Íslenskt lýðræði, hvað er nú það? Örn Sigurðsson skrifar 8. september 2016 07:00 Í skugga misvægis atkvæða fara talsmenn Vatnsmýrarflugvallar nú hamförum í fjölmiðlum og á Alþingi í aðdraganda haustkosninga til að slá pólitískar keilur. Þeir gera atlögu að víðtækum almannahagsmunum til þess eins að bæta stöðu sína og flokka sinna. Athygli vekur framganga fyrrum forsætisráðherra og samgönguráðherra. Jafn aðgangur að valdinu, sem mótar örlög borgaranna, er grundvöllur lýðræðissamfélaga. Misvægi atkvæða í þingkosningum er meira hér en þekkist í öðrum vestrænum ríkjum og hallar mjög á meirihluta kjósenda á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðing misvægisins er kerfisbundinn skekkjuvaldur í starfsemi Alþingis. Á lýðveldistímanum hefur kerfisgallinn kostað jafngildi tugþúsunda milljarða króna vegna óhefts kjördæmapots og annarrar misbeitingar þessa valds. Misvægið er brot á mannréttindum höfuðborgarbúa, sem eru hálfdrættingar á við landsbyggðarbúa. Misvægið er um 100% en var a.m.k. 300% við upphaf lýðveldistímans. ÖSE og Feneyjanefndin hafa árangurslaust bent íslenskum stjórnvöldum á að lýðræðishallinn gangi gegn anda íslenskra og alþjóðalaga og reglna um réttlæti og almannahag. En íslenskt lýðræði á sér fleiri skuggahliðar. Misvægi er innbyggt og kerfisbundið í Sjálfstæðisflokknum sem á 860 mánaða lýðveldistíma hefur setið í ríkisstjórnum í 690 mánuði (80% tímabilsins) og átt forsætisráðherra í 490 mánuði (57% lýðveldistímans). Á sama tímabili hefur flokkurinn stjórnað Reykjavíkurborg í 52 af 72 árum (72% tímans). Mikilvægt er að slíkt valdabákn sé lýðræðislegt. Og fljótt á litið virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera það. Landsfundur annað hvert ár mótar stefnuna og ákvarðanir landsfundar eru bindandi fyrir ríkisstjórnir, þingmenn og borgarfulltrúa. Í skipulagsreglum á vef Sjálfstæðisflokksins segir: „Landsfundur skal í aðalatriðum skipaður í samræmi við tölu sjálfstæðiskjósenda í kjördæmum landsins … hvert kjördæmi fái þrjá fulltrúa fyrir hverja 200 kjósendur flokksins og hvert sjálfstæðisfélag fái þrjá fulltrúa …“ Þessar skipulagsreglur ættu að tryggja jöfnuð í Sjálfstæðisflokknum en landsbyggðarmenn hafa fundið ráð við þessu því á meðan sjálfstæðisfélög á höfuðborgarsvæðinu eru einungis 37 eru félögin í landsbyggðarkjördæmunum þremur orðin 129. Þannig hefur landsbyggðin 25 landsfundarfulltrúa umfram höfuðborgarsvæðið áður en leiðrétt er fyrir auknum fjölda meðlima í fjölmennari félögum; einn fulltrúi bætist jú við fyrir hverja 200 fullgilda félaga.Skýrir undarlega stefnu Að lokinni leiðréttingu hafa landsbyggðarkjördæmin enn hreinan meirihluta á landsfundum flokksins. Landsbyggðarsjónarmið móta því alla stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þetta misvægi í skipun landsfundarfulltrúa nemur 100% því að baki hverjum höfuðborgarfulltrúa eru 50 kjósendur en 25 að baki hverjum landsbyggðarfulltrúa. Þetta skýrir undarlega stefnu flokksins í mörgum mikilvægum málum. Samverkandi neikvæð áhrif þessa tvíþætta misvægis eru líklega meiri en sjálfstæðiskjósendur í höfuðborginni gera sér grein fyrir. Þeir ættu því að hugsa sinn gang næst þegar þeir kjósa. Líklega eru önnur hefðbundin landsframboð („fjórflokkurinn“) haldin ámóta kerfisskekkju en að fenginni langri reynslu er vitað að vegna misvægis atkvæða í alþingiskosningum eru öll landsframboð sjálfkrafa hallari undir landsbyggðarsjónarmið en borgarsjónarmið þegar slík sjónarmið skarast. Á lýðveldistímanum hafa landsbyggðarþingmenn of oft misbeitt valdi misvægisins gegn borgarsamfélaginu til tjóns fyrir alla landsmenn. Á sama tíma hefur landsbyggðin farið sér að voða þrátt fyrir að „njóta ávaxtanna“ af misvægi atkvæða, af flugvelli í Vatnsmýri, af kerfisskekkju í Sjálfstæðisflokki og öðrum fjórflokkum og af óheftu kjördæmapoti í lykilnefndum Alþingis. Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 voru tillögur stjórnlagaráðs um stjórnarskrárbreytingar í lýðræðisátt samþykktar með afgerandi meirihluta atkvæða á landsvísu. Landsbyggðarkjördæmin skáru sig hins vegar úr vegna minni kjörsóknar en einkum vegna andstöðu gegn því að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt. Hérlendis eru því líklega djúp skil á milli landsbyggðar og borgarsamfélags í stjórnmálum og menningu áþekk skilum sem eru alkunn í mörgum Evrópuríkjum, í Bandaríkjunum og víðar. Barátta frjálslyndra og víðsýnna afla borgarsamfélagsins fyrir bættum stjórnarháttum og auknu lýðræði á Íslandi var löngum erfið. Hún er það enn og verður eflaust um sinn: Að heimta einhvern réttlætisspón úr aski misvægisaflanna á landsbyggðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í skugga misvægis atkvæða fara talsmenn Vatnsmýrarflugvallar nú hamförum í fjölmiðlum og á Alþingi í aðdraganda haustkosninga til að slá pólitískar keilur. Þeir gera atlögu að víðtækum almannahagsmunum til þess eins að bæta stöðu sína og flokka sinna. Athygli vekur framganga fyrrum forsætisráðherra og samgönguráðherra. Jafn aðgangur að valdinu, sem mótar örlög borgaranna, er grundvöllur lýðræðissamfélaga. Misvægi atkvæða í þingkosningum er meira hér en þekkist í öðrum vestrænum ríkjum og hallar mjög á meirihluta kjósenda á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðing misvægisins er kerfisbundinn skekkjuvaldur í starfsemi Alþingis. Á lýðveldistímanum hefur kerfisgallinn kostað jafngildi tugþúsunda milljarða króna vegna óhefts kjördæmapots og annarrar misbeitingar þessa valds. Misvægið er brot á mannréttindum höfuðborgarbúa, sem eru hálfdrættingar á við landsbyggðarbúa. Misvægið er um 100% en var a.m.k. 300% við upphaf lýðveldistímans. ÖSE og Feneyjanefndin hafa árangurslaust bent íslenskum stjórnvöldum á að lýðræðishallinn gangi gegn anda íslenskra og alþjóðalaga og reglna um réttlæti og almannahag. En íslenskt lýðræði á sér fleiri skuggahliðar. Misvægi er innbyggt og kerfisbundið í Sjálfstæðisflokknum sem á 860 mánaða lýðveldistíma hefur setið í ríkisstjórnum í 690 mánuði (80% tímabilsins) og átt forsætisráðherra í 490 mánuði (57% lýðveldistímans). Á sama tímabili hefur flokkurinn stjórnað Reykjavíkurborg í 52 af 72 árum (72% tímans). Mikilvægt er að slíkt valdabákn sé lýðræðislegt. Og fljótt á litið virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera það. Landsfundur annað hvert ár mótar stefnuna og ákvarðanir landsfundar eru bindandi fyrir ríkisstjórnir, þingmenn og borgarfulltrúa. Í skipulagsreglum á vef Sjálfstæðisflokksins segir: „Landsfundur skal í aðalatriðum skipaður í samræmi við tölu sjálfstæðiskjósenda í kjördæmum landsins … hvert kjördæmi fái þrjá fulltrúa fyrir hverja 200 kjósendur flokksins og hvert sjálfstæðisfélag fái þrjá fulltrúa …“ Þessar skipulagsreglur ættu að tryggja jöfnuð í Sjálfstæðisflokknum en landsbyggðarmenn hafa fundið ráð við þessu því á meðan sjálfstæðisfélög á höfuðborgarsvæðinu eru einungis 37 eru félögin í landsbyggðarkjördæmunum þremur orðin 129. Þannig hefur landsbyggðin 25 landsfundarfulltrúa umfram höfuðborgarsvæðið áður en leiðrétt er fyrir auknum fjölda meðlima í fjölmennari félögum; einn fulltrúi bætist jú við fyrir hverja 200 fullgilda félaga.Skýrir undarlega stefnu Að lokinni leiðréttingu hafa landsbyggðarkjördæmin enn hreinan meirihluta á landsfundum flokksins. Landsbyggðarsjónarmið móta því alla stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þetta misvægi í skipun landsfundarfulltrúa nemur 100% því að baki hverjum höfuðborgarfulltrúa eru 50 kjósendur en 25 að baki hverjum landsbyggðarfulltrúa. Þetta skýrir undarlega stefnu flokksins í mörgum mikilvægum málum. Samverkandi neikvæð áhrif þessa tvíþætta misvægis eru líklega meiri en sjálfstæðiskjósendur í höfuðborginni gera sér grein fyrir. Þeir ættu því að hugsa sinn gang næst þegar þeir kjósa. Líklega eru önnur hefðbundin landsframboð („fjórflokkurinn“) haldin ámóta kerfisskekkju en að fenginni langri reynslu er vitað að vegna misvægis atkvæða í alþingiskosningum eru öll landsframboð sjálfkrafa hallari undir landsbyggðarsjónarmið en borgarsjónarmið þegar slík sjónarmið skarast. Á lýðveldistímanum hafa landsbyggðarþingmenn of oft misbeitt valdi misvægisins gegn borgarsamfélaginu til tjóns fyrir alla landsmenn. Á sama tíma hefur landsbyggðin farið sér að voða þrátt fyrir að „njóta ávaxtanna“ af misvægi atkvæða, af flugvelli í Vatnsmýri, af kerfisskekkju í Sjálfstæðisflokki og öðrum fjórflokkum og af óheftu kjördæmapoti í lykilnefndum Alþingis. Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 voru tillögur stjórnlagaráðs um stjórnarskrárbreytingar í lýðræðisátt samþykktar með afgerandi meirihluta atkvæða á landsvísu. Landsbyggðarkjördæmin skáru sig hins vegar úr vegna minni kjörsóknar en einkum vegna andstöðu gegn því að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt. Hérlendis eru því líklega djúp skil á milli landsbyggðar og borgarsamfélags í stjórnmálum og menningu áþekk skilum sem eru alkunn í mörgum Evrópuríkjum, í Bandaríkjunum og víðar. Barátta frjálslyndra og víðsýnna afla borgarsamfélagsins fyrir bættum stjórnarháttum og auknu lýðræði á Íslandi var löngum erfið. Hún er það enn og verður eflaust um sinn: Að heimta einhvern réttlætisspón úr aski misvægisaflanna á landsbyggðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar