi eða ýta undir vanlíðan til að markaðssetja vöru. Sýna okkur hvað við erum gölluð, ekki nógu eitthvað... en gætum lagast með því að kaupa og neyta. Ef það er ekki að virka þá vorum við ekki nógu eitthvað.. við vorum gölluð, ekki að gera nóg, ekki að standa okkur. Okkur er seld ímynd hins fullkomna sem ekki er hægt að ná. Ánægð manneskja er ekki góður neytandi, því hún þarf ekki að kaupa neitt til að breyta sér eða líða betur. En erum við eitthvað gölluð, ekki á einhvern hátt nógu góð, fyrst við pössum ekki inní staðalinn? Hverjum hentar staðallinn? Okkur sem erum af öllum stærðum og gerðum, fjölbreytt og alls konar? Í Kína til forna, áttu konur að vera mjög fótnettar – svo mjög að um fætur nýfæddra var fast vafið svo þeir stækkuðu síður. Ef það dugði ekki til var ristarbeinið brotið og vafið aftur um fót. Okkur finnst þetta ekki fallegt, en erum við kannske að gera eitthvað hliðstætt? Eigum við að breyta okkur svo við föllum inn í staðalinn, eða þarf að skurka í þessum staðli, efast um hann, breyta honun, því hann er ekki í takt við raunveruleikann og okkar eðli? Eigum við að breyta viðhorfum frekar en að breyta fólki? Ráðstefnan, Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér? Áhrif markaðsafla á sjálfsmynd og hegðun ,er þörf vitundarvakning um þessi mál og hvetur til jákvæðari og heilbrigðari sýnar á okkur sjálf: Þarft veganesti í leit okkar að jafnvægi, vellíðan og sátt.Ráðstefnan verður haldin í Hörpu sunnudaginn 2. okt - Sjá www.gallabuxurnar.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Sem aldrei fyrr erum við, bæði fullorðnir og börn, svo að segja komin með umheiminn í fangið – tölvuna í kjöltuna og símann upp að andlitinu. Framþróunin hefur á vissan hátt aukið þekkingu okkar og einnig virðingu fyrir fjölbreytileikanum. Jafnframt er vert að vera meðvitaður um hversu skekkt myndin er. Upplýsingamagnið er gífurlegt og oft fjarri raunveruleikanum, eðli okkar og gerð. Auglýsingaheimurinn og markaðsöflin eiga greiðari aðgang að okkur en nokkru sinni fyrr. Talið er að í hinum vestræna heimi sjáum við, í einhverju formi að meðaltali 3000 auglýsingar á dag. Ráðstefna haldin í Hörpu sunnudaginn 2. okt - Sjá www.gallabuxurnar.is. Við sjáum meira af einhverju „ideal“, hinu fullkomna sem ekki er hægt að ná. Við berum okkur saman við þau bestu og mestu eins og samfélagið skilur það á hverjum tíma, jafnvel sýndarveruleikapersónur og „photoshoppað“ útlit. „Ég vildi óska að ég liti út eins og Sindy Crawford“ var haft eftir henni sjálfri. Til að vera gjaldgengur eða meðtekinn þarftu að vera öðruvísi en þú ert. Þú ert ekki nógu e-ð hvað varðar stærð, lögun, massa, útlit, áferð, litarhaft o.fl. Ytra áreiti, hefur aldrei verið meira. Er hið ytra að yfirgnæfa okkar innri rödd? Er „photoshoppaða myndin“ að skyggja á sjálfsmyndina? Öflugur iðnaður veltir milljörðum á því að nýta sér óöryggi eða ýta undir vanlíðan til að markaðssetja vöru. Sýna okkur hvað við erum gölluð, ekki nógu eitthvað... en gætum lagast með því að kaupa og neyta. Ef það er ekki að virka þá vorum við ekki nógu eitthvað.. við vorum gölluð, ekki að gera nóg, ekki að standa okkur. Okkur er seld ímynd hins fullkomna sem ekki er hægt að ná. Ánægð manneskja er ekki góður neytandi, því hún þarf ekki að kaupa neitt til að breyta sér eða líða betur. En erum við eitthvað gölluð, ekki á einhvern hátt nógu góð, fyrst við pössum ekki inní staðalinn? Hverjum hentar staðallinn? Okkur sem erum af öllum stærðum og gerðum, fjölbreytt og alls konar? Í Kína til forna, áttu konur að vera mjög fótnettar – svo mjög að um fætur nýfæddra var fast vafið svo þeir stækkuðu síður. Ef það dugði ekki til var ristarbeinið brotið og vafið aftur um fót. Okkur finnst þetta ekki fallegt, en erum við kannske að gera eitthvað hliðstætt? Eigum við að breyta okkur svo við föllum inn í staðalinn, eða þarf að skurka í þessum staðli, efast um hann, breyta honun, því hann er ekki í takt við raunveruleikann og okkar eðli? Eigum við að breyta viðhorfum frekar en að breyta fólki? Ráðstefnan, Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér? Áhrif markaðsafla á sjálfsmynd og hegðun ,er þörf vitundarvakning um þessi mál og hvetur til jákvæðari og heilbrigðari sýnar á okkur sjálf: Þarft veganesti í leit okkar að jafnvægi, vellíðan og sátt.Ráðstefnan verður haldin í Hörpu sunnudaginn 2. okt - Sjá www.gallabuxurnar.is
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun