Gistináttagjald í Sviss Björn Guðmundsson skrifar 7. september 2016 09:30 Gríðarleg fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur í för með sér mjög aukið álag á innviði þjóðfélagsins og náttúru landsins. Víða er þörf verulegra úrbóta. Má þar nefna göngustíga, vegakerfið, landvörslu og heilbrigðisþjónustu. Út um allt land er kallað eftir auknu fjármagni til að leysa þau vandamál sem að steðja. Ráðherra ferðamála sagði nýlega að tekjur af ferðamönnum væru svo miklar að ekki væri þörf á sérstakri gjaldtöku af þeim og talaði um að ekkert munaði um gistináttagjaldið (50-100 kr. á einstakling fyrir nóttina) sem skilar 250 milljónum kr. á ári. Ráðherrann vill helst leggja þetta gjald af, segir flækjustigið of mikið við innheimtuna. Ég og konan mín stunduðum nýlega göngur í Alpafjöllunum, nánar tiltekið í Valais-kantónu í Sviss. Við gistum í viku í fjallaþorpi þar sem búa um 400 manns. Þar var gistináttagjaldið 7 SFr. á mann á nótt, sem þýðir rúmlega 1.700 kr. fyrir tvo. Börn á aldrinum 6-15 ára greiða 3,50 SFr. Gjaldið rennur beint til sveitarfélagsins þar sem gististaðurinn er staðsettur. Gjaldið er a.m.k. 17 sinnum hærra en á Íslandi og hækkun til samræmis við Sviss gæfi að lágmarki um 5 milljarða króna á ári. En kannski er það bara „baunir“ í augum ráðherra ferðamála. Heyrst hefur frá ferðaþjónustunni og fleirum að gistináttagjaldið og önnur hugsanleg gjöld á ferðamenn séu íþyngjandi og minnki samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands. Í Valais-héraði í Sviss er ferðaþjónusta mikilvægasti atvinnuvegurinn. En þeir eru ekki hræddir við að taka gjöld af ferðamönnum enda standa þau straum af kostnaði við að þjónusta ferðamennina. Sem dæmi má nefna að merktir göngustígar í Valais eru meira en 8.000 km langir og það í kantónu sem er aðeins 1/20 af flatarmáli Íslands. Og margir þessara stíga eru hrein snilldarverk, gríðarlega mikið í þá lagt og þeim vel við haldið. Upphlaðnir á köflum, brýr yfir torfærur, öryggiskeðjur og slíkt á hættulegum stöðum. Allt vel merkt með góðum skiltum og málningu á steinum. Allt kostar þetta peninga og við greiddum umrædd gjöld með glöðu geði. Að mínu áliti er það hreinn kjánaskapur að innheimta ekki bitastæð gjöld af ferðamönnum til að standa straum af margvíslegum kostnaði sem ferðamönnum fylgir. Þetta er gert víða um Evrópu. Hvers vegna ekki á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Gríðarleg fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur í för með sér mjög aukið álag á innviði þjóðfélagsins og náttúru landsins. Víða er þörf verulegra úrbóta. Má þar nefna göngustíga, vegakerfið, landvörslu og heilbrigðisþjónustu. Út um allt land er kallað eftir auknu fjármagni til að leysa þau vandamál sem að steðja. Ráðherra ferðamála sagði nýlega að tekjur af ferðamönnum væru svo miklar að ekki væri þörf á sérstakri gjaldtöku af þeim og talaði um að ekkert munaði um gistináttagjaldið (50-100 kr. á einstakling fyrir nóttina) sem skilar 250 milljónum kr. á ári. Ráðherrann vill helst leggja þetta gjald af, segir flækjustigið of mikið við innheimtuna. Ég og konan mín stunduðum nýlega göngur í Alpafjöllunum, nánar tiltekið í Valais-kantónu í Sviss. Við gistum í viku í fjallaþorpi þar sem búa um 400 manns. Þar var gistináttagjaldið 7 SFr. á mann á nótt, sem þýðir rúmlega 1.700 kr. fyrir tvo. Börn á aldrinum 6-15 ára greiða 3,50 SFr. Gjaldið rennur beint til sveitarfélagsins þar sem gististaðurinn er staðsettur. Gjaldið er a.m.k. 17 sinnum hærra en á Íslandi og hækkun til samræmis við Sviss gæfi að lágmarki um 5 milljarða króna á ári. En kannski er það bara „baunir“ í augum ráðherra ferðamála. Heyrst hefur frá ferðaþjónustunni og fleirum að gistináttagjaldið og önnur hugsanleg gjöld á ferðamenn séu íþyngjandi og minnki samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands. Í Valais-héraði í Sviss er ferðaþjónusta mikilvægasti atvinnuvegurinn. En þeir eru ekki hræddir við að taka gjöld af ferðamönnum enda standa þau straum af kostnaði við að þjónusta ferðamennina. Sem dæmi má nefna að merktir göngustígar í Valais eru meira en 8.000 km langir og það í kantónu sem er aðeins 1/20 af flatarmáli Íslands. Og margir þessara stíga eru hrein snilldarverk, gríðarlega mikið í þá lagt og þeim vel við haldið. Upphlaðnir á köflum, brýr yfir torfærur, öryggiskeðjur og slíkt á hættulegum stöðum. Allt vel merkt með góðum skiltum og málningu á steinum. Allt kostar þetta peninga og við greiddum umrædd gjöld með glöðu geði. Að mínu áliti er það hreinn kjánaskapur að innheimta ekki bitastæð gjöld af ferðamönnum til að standa straum af margvíslegum kostnaði sem ferðamönnum fylgir. Þetta er gert víða um Evrópu. Hvers vegna ekki á Íslandi?
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar