Gistináttagjald í Sviss Björn Guðmundsson skrifar 7. september 2016 09:30 Gríðarleg fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur í för með sér mjög aukið álag á innviði þjóðfélagsins og náttúru landsins. Víða er þörf verulegra úrbóta. Má þar nefna göngustíga, vegakerfið, landvörslu og heilbrigðisþjónustu. Út um allt land er kallað eftir auknu fjármagni til að leysa þau vandamál sem að steðja. Ráðherra ferðamála sagði nýlega að tekjur af ferðamönnum væru svo miklar að ekki væri þörf á sérstakri gjaldtöku af þeim og talaði um að ekkert munaði um gistináttagjaldið (50-100 kr. á einstakling fyrir nóttina) sem skilar 250 milljónum kr. á ári. Ráðherrann vill helst leggja þetta gjald af, segir flækjustigið of mikið við innheimtuna. Ég og konan mín stunduðum nýlega göngur í Alpafjöllunum, nánar tiltekið í Valais-kantónu í Sviss. Við gistum í viku í fjallaþorpi þar sem búa um 400 manns. Þar var gistináttagjaldið 7 SFr. á mann á nótt, sem þýðir rúmlega 1.700 kr. fyrir tvo. Börn á aldrinum 6-15 ára greiða 3,50 SFr. Gjaldið rennur beint til sveitarfélagsins þar sem gististaðurinn er staðsettur. Gjaldið er a.m.k. 17 sinnum hærra en á Íslandi og hækkun til samræmis við Sviss gæfi að lágmarki um 5 milljarða króna á ári. En kannski er það bara „baunir“ í augum ráðherra ferðamála. Heyrst hefur frá ferðaþjónustunni og fleirum að gistináttagjaldið og önnur hugsanleg gjöld á ferðamenn séu íþyngjandi og minnki samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands. Í Valais-héraði í Sviss er ferðaþjónusta mikilvægasti atvinnuvegurinn. En þeir eru ekki hræddir við að taka gjöld af ferðamönnum enda standa þau straum af kostnaði við að þjónusta ferðamennina. Sem dæmi má nefna að merktir göngustígar í Valais eru meira en 8.000 km langir og það í kantónu sem er aðeins 1/20 af flatarmáli Íslands. Og margir þessara stíga eru hrein snilldarverk, gríðarlega mikið í þá lagt og þeim vel við haldið. Upphlaðnir á köflum, brýr yfir torfærur, öryggiskeðjur og slíkt á hættulegum stöðum. Allt vel merkt með góðum skiltum og málningu á steinum. Allt kostar þetta peninga og við greiddum umrædd gjöld með glöðu geði. Að mínu áliti er það hreinn kjánaskapur að innheimta ekki bitastæð gjöld af ferðamönnum til að standa straum af margvíslegum kostnaði sem ferðamönnum fylgir. Þetta er gert víða um Evrópu. Hvers vegna ekki á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Gríðarleg fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur í för með sér mjög aukið álag á innviði þjóðfélagsins og náttúru landsins. Víða er þörf verulegra úrbóta. Má þar nefna göngustíga, vegakerfið, landvörslu og heilbrigðisþjónustu. Út um allt land er kallað eftir auknu fjármagni til að leysa þau vandamál sem að steðja. Ráðherra ferðamála sagði nýlega að tekjur af ferðamönnum væru svo miklar að ekki væri þörf á sérstakri gjaldtöku af þeim og talaði um að ekkert munaði um gistináttagjaldið (50-100 kr. á einstakling fyrir nóttina) sem skilar 250 milljónum kr. á ári. Ráðherrann vill helst leggja þetta gjald af, segir flækjustigið of mikið við innheimtuna. Ég og konan mín stunduðum nýlega göngur í Alpafjöllunum, nánar tiltekið í Valais-kantónu í Sviss. Við gistum í viku í fjallaþorpi þar sem búa um 400 manns. Þar var gistináttagjaldið 7 SFr. á mann á nótt, sem þýðir rúmlega 1.700 kr. fyrir tvo. Börn á aldrinum 6-15 ára greiða 3,50 SFr. Gjaldið rennur beint til sveitarfélagsins þar sem gististaðurinn er staðsettur. Gjaldið er a.m.k. 17 sinnum hærra en á Íslandi og hækkun til samræmis við Sviss gæfi að lágmarki um 5 milljarða króna á ári. En kannski er það bara „baunir“ í augum ráðherra ferðamála. Heyrst hefur frá ferðaþjónustunni og fleirum að gistináttagjaldið og önnur hugsanleg gjöld á ferðamenn séu íþyngjandi og minnki samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands. Í Valais-héraði í Sviss er ferðaþjónusta mikilvægasti atvinnuvegurinn. En þeir eru ekki hræddir við að taka gjöld af ferðamönnum enda standa þau straum af kostnaði við að þjónusta ferðamennina. Sem dæmi má nefna að merktir göngustígar í Valais eru meira en 8.000 km langir og það í kantónu sem er aðeins 1/20 af flatarmáli Íslands. Og margir þessara stíga eru hrein snilldarverk, gríðarlega mikið í þá lagt og þeim vel við haldið. Upphlaðnir á köflum, brýr yfir torfærur, öryggiskeðjur og slíkt á hættulegum stöðum. Allt vel merkt með góðum skiltum og málningu á steinum. Allt kostar þetta peninga og við greiddum umrædd gjöld með glöðu geði. Að mínu áliti er það hreinn kjánaskapur að innheimta ekki bitastæð gjöld af ferðamönnum til að standa straum af margvíslegum kostnaði sem ferðamönnum fylgir. Þetta er gert víða um Evrópu. Hvers vegna ekki á Íslandi?
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun