Hatursorðræða í fjölmiðlum: „Orð eru til alls fyrst, og þeim fylgir ábyrgð“ Birta Svavarsdóttir skrifar 2. september 2016 16:49 Áslaug Arna og Ugla Stefanía. Vísir Á pallborðsumræðu um hatursorðræðu í fjölmiðlum í dag var meðal annars fjallað um mikilvægi þess að ræða hatursorðræðu opinskátt, svo taka mætti á henni. Umræðan fór fram á Fundi Fólksins í Norræna húsinu seinni partinn í dag.Misskilningur um það hvað flokkast sem tjáningarfrelsi Ugla Stefanía, fræðslustjóri Samtakanna 78 og formaður Trans-Ísland sagði að það væri óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að vera opinber manneskja að fólk hefði opinbera skoðun á manni. Ugla tók sem dæmi YouTube myndband sem hán setti inn á YouTube með maka sínum og varð gróðrastía fyrir ógeðsleg og hatursfull ummæli, en Vísir fjallaði um málið á sínum tíma.Sjá einnig:Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook„Það er líka svona orðræða viðhöfð á Íslandi,“ sagði Ugla. „Oft þegar fjallað er um hatursoræðu þá berst talið að tjáningarfrelsi sem margir vilja meina að snúist um það að þú megir segja hvað sem er. Mér finnst þar liggja mikill grundvallarmisskilningur um það hvað tjáningarfrelsi gengur út á. Í mínum huga gengur lagalegt tjáningarfrelsi út á það að það eigi að vernda einstaklinga fyrir því að yfirvöld geti þaggað niður í þeim og ritskoðað þegar verið er að gagnrýna þeirra stefnur og störf. Tjáningarfrelsi er ekki það að mega segja fólki að drepa sig. Það er ekkert annað en hatursorðræða og það þurfa að vera afleiðingar þegar fólk lætur eitthvað svoleiðis út úr sér á opinberum vettvangi.“ Sagði Ugla að það að leyfa svona hatursorðræðu að grassera hefði mikil áhrif, nærtækt dæmi um það væri seinni heimsstyrjöldin. „Fólk talar sín á milli í litlum hópum, sem færist svo út í samfélagið. Það má ekki gleyma að orð eru til alls fyrst, og þeim fylgir ábyrgð,“ sagði Ugla Stefanía að lokum.Erfitt að ákvarða hvar setja eigi lagaramma um hatursorðræðu Áslaug Arna, ritari Sjálfstæðisflokksins og laganemi, segist vissulega vera til í að umræðan væri á hærra plani, sérstaklega svo að fólk gæfi frekar kost á sér í stjórnmálum, en telur ekki skrítið að margir taki ekki þátt þar sem orðræða í garð stjórnmálafólks á oft til að einkennast af illmælgi og persónuníði. „Það er fréttnæmt ef það kemur frétt um mig og það eru ekki níðingskomment þar undir,“ segir Áslaug. „Þetta var alltaf inni á kaffistofunum. Það hafa alltaf verið athugasemdir og haturskomment en núna eru kaffistofurnar bara opnar öllum.“ Áslaug telur erfitt að ákvarða hvar draga eigi línuna í sandinn varðandi hatursfull ummæli, og því sé snúið að meta hversu langt eigi að ganga í löggjöf gagnvart hatursorðræðu. Versti óvinur hatursorðræðu sé opinská og upplýst umræða, og þess vegna sé svo mikilvægt að þagga hana ekki niður. Lausnin felist ekki í ekki að þagga niður „vondar og fordómafullar skoðanir“, heldur á að ræða þær opinskátt og takast þannig á við þær. „Ég hef alltaf talið mjög mikilvægt að vekja athygli á ummælunum, á móti kemur að maður vill ekki alltaf vera fórnarlambið, því þá er umræðan alltaf bara um kommentin en ekki það sem maður er raunverulega að segja,“ sagði Áslaug. Í BA ritgerð sinni í lögfræði fjallaði Áslaug um hatursorðræðu meðal stjórnmálamanna og tók til dæmi frá Norðurlöndunum, en löggjöf gagnvart hatursorðræðu er svipuð þar og hérlendis. Til glöggvunar tók hún sem dæmi tvö mál þar sem annars vegar var stjórnmálakona sýknuð fyrir það að birta ummæli á persónulegri Facebook síðu sinni, en hins vegar voru fulltrúar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokks sakfelldir fyrir að nota hatursfull ummæli í auglýsingu á vegum hreyfingarinnar.Umræðuna um hatursorðræðu á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hún hefst þegar um sex klukkustundir og tíu mínútur eru liðnar af upptökunni. Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Á pallborðsumræðu um hatursorðræðu í fjölmiðlum í dag var meðal annars fjallað um mikilvægi þess að ræða hatursorðræðu opinskátt, svo taka mætti á henni. Umræðan fór fram á Fundi Fólksins í Norræna húsinu seinni partinn í dag.Misskilningur um það hvað flokkast sem tjáningarfrelsi Ugla Stefanía, fræðslustjóri Samtakanna 78 og formaður Trans-Ísland sagði að það væri óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að vera opinber manneskja að fólk hefði opinbera skoðun á manni. Ugla tók sem dæmi YouTube myndband sem hán setti inn á YouTube með maka sínum og varð gróðrastía fyrir ógeðsleg og hatursfull ummæli, en Vísir fjallaði um málið á sínum tíma.Sjá einnig:Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook„Það er líka svona orðræða viðhöfð á Íslandi,“ sagði Ugla. „Oft þegar fjallað er um hatursoræðu þá berst talið að tjáningarfrelsi sem margir vilja meina að snúist um það að þú megir segja hvað sem er. Mér finnst þar liggja mikill grundvallarmisskilningur um það hvað tjáningarfrelsi gengur út á. Í mínum huga gengur lagalegt tjáningarfrelsi út á það að það eigi að vernda einstaklinga fyrir því að yfirvöld geti þaggað niður í þeim og ritskoðað þegar verið er að gagnrýna þeirra stefnur og störf. Tjáningarfrelsi er ekki það að mega segja fólki að drepa sig. Það er ekkert annað en hatursorðræða og það þurfa að vera afleiðingar þegar fólk lætur eitthvað svoleiðis út úr sér á opinberum vettvangi.“ Sagði Ugla að það að leyfa svona hatursorðræðu að grassera hefði mikil áhrif, nærtækt dæmi um það væri seinni heimsstyrjöldin. „Fólk talar sín á milli í litlum hópum, sem færist svo út í samfélagið. Það má ekki gleyma að orð eru til alls fyrst, og þeim fylgir ábyrgð,“ sagði Ugla Stefanía að lokum.Erfitt að ákvarða hvar setja eigi lagaramma um hatursorðræðu Áslaug Arna, ritari Sjálfstæðisflokksins og laganemi, segist vissulega vera til í að umræðan væri á hærra plani, sérstaklega svo að fólk gæfi frekar kost á sér í stjórnmálum, en telur ekki skrítið að margir taki ekki þátt þar sem orðræða í garð stjórnmálafólks á oft til að einkennast af illmælgi og persónuníði. „Það er fréttnæmt ef það kemur frétt um mig og það eru ekki níðingskomment þar undir,“ segir Áslaug. „Þetta var alltaf inni á kaffistofunum. Það hafa alltaf verið athugasemdir og haturskomment en núna eru kaffistofurnar bara opnar öllum.“ Áslaug telur erfitt að ákvarða hvar draga eigi línuna í sandinn varðandi hatursfull ummæli, og því sé snúið að meta hversu langt eigi að ganga í löggjöf gagnvart hatursorðræðu. Versti óvinur hatursorðræðu sé opinská og upplýst umræða, og þess vegna sé svo mikilvægt að þagga hana ekki niður. Lausnin felist ekki í ekki að þagga niður „vondar og fordómafullar skoðanir“, heldur á að ræða þær opinskátt og takast þannig á við þær. „Ég hef alltaf talið mjög mikilvægt að vekja athygli á ummælunum, á móti kemur að maður vill ekki alltaf vera fórnarlambið, því þá er umræðan alltaf bara um kommentin en ekki það sem maður er raunverulega að segja,“ sagði Áslaug. Í BA ritgerð sinni í lögfræði fjallaði Áslaug um hatursorðræðu meðal stjórnmálamanna og tók til dæmi frá Norðurlöndunum, en löggjöf gagnvart hatursorðræðu er svipuð þar og hérlendis. Til glöggvunar tók hún sem dæmi tvö mál þar sem annars vegar var stjórnmálakona sýknuð fyrir það að birta ummæli á persónulegri Facebook síðu sinni, en hins vegar voru fulltrúar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokks sakfelldir fyrir að nota hatursfull ummæli í auglýsingu á vegum hreyfingarinnar.Umræðuna um hatursorðræðu á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hún hefst þegar um sex klukkustundir og tíu mínútur eru liðnar af upptökunni.
Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00
Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00