Líður þér vel í vinnunni? Sérfræðingar í sálfélagslegri vinnuvernd skrifar 9. september 2016 07:00 Hefur þú spurt þig þessarar spurningar nýlega? Ef ekki þá ættir þú að gera það því mikilvægt er fyrir þig og vinnustað þinn að líðan þín sé góð og starfshæfni þín þar af leiðandi líka. Komið hefur í ljós í rannsóknum að öll starfsemi vinnustaðar, samveran, samskiptin, þau viðhorf og skoðanir sem þar eru látin í ljós, stjórnunarstíll og upplifun hvers og eins, hefur víðtæk áhrif á heilsu starfsmanna. Til dæmis sýndi sænsk rannsókn fram á að starfsfólk sem hafði mikla trú á yfirmanni sínum var í minni hættu á að fá hjartaáfall en aðrir starfsmenn. Gott samstarf starfsmanna og yfirmanna leggur grunn að góðri sálfélagslegri vinnuvernd. Bætt þekking á samspili starfsumhverfis og heilsu veitir tækifæri til áhrifaríkari forvarna og stuðlar að því að hver starfsmaður geti blómstrað og leggi sem mest og best til starfseminnar. Því er mikilvægt að kanna reglulega líðan og viðhorf starfsmanna og vinnuaðstæður þeirra. Slíkt þarf að vera hluti af venjulegri starfsemi vinnustaðarins. Nýta má þær upplýsingar til að gera forvarnaáætlanir og þróa og bæta vinnuumhverfi og aðstæður á kerfisbundinn hátt. Þá er um að ræða virka sálfélagslega vinnuvernd sem tekið er mið af á skipulagsfundum og við stefnumarkandi ákvarðanir. Lög um vinnuvernd ásamt reglugerð kveða á um ábyrgð vinnuveitanda og stjórnenda og mikilvægt er að þeir og sérstaklega mannauðsstjórar fái fræðslu, leiðbeiningar og stuðning um sálfélagslega vinnuvernd. Nýjar og áhugaverðar aðferðir hafa verið þróaðar á sviði heilsusamlegs starfsumhverfis og heilsueflandi stjórnunar. Slíkar aðferðir beinast að því að þjálfa stjórnendur og mannauðsstjóra í stjórnunarstíl og aðferðum sem vitað er að bæta líðan og heilsu.Gott sálfélagslegt starfsumhverfi Þættir sem skipta miklu máli til að skapa hollt og gott sálfélagslegt starfsumhverfi eru m.a. samstarf stjórnenda og starfsmanna, skýrt skipulag og vel skilgreind verksvið, styrk stjórnun, stöðug þróun, nýsköpun og nýráðningar. Einnig skiptir miklu máli að greina álagsþætti og að skipuleggja streituvarnir. Ef álagsþættir felast í vaktavinnu, sem vitað er að getur haft meiri neikvæð áhrif á heilsu, þarf að bjóða þeim starfsmönnum sérhæft eftirlit með heilsu, fræðslu og stuðning. Við mestu álagsstörfin getur verið skynsamlegt og áhrifaríkt að bjóða faglega leiðsögn fyrir einstaklinga eða hópa. Álagsþættir geta verið lúmskir og breytilegir. Rekstur fyrirtækja tekur breytingum, miklar kröfur eru gerðar um hraða í þjónustu og samskiptum. Samskiptatæknin verður sífellt flóknari og oft þarf að hafa samskipti á öðrum tungumálum við erlenda aðila og í vaxandi fjölmenningu samfélags okkar. Eftir að sálfélagslegt áhættumat hefur verið unnið nýtast upplýsingar sem þar koma fram til að gera forvarnaáætlanir sem tryggja sem best öruggt starfsumhverfi og góða líðan. Forvarnaáætlanir eiga einnig að innihalda viðbragðsáætlun sem unnið er eftir ef grunur vaknar um einelti. Aukinn kostnaður getur skapast við rekstur fyrirtækja ef starfsumhverfi er lélegt og sálfélagslegri vinnuvernd er ekki sinnt. Veikindafjarvera er oftast vegna streitutengdra vandamála eða heilsubrests. Nýjar erlendar rannsóknir benda til að svokölluð veikindanærvera valdi ekki síður kostnaðarauka. Veikindanærvera er þegar starfsmaður er orðinn illa haldinn af streitueinkennum en mætir samt til vinnu. Í slíku ástandi er um að ræða skerðingu á minni, einbeitingu og andlegu úthaldi ásamt stöðugri þreytu sem bitnar á vinnugetu, framleiðni og samskiptum og eykur slysahættu. Svarið við spurningunni í upphafi þessarar greinar ætti að vera: Já, þér á að líða vel í vinnunni. Ef svo er ekki þarf að bæta úr því. Á vinnustað þínum eiga að vera aðgengilegar leiðbeiningar eða áætlun um hvernig þú getur fengið aðstoð. Jafnframt ert þú hluti af starfsumhverfi vinnustaðarins og berð því líka ábyrgð á að bregðast við ef eitthvað er að hjá öðrum. Gott er að hugleiða: Hvað gerum við vel? Hvað getum við gert enn betur? Ólafur Þór Ævarsson Ph.D., geðlæknir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir M.S. í vinnusálfræði Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir Ph.D., félagsráðgjafi Svava Jónsdóttir MBA, ráðgjafi í vinnuvernd Björg Sigríður Hermannsdóttir Ph.D., ráðgjafarsálfræðingurHöfundar eru sérfæðingar í sálfélagslegri vinnuvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hefur þú spurt þig þessarar spurningar nýlega? Ef ekki þá ættir þú að gera það því mikilvægt er fyrir þig og vinnustað þinn að líðan þín sé góð og starfshæfni þín þar af leiðandi líka. Komið hefur í ljós í rannsóknum að öll starfsemi vinnustaðar, samveran, samskiptin, þau viðhorf og skoðanir sem þar eru látin í ljós, stjórnunarstíll og upplifun hvers og eins, hefur víðtæk áhrif á heilsu starfsmanna. Til dæmis sýndi sænsk rannsókn fram á að starfsfólk sem hafði mikla trú á yfirmanni sínum var í minni hættu á að fá hjartaáfall en aðrir starfsmenn. Gott samstarf starfsmanna og yfirmanna leggur grunn að góðri sálfélagslegri vinnuvernd. Bætt þekking á samspili starfsumhverfis og heilsu veitir tækifæri til áhrifaríkari forvarna og stuðlar að því að hver starfsmaður geti blómstrað og leggi sem mest og best til starfseminnar. Því er mikilvægt að kanna reglulega líðan og viðhorf starfsmanna og vinnuaðstæður þeirra. Slíkt þarf að vera hluti af venjulegri starfsemi vinnustaðarins. Nýta má þær upplýsingar til að gera forvarnaáætlanir og þróa og bæta vinnuumhverfi og aðstæður á kerfisbundinn hátt. Þá er um að ræða virka sálfélagslega vinnuvernd sem tekið er mið af á skipulagsfundum og við stefnumarkandi ákvarðanir. Lög um vinnuvernd ásamt reglugerð kveða á um ábyrgð vinnuveitanda og stjórnenda og mikilvægt er að þeir og sérstaklega mannauðsstjórar fái fræðslu, leiðbeiningar og stuðning um sálfélagslega vinnuvernd. Nýjar og áhugaverðar aðferðir hafa verið þróaðar á sviði heilsusamlegs starfsumhverfis og heilsueflandi stjórnunar. Slíkar aðferðir beinast að því að þjálfa stjórnendur og mannauðsstjóra í stjórnunarstíl og aðferðum sem vitað er að bæta líðan og heilsu.Gott sálfélagslegt starfsumhverfi Þættir sem skipta miklu máli til að skapa hollt og gott sálfélagslegt starfsumhverfi eru m.a. samstarf stjórnenda og starfsmanna, skýrt skipulag og vel skilgreind verksvið, styrk stjórnun, stöðug þróun, nýsköpun og nýráðningar. Einnig skiptir miklu máli að greina álagsþætti og að skipuleggja streituvarnir. Ef álagsþættir felast í vaktavinnu, sem vitað er að getur haft meiri neikvæð áhrif á heilsu, þarf að bjóða þeim starfsmönnum sérhæft eftirlit með heilsu, fræðslu og stuðning. Við mestu álagsstörfin getur verið skynsamlegt og áhrifaríkt að bjóða faglega leiðsögn fyrir einstaklinga eða hópa. Álagsþættir geta verið lúmskir og breytilegir. Rekstur fyrirtækja tekur breytingum, miklar kröfur eru gerðar um hraða í þjónustu og samskiptum. Samskiptatæknin verður sífellt flóknari og oft þarf að hafa samskipti á öðrum tungumálum við erlenda aðila og í vaxandi fjölmenningu samfélags okkar. Eftir að sálfélagslegt áhættumat hefur verið unnið nýtast upplýsingar sem þar koma fram til að gera forvarnaáætlanir sem tryggja sem best öruggt starfsumhverfi og góða líðan. Forvarnaáætlanir eiga einnig að innihalda viðbragðsáætlun sem unnið er eftir ef grunur vaknar um einelti. Aukinn kostnaður getur skapast við rekstur fyrirtækja ef starfsumhverfi er lélegt og sálfélagslegri vinnuvernd er ekki sinnt. Veikindafjarvera er oftast vegna streitutengdra vandamála eða heilsubrests. Nýjar erlendar rannsóknir benda til að svokölluð veikindanærvera valdi ekki síður kostnaðarauka. Veikindanærvera er þegar starfsmaður er orðinn illa haldinn af streitueinkennum en mætir samt til vinnu. Í slíku ástandi er um að ræða skerðingu á minni, einbeitingu og andlegu úthaldi ásamt stöðugri þreytu sem bitnar á vinnugetu, framleiðni og samskiptum og eykur slysahættu. Svarið við spurningunni í upphafi þessarar greinar ætti að vera: Já, þér á að líða vel í vinnunni. Ef svo er ekki þarf að bæta úr því. Á vinnustað þínum eiga að vera aðgengilegar leiðbeiningar eða áætlun um hvernig þú getur fengið aðstoð. Jafnframt ert þú hluti af starfsumhverfi vinnustaðarins og berð því líka ábyrgð á að bregðast við ef eitthvað er að hjá öðrum. Gott er að hugleiða: Hvað gerum við vel? Hvað getum við gert enn betur? Ólafur Þór Ævarsson Ph.D., geðlæknir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir M.S. í vinnusálfræði Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir Ph.D., félagsráðgjafi Svava Jónsdóttir MBA, ráðgjafi í vinnuvernd Björg Sigríður Hermannsdóttir Ph.D., ráðgjafarsálfræðingurHöfundar eru sérfæðingar í sálfélagslegri vinnuvernd.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar