Kjalvegur á samgönguáætlun Herbert Hauksson skrifar 8. september 2016 07:00 Mesti umferðarþungi er nú á Kjalvegi frá upphafi. Fyrir fjórum árum var 100 bílum á dag ekið eftir Kjalvegi mánuðina júní til ágúst. Nú eru þetta um 1.000 bílar á dag, sem er gífurleg fjölgun. Vegagerðin hefur viðhaldsfé í veginn sem dugar skammt þar sem umferðin grefur veginn niður á nokkrum vikum. Kjalvegur er hættur að vera fáfarinn vegslóði. Aukinn ferðamannastraumur innlendra sem erlendra ferðamanna er ástæðan fyrir aukinni umferð um Kjalveg. Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem við Kjalveg standa. Kjalvegur er lífæð margra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Enn fleiri hafa það að lífsviðurværi að skipuleggja og selja erlendum ferðamönnum inn á Kjalvegssvæðið. Gleymum ekki ríkissjóði sem hefur fínar tekjur af þessu. Vetrarferðamennska hefur stóraukist undanfarin ár. Sem dæmi má nefna að um 120.000 meiraborgandi erlendir ferðamenn heimsækja Langjökul við Kjalveg alla 365 daga ársins. Við markaðssetjum og ferðumst um allan heim til að ná í þessa ferðamenn. Kjalvegur er byggður úr því efni sem er í næsta umhverfi við veginn. Það er svipað efni sem kom úr Eyjafjallajökulsgosinu, efni sem ekki er talið hollt til innöndunar. Þið munið. Allir með öndunargrímur. Aðrir hlutar vegarins eru niðurgrafnar ýtuslóðir. Kjalvegur var ágætlega boðlegur árið 1980 en nú er 2016 og allt aðrar forsendur. Vegna mikillar umferðar er yfirborð vegarins með þeim hætti að hann telst ekki boðlegur fólki sem um veginn fer. Við þurfum þrjár meginatvinnugreinar til að komast af í þessu landi. Ferðaþjónustan er ein þeirra en því miður hafa innviðirnir verið látnir sitja á hakanum. Vegagerðin hefur af veikum mætti reynt sem hún getur að klóra í bakkann. Starfsmenn Landverndar hafa nú ekki verið hjálpsamir og kært allt viðhald á veginum, áratug aftur í tímann. Kærum Landverndar hefur nú reyndar verið vísað frá þar sem ekki hefur verið hald í rökstuðningi. Það eru alltaf einhverjir á móti vegabótum á hálendinu en ég lofa þeim því að þó Kjalvegur verði gerður betri eru eftir sem áður til fleiri þúsund kílómetrar af fáförnum, aurugum vegarslóðum til að leika sér á. Kjalvegur er verkfæri til að komast að auðlind sem við öll höfum tekjur af með einum eða öðrum hætti. Ég skora hér með á alla þá sem vettlingi geta valdið í pólitík og stjórnkerfinu að setja Kjalveg inn á vegaáætlun og stuðla þannig að hagsæld fólksins í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Mesti umferðarþungi er nú á Kjalvegi frá upphafi. Fyrir fjórum árum var 100 bílum á dag ekið eftir Kjalvegi mánuðina júní til ágúst. Nú eru þetta um 1.000 bílar á dag, sem er gífurleg fjölgun. Vegagerðin hefur viðhaldsfé í veginn sem dugar skammt þar sem umferðin grefur veginn niður á nokkrum vikum. Kjalvegur er hættur að vera fáfarinn vegslóði. Aukinn ferðamannastraumur innlendra sem erlendra ferðamanna er ástæðan fyrir aukinni umferð um Kjalveg. Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem við Kjalveg standa. Kjalvegur er lífæð margra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Enn fleiri hafa það að lífsviðurværi að skipuleggja og selja erlendum ferðamönnum inn á Kjalvegssvæðið. Gleymum ekki ríkissjóði sem hefur fínar tekjur af þessu. Vetrarferðamennska hefur stóraukist undanfarin ár. Sem dæmi má nefna að um 120.000 meiraborgandi erlendir ferðamenn heimsækja Langjökul við Kjalveg alla 365 daga ársins. Við markaðssetjum og ferðumst um allan heim til að ná í þessa ferðamenn. Kjalvegur er byggður úr því efni sem er í næsta umhverfi við veginn. Það er svipað efni sem kom úr Eyjafjallajökulsgosinu, efni sem ekki er talið hollt til innöndunar. Þið munið. Allir með öndunargrímur. Aðrir hlutar vegarins eru niðurgrafnar ýtuslóðir. Kjalvegur var ágætlega boðlegur árið 1980 en nú er 2016 og allt aðrar forsendur. Vegna mikillar umferðar er yfirborð vegarins með þeim hætti að hann telst ekki boðlegur fólki sem um veginn fer. Við þurfum þrjár meginatvinnugreinar til að komast af í þessu landi. Ferðaþjónustan er ein þeirra en því miður hafa innviðirnir verið látnir sitja á hakanum. Vegagerðin hefur af veikum mætti reynt sem hún getur að klóra í bakkann. Starfsmenn Landverndar hafa nú ekki verið hjálpsamir og kært allt viðhald á veginum, áratug aftur í tímann. Kærum Landverndar hefur nú reyndar verið vísað frá þar sem ekki hefur verið hald í rökstuðningi. Það eru alltaf einhverjir á móti vegabótum á hálendinu en ég lofa þeim því að þó Kjalvegur verði gerður betri eru eftir sem áður til fleiri þúsund kílómetrar af fáförnum, aurugum vegarslóðum til að leika sér á. Kjalvegur er verkfæri til að komast að auðlind sem við öll höfum tekjur af með einum eða öðrum hætti. Ég skora hér með á alla þá sem vettlingi geta valdið í pólitík og stjórnkerfinu að setja Kjalveg inn á vegaáætlun og stuðla þannig að hagsæld fólksins í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar