Íslenskt lýðræði, hvað er nú það? Örn Sigurðsson skrifar 8. september 2016 07:00 Í skugga misvægis atkvæða fara talsmenn Vatnsmýrarflugvallar nú hamförum í fjölmiðlum og á Alþingi í aðdraganda haustkosninga til að slá pólitískar keilur. Þeir gera atlögu að víðtækum almannahagsmunum til þess eins að bæta stöðu sína og flokka sinna. Athygli vekur framganga fyrrum forsætisráðherra og samgönguráðherra. Jafn aðgangur að valdinu, sem mótar örlög borgaranna, er grundvöllur lýðræðissamfélaga. Misvægi atkvæða í þingkosningum er meira hér en þekkist í öðrum vestrænum ríkjum og hallar mjög á meirihluta kjósenda á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðing misvægisins er kerfisbundinn skekkjuvaldur í starfsemi Alþingis. Á lýðveldistímanum hefur kerfisgallinn kostað jafngildi tugþúsunda milljarða króna vegna óhefts kjördæmapots og annarrar misbeitingar þessa valds. Misvægið er brot á mannréttindum höfuðborgarbúa, sem eru hálfdrættingar á við landsbyggðarbúa. Misvægið er um 100% en var a.m.k. 300% við upphaf lýðveldistímans. ÖSE og Feneyjanefndin hafa árangurslaust bent íslenskum stjórnvöldum á að lýðræðishallinn gangi gegn anda íslenskra og alþjóðalaga og reglna um réttlæti og almannahag. En íslenskt lýðræði á sér fleiri skuggahliðar. Misvægi er innbyggt og kerfisbundið í Sjálfstæðisflokknum sem á 860 mánaða lýðveldistíma hefur setið í ríkisstjórnum í 690 mánuði (80% tímabilsins) og átt forsætisráðherra í 490 mánuði (57% lýðveldistímans). Á sama tímabili hefur flokkurinn stjórnað Reykjavíkurborg í 52 af 72 árum (72% tímans). Mikilvægt er að slíkt valdabákn sé lýðræðislegt. Og fljótt á litið virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera það. Landsfundur annað hvert ár mótar stefnuna og ákvarðanir landsfundar eru bindandi fyrir ríkisstjórnir, þingmenn og borgarfulltrúa. Í skipulagsreglum á vef Sjálfstæðisflokksins segir: „Landsfundur skal í aðalatriðum skipaður í samræmi við tölu sjálfstæðiskjósenda í kjördæmum landsins … hvert kjördæmi fái þrjá fulltrúa fyrir hverja 200 kjósendur flokksins og hvert sjálfstæðisfélag fái þrjá fulltrúa …“ Þessar skipulagsreglur ættu að tryggja jöfnuð í Sjálfstæðisflokknum en landsbyggðarmenn hafa fundið ráð við þessu því á meðan sjálfstæðisfélög á höfuðborgarsvæðinu eru einungis 37 eru félögin í landsbyggðarkjördæmunum þremur orðin 129. Þannig hefur landsbyggðin 25 landsfundarfulltrúa umfram höfuðborgarsvæðið áður en leiðrétt er fyrir auknum fjölda meðlima í fjölmennari félögum; einn fulltrúi bætist jú við fyrir hverja 200 fullgilda félaga.Skýrir undarlega stefnu Að lokinni leiðréttingu hafa landsbyggðarkjördæmin enn hreinan meirihluta á landsfundum flokksins. Landsbyggðarsjónarmið móta því alla stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þetta misvægi í skipun landsfundarfulltrúa nemur 100% því að baki hverjum höfuðborgarfulltrúa eru 50 kjósendur en 25 að baki hverjum landsbyggðarfulltrúa. Þetta skýrir undarlega stefnu flokksins í mörgum mikilvægum málum. Samverkandi neikvæð áhrif þessa tvíþætta misvægis eru líklega meiri en sjálfstæðiskjósendur í höfuðborginni gera sér grein fyrir. Þeir ættu því að hugsa sinn gang næst þegar þeir kjósa. Líklega eru önnur hefðbundin landsframboð („fjórflokkurinn“) haldin ámóta kerfisskekkju en að fenginni langri reynslu er vitað að vegna misvægis atkvæða í alþingiskosningum eru öll landsframboð sjálfkrafa hallari undir landsbyggðarsjónarmið en borgarsjónarmið þegar slík sjónarmið skarast. Á lýðveldistímanum hafa landsbyggðarþingmenn of oft misbeitt valdi misvægisins gegn borgarsamfélaginu til tjóns fyrir alla landsmenn. Á sama tíma hefur landsbyggðin farið sér að voða þrátt fyrir að „njóta ávaxtanna“ af misvægi atkvæða, af flugvelli í Vatnsmýri, af kerfisskekkju í Sjálfstæðisflokki og öðrum fjórflokkum og af óheftu kjördæmapoti í lykilnefndum Alþingis. Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 voru tillögur stjórnlagaráðs um stjórnarskrárbreytingar í lýðræðisátt samþykktar með afgerandi meirihluta atkvæða á landsvísu. Landsbyggðarkjördæmin skáru sig hins vegar úr vegna minni kjörsóknar en einkum vegna andstöðu gegn því að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt. Hérlendis eru því líklega djúp skil á milli landsbyggðar og borgarsamfélags í stjórnmálum og menningu áþekk skilum sem eru alkunn í mörgum Evrópuríkjum, í Bandaríkjunum og víðar. Barátta frjálslyndra og víðsýnna afla borgarsamfélagsins fyrir bættum stjórnarháttum og auknu lýðræði á Íslandi var löngum erfið. Hún er það enn og verður eflaust um sinn: Að heimta einhvern réttlætisspón úr aski misvægisaflanna á landsbyggðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í skugga misvægis atkvæða fara talsmenn Vatnsmýrarflugvallar nú hamförum í fjölmiðlum og á Alþingi í aðdraganda haustkosninga til að slá pólitískar keilur. Þeir gera atlögu að víðtækum almannahagsmunum til þess eins að bæta stöðu sína og flokka sinna. Athygli vekur framganga fyrrum forsætisráðherra og samgönguráðherra. Jafn aðgangur að valdinu, sem mótar örlög borgaranna, er grundvöllur lýðræðissamfélaga. Misvægi atkvæða í þingkosningum er meira hér en þekkist í öðrum vestrænum ríkjum og hallar mjög á meirihluta kjósenda á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðing misvægisins er kerfisbundinn skekkjuvaldur í starfsemi Alþingis. Á lýðveldistímanum hefur kerfisgallinn kostað jafngildi tugþúsunda milljarða króna vegna óhefts kjördæmapots og annarrar misbeitingar þessa valds. Misvægið er brot á mannréttindum höfuðborgarbúa, sem eru hálfdrættingar á við landsbyggðarbúa. Misvægið er um 100% en var a.m.k. 300% við upphaf lýðveldistímans. ÖSE og Feneyjanefndin hafa árangurslaust bent íslenskum stjórnvöldum á að lýðræðishallinn gangi gegn anda íslenskra og alþjóðalaga og reglna um réttlæti og almannahag. En íslenskt lýðræði á sér fleiri skuggahliðar. Misvægi er innbyggt og kerfisbundið í Sjálfstæðisflokknum sem á 860 mánaða lýðveldistíma hefur setið í ríkisstjórnum í 690 mánuði (80% tímabilsins) og átt forsætisráðherra í 490 mánuði (57% lýðveldistímans). Á sama tímabili hefur flokkurinn stjórnað Reykjavíkurborg í 52 af 72 árum (72% tímans). Mikilvægt er að slíkt valdabákn sé lýðræðislegt. Og fljótt á litið virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera það. Landsfundur annað hvert ár mótar stefnuna og ákvarðanir landsfundar eru bindandi fyrir ríkisstjórnir, þingmenn og borgarfulltrúa. Í skipulagsreglum á vef Sjálfstæðisflokksins segir: „Landsfundur skal í aðalatriðum skipaður í samræmi við tölu sjálfstæðiskjósenda í kjördæmum landsins … hvert kjördæmi fái þrjá fulltrúa fyrir hverja 200 kjósendur flokksins og hvert sjálfstæðisfélag fái þrjá fulltrúa …“ Þessar skipulagsreglur ættu að tryggja jöfnuð í Sjálfstæðisflokknum en landsbyggðarmenn hafa fundið ráð við þessu því á meðan sjálfstæðisfélög á höfuðborgarsvæðinu eru einungis 37 eru félögin í landsbyggðarkjördæmunum þremur orðin 129. Þannig hefur landsbyggðin 25 landsfundarfulltrúa umfram höfuðborgarsvæðið áður en leiðrétt er fyrir auknum fjölda meðlima í fjölmennari félögum; einn fulltrúi bætist jú við fyrir hverja 200 fullgilda félaga.Skýrir undarlega stefnu Að lokinni leiðréttingu hafa landsbyggðarkjördæmin enn hreinan meirihluta á landsfundum flokksins. Landsbyggðarsjónarmið móta því alla stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þetta misvægi í skipun landsfundarfulltrúa nemur 100% því að baki hverjum höfuðborgarfulltrúa eru 50 kjósendur en 25 að baki hverjum landsbyggðarfulltrúa. Þetta skýrir undarlega stefnu flokksins í mörgum mikilvægum málum. Samverkandi neikvæð áhrif þessa tvíþætta misvægis eru líklega meiri en sjálfstæðiskjósendur í höfuðborginni gera sér grein fyrir. Þeir ættu því að hugsa sinn gang næst þegar þeir kjósa. Líklega eru önnur hefðbundin landsframboð („fjórflokkurinn“) haldin ámóta kerfisskekkju en að fenginni langri reynslu er vitað að vegna misvægis atkvæða í alþingiskosningum eru öll landsframboð sjálfkrafa hallari undir landsbyggðarsjónarmið en borgarsjónarmið þegar slík sjónarmið skarast. Á lýðveldistímanum hafa landsbyggðarþingmenn of oft misbeitt valdi misvægisins gegn borgarsamfélaginu til tjóns fyrir alla landsmenn. Á sama tíma hefur landsbyggðin farið sér að voða þrátt fyrir að „njóta ávaxtanna“ af misvægi atkvæða, af flugvelli í Vatnsmýri, af kerfisskekkju í Sjálfstæðisflokki og öðrum fjórflokkum og af óheftu kjördæmapoti í lykilnefndum Alþingis. Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 voru tillögur stjórnlagaráðs um stjórnarskrárbreytingar í lýðræðisátt samþykktar með afgerandi meirihluta atkvæða á landsvísu. Landsbyggðarkjördæmin skáru sig hins vegar úr vegna minni kjörsóknar en einkum vegna andstöðu gegn því að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt. Hérlendis eru því líklega djúp skil á milli landsbyggðar og borgarsamfélags í stjórnmálum og menningu áþekk skilum sem eru alkunn í mörgum Evrópuríkjum, í Bandaríkjunum og víðar. Barátta frjálslyndra og víðsýnna afla borgarsamfélagsins fyrir bættum stjórnarháttum og auknu lýðræði á Íslandi var löngum erfið. Hún er það enn og verður eflaust um sinn: Að heimta einhvern réttlætisspón úr aski misvægisaflanna á landsbyggðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar