Nokkur orð um LÍN, jöfnuð og tekjutengingu afborgana 3. september 2016 10:00 Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lög hans tækifæri til náms án tillits til efnahags. Þetta hlutverk sjóðsins er mikilvægur þáttur í einni grunnstoð samfélagsins okkar, menntun. Gott samfélag gerir menntun hátt undir höfði og greiðir aðgengi fólks að því námi sem það kýs sér. LÍN á að sjá til þess að allir geti elt þessa braut á sínum hraða, á eigin forsendum og á sinn hátt, hvort sem það er bóklegt nám á Íslandi eða listnám erlendis og sama hvort viðkomandi er fatlaður, einstætt foreldri eða nýútskrifaður úr menntaskóla. Nú nefndi ég að sjálfsögðu aðeins nokkur dæmi um áhrifaþætti, en þeir eru jafn fjölbreytilegir og við erum mörg. LÍN er jöfnunarsjóður og til þess að ráðstafa fjármagni sjóðsins þarf að hafa jafnaðarsjónarmið í hávegum. Jöfnuður þýðir ekki að allir fái það sama, heldur að allir fái það sem þeir þurfa til þess að byrja á sömu ráslínu, og hafi þar með sömu tækifæri til menntunar. Einnig þarf að ráðstafa hlutunum þannig að „jafna ráslínan sé sem hagstæðust“, ef svo má til orða taka. Eykur greiðslubyrðina Til þess að LÍN geti staðið undir þessu hlutverki þarf að breyta ýmsu í boðuðu frumvarpi menntamálaráðherra. Helst ber að nefna afnám tekjutengingar. Sú stefna að endurgreiðslur lána haldist í hendur við tekjur hvers og eins hefur einmitt gert það að verkum að greiðslubyrði allra lánþega sé viðráðanleg að námi loknu. Það að endurgreiðslur verði jafnar óháð tekjum, eins og kveðið er á um í nýju frumvarpi, eykur greiðslubyrði þeirra sem eru með lægri laun eftir nám. Í þeim hópi er til dæmis fólk sem stríðir við langvarandi veikindi eða fatlaðir sem geta ekki unnið fullan vinnudag, konur sem enn eru með óútskýrð lægri laun en karlar og fólk sem starfar í stéttum með lægri laun, og benda má á að kvennastéttir falla oft undir þær stéttir. Gallinn við tekjutengdar afborganir í núverandi kerfi er sá að fólk falli frá áður en það er búið að borga lánið sitt til baka og í því sé falinn óbeinn styrkur. En ég spyr: hvernig stendur á því að háskólamenntaður einstaklingur hefur ekki nægilega háar tekjur öll sín ár á vinnumarkaði til þess að endurgreiða lánið sem viðkomandi tók til að mennta sig? Það þarf að skoða, því þetta ósamræmi tekna og kostnaðar við menntun getur ekki talist eðlilegt. Þótt hvatinn bak við menntun sé ekki einungis góðar framtíðartekjur þá ætti fólk vissulega að uppskera fjárhagslegt öryggi jafnt sem að svala þekkingarþorsta, öðlast gleði og gagnrýna hugsun að námi loknu. Það er þannig sem við hámörkum verðmætin sem búa í hugviti samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lög hans tækifæri til náms án tillits til efnahags. Þetta hlutverk sjóðsins er mikilvægur þáttur í einni grunnstoð samfélagsins okkar, menntun. Gott samfélag gerir menntun hátt undir höfði og greiðir aðgengi fólks að því námi sem það kýs sér. LÍN á að sjá til þess að allir geti elt þessa braut á sínum hraða, á eigin forsendum og á sinn hátt, hvort sem það er bóklegt nám á Íslandi eða listnám erlendis og sama hvort viðkomandi er fatlaður, einstætt foreldri eða nýútskrifaður úr menntaskóla. Nú nefndi ég að sjálfsögðu aðeins nokkur dæmi um áhrifaþætti, en þeir eru jafn fjölbreytilegir og við erum mörg. LÍN er jöfnunarsjóður og til þess að ráðstafa fjármagni sjóðsins þarf að hafa jafnaðarsjónarmið í hávegum. Jöfnuður þýðir ekki að allir fái það sama, heldur að allir fái það sem þeir þurfa til þess að byrja á sömu ráslínu, og hafi þar með sömu tækifæri til menntunar. Einnig þarf að ráðstafa hlutunum þannig að „jafna ráslínan sé sem hagstæðust“, ef svo má til orða taka. Eykur greiðslubyrðina Til þess að LÍN geti staðið undir þessu hlutverki þarf að breyta ýmsu í boðuðu frumvarpi menntamálaráðherra. Helst ber að nefna afnám tekjutengingar. Sú stefna að endurgreiðslur lána haldist í hendur við tekjur hvers og eins hefur einmitt gert það að verkum að greiðslubyrði allra lánþega sé viðráðanleg að námi loknu. Það að endurgreiðslur verði jafnar óháð tekjum, eins og kveðið er á um í nýju frumvarpi, eykur greiðslubyrði þeirra sem eru með lægri laun eftir nám. Í þeim hópi er til dæmis fólk sem stríðir við langvarandi veikindi eða fatlaðir sem geta ekki unnið fullan vinnudag, konur sem enn eru með óútskýrð lægri laun en karlar og fólk sem starfar í stéttum með lægri laun, og benda má á að kvennastéttir falla oft undir þær stéttir. Gallinn við tekjutengdar afborganir í núverandi kerfi er sá að fólk falli frá áður en það er búið að borga lánið sitt til baka og í því sé falinn óbeinn styrkur. En ég spyr: hvernig stendur á því að háskólamenntaður einstaklingur hefur ekki nægilega háar tekjur öll sín ár á vinnumarkaði til þess að endurgreiða lánið sem viðkomandi tók til að mennta sig? Það þarf að skoða, því þetta ósamræmi tekna og kostnaðar við menntun getur ekki talist eðlilegt. Þótt hvatinn bak við menntun sé ekki einungis góðar framtíðartekjur þá ætti fólk vissulega að uppskera fjárhagslegt öryggi jafnt sem að svala þekkingarþorsta, öðlast gleði og gagnrýna hugsun að námi loknu. Það er þannig sem við hámörkum verðmætin sem búa í hugviti samfélagsins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar