Rofinn samfélagssáttmáli Bolli Héðinsson skrifar 6. september 2016 07:00 Umræðan um að þjóðin fái eðlilegt endurgjald fyrir afnot útgerðarmanna af fiskveiðiauðlindinni virðist oftar en ekki verða til þess að endurvekja leikþáttinn „einn voða vitlaus“. Þessi leikþáttur fer alltaf í gang hjá útgerðarmönnum og ekki síður stjórnmálamönnum þegar þjóðin vitjar réttar síns. – Hjá stjórnmálamönnum birtist hann yfirleitt í því að „kvótinn safnist á fárra hendur“ vitandi vits að það eru lög í landinu sem hindra það. Eða þá að nýliðun verði erfiðari með útboðsleið sem tryggir árlegt útboð á t.d. 10% kvótans frekar en kvótakaupum nýliða á uppsprengdu verði eins og nú tíðkast. Hjá útgerðarmönnum lýsir leikþátturinn sér aðallega í yfirlýsingum um að „ekki dugi að bjóða út allan kvótann árlega“ á meðan enginn hefur talað fyrir því heldur verði það a.m.k. til fimm eða tíu ára í senn. Eða þá hvað þjóðin eigi að vera þakklát fyrir að útgerðir greiði skatt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Auðvitað er það sorglegt að horfa upp á vel gefna einstaklinga bregða sér í hlutverkið „einn voða vitlaus“ þegar þessir sömu einstaklingar hafa sýnt með dugnaði sínum, útsjónarsemi og aðganginum að fiskimiðunum þá hafa þeir náð að skapa sér gróða sem nemur milljörðum á milljarða ofan ár eftir ár.Aflaheimildir eru aðföng; – útgjöld en ekki skattur Vert er að hafa í huga að aflaheimildirnar sem þjóðin úthlutar árlega verður að líta á eins og hver önnur aðföng í rekstri útgerða, eins og t.d. olíu eða veiðarfæri. Þess vegna hafa tekjurnar sem þjóðinni ber af þessari eign sinni ekkert með skatta að gera heldur eru eingöngu það afgjald sem þjóðinni ber af afnotum eignar hennar. Til frekari skýringa má hugsa sér að þegar fiskiskip fer til veiða þá tekur það olíu. Olíufélagið sem seldi því olíuna spurði ekki útgerðina áður hvernig gengi, hvort útgerðin væri aflögufær og léti svo verð olíunnar ráðast af því. Olíuverðið ræðst einfaldlega á markaði. Sama hlýtur að gilda um fiskveiðiheimildirnar sem þjóðin leigir útgerðunum, þjóðin á ekki að spyrja útgerðirnar hvort þær séu aflögufærar til að greiða eitthvað fyrir þær. Verð aflaheimildanna hlýtur að ráðast af eftirspurn þeirra sem vilja fá að færa sér aflaheimildirnar í nyt, en ekki afkomu einstakra útgerða. Stjórnmálamenn sem eru andsnúnir útboði aflaheimilda hafa viðurkennt að með því að bjóða út aflaheimildir þá væri hægt að fá hæst verð fyrir þær og þar með væri þjóðin að fá mest fyrir sinn snúð. Samt sem áður vilja þeir ekki fara þá leið. Nei, þeir vilja sjálfir fá að hygla einstökum útgerðum af því að þær eru staðsettar þar sem þeim líkar eða hafa eitthvað annað til að bera sem þeim einum er þóknanlegt. – Hvers vegna á iðnverkakona í Fellahverfi að sætta sig við að hennar hluti fiskveiðiheimilda skuli ekki boðinn hæstbjóðanda sem gæti orðið til þess að öldruð móðir hennar kæmist á hjúkrunarheimili, af því að einhverjum þingmönnum finnst að útgerðarmenn, sem eru í náðinni hjá þeim, eigi að sleppa við að greiða fullt gjald? Um þetta snýst viðfangsefnið um úthlutun aflaheimilda.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um að þjóðin fái eðlilegt endurgjald fyrir afnot útgerðarmanna af fiskveiðiauðlindinni virðist oftar en ekki verða til þess að endurvekja leikþáttinn „einn voða vitlaus“. Þessi leikþáttur fer alltaf í gang hjá útgerðarmönnum og ekki síður stjórnmálamönnum þegar þjóðin vitjar réttar síns. – Hjá stjórnmálamönnum birtist hann yfirleitt í því að „kvótinn safnist á fárra hendur“ vitandi vits að það eru lög í landinu sem hindra það. Eða þá að nýliðun verði erfiðari með útboðsleið sem tryggir árlegt útboð á t.d. 10% kvótans frekar en kvótakaupum nýliða á uppsprengdu verði eins og nú tíðkast. Hjá útgerðarmönnum lýsir leikþátturinn sér aðallega í yfirlýsingum um að „ekki dugi að bjóða út allan kvótann árlega“ á meðan enginn hefur talað fyrir því heldur verði það a.m.k. til fimm eða tíu ára í senn. Eða þá hvað þjóðin eigi að vera þakklát fyrir að útgerðir greiði skatt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Auðvitað er það sorglegt að horfa upp á vel gefna einstaklinga bregða sér í hlutverkið „einn voða vitlaus“ þegar þessir sömu einstaklingar hafa sýnt með dugnaði sínum, útsjónarsemi og aðganginum að fiskimiðunum þá hafa þeir náð að skapa sér gróða sem nemur milljörðum á milljarða ofan ár eftir ár.Aflaheimildir eru aðföng; – útgjöld en ekki skattur Vert er að hafa í huga að aflaheimildirnar sem þjóðin úthlutar árlega verður að líta á eins og hver önnur aðföng í rekstri útgerða, eins og t.d. olíu eða veiðarfæri. Þess vegna hafa tekjurnar sem þjóðinni ber af þessari eign sinni ekkert með skatta að gera heldur eru eingöngu það afgjald sem þjóðinni ber af afnotum eignar hennar. Til frekari skýringa má hugsa sér að þegar fiskiskip fer til veiða þá tekur það olíu. Olíufélagið sem seldi því olíuna spurði ekki útgerðina áður hvernig gengi, hvort útgerðin væri aflögufær og léti svo verð olíunnar ráðast af því. Olíuverðið ræðst einfaldlega á markaði. Sama hlýtur að gilda um fiskveiðiheimildirnar sem þjóðin leigir útgerðunum, þjóðin á ekki að spyrja útgerðirnar hvort þær séu aflögufærar til að greiða eitthvað fyrir þær. Verð aflaheimildanna hlýtur að ráðast af eftirspurn þeirra sem vilja fá að færa sér aflaheimildirnar í nyt, en ekki afkomu einstakra útgerða. Stjórnmálamenn sem eru andsnúnir útboði aflaheimilda hafa viðurkennt að með því að bjóða út aflaheimildir þá væri hægt að fá hæst verð fyrir þær og þar með væri þjóðin að fá mest fyrir sinn snúð. Samt sem áður vilja þeir ekki fara þá leið. Nei, þeir vilja sjálfir fá að hygla einstökum útgerðum af því að þær eru staðsettar þar sem þeim líkar eða hafa eitthvað annað til að bera sem þeim einum er þóknanlegt. – Hvers vegna á iðnverkakona í Fellahverfi að sætta sig við að hennar hluti fiskveiðiheimilda skuli ekki boðinn hæstbjóðanda sem gæti orðið til þess að öldruð móðir hennar kæmist á hjúkrunarheimili, af því að einhverjum þingmönnum finnst að útgerðarmenn, sem eru í náðinni hjá þeim, eigi að sleppa við að greiða fullt gjald? Um þetta snýst viðfangsefnið um úthlutun aflaheimilda.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun