Siðferðilegur vísdómur frá Færeyjum Daniel W. Bromley skrifar 9. september 2016 07:00 Í blaðagrein hér í Fréttablaðinu fyrir skömmu vék Jón Steinsson hagfræðingur að róttækri stefnu sem frændþjóð Íslendinga í suðaustri hefur nú hrint í framkvæmd og varðar umbætur og nýskipan í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Færeyingar munu framvegis bjóða upp fiskinn sem hingað til hefur verið gefinn. Greinarskrif Jóns eru studd fremur almennum hagfræðilegum rökum – báðir erum við hagfræðingar – en hvað sem því líður þá grundvallast sérhverjar röksemdir í þessum efnum óhjákvæmilega á siðferðisafstöðu höfundar. Hver á fiskinn í efnahagslögsögu Íslands? Svarið við þessari mikilvægu spurningu má finna í niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 um hvort leggja ætti tillögur stjórnlagaráðsins til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þessa tillögu studdu 67% kjósenda. Til viðbótar var spurt um nokkur tiltekin álitaefni – og helsta ber að nefna í þessu samhengi 34. greinina sem kallaði eftir þjóðareign á náttúruauðlindum. Þetta ákvæði hlaut stuðning 83% kjósenda. Fólkið í landinu hafði sagt hug sinn. Lítilli nefnd var síðan gefinn kostur á að breyta því orðalagi sem samþykkt var af kjósendum. Þessi einkennilega framkvæmd gat af sér tvær gerólíkar gerðir 34. greinar stjórnlagaráðs um ráðstöfun náttúruauðlinda. Ákvæðið sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu var svohljóðandi: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar.“ Þegar nokkrir vel valdir lögfræðingar höfðu lokið handavinnu sinni leit ákvæðið hins vegar svona út: „Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign.“ Með öðrum orðum, þar sem áður stóð „…sem ekki eru í einkaeigu?…“ umskapaðist orðfærið í lagaflóka og hljóðar þannig breytt „…sem ekki eru háð einkaeignarrétti?…“ Hvers vegna taldi einhver heppilegt að bregða út af því orðfæri sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda las og samþykkti? Hvað merkir það að náttúruauðlind sé ‘ekki háð’ einkaeignarrétti? Við þessum spurningum er aðeins eitt svar – með vísvitandi ummyndun á orðalagi fýsti menn að stuðla að þeim skilningi að eftir þriggja áratuga svo til endurgjaldslausa veiði í kerfi þar sem aflaheimildir eru framseljanlegar, þá séu fiskistofnar í efnahagslögsögu Íslands ekki „sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar“ heldur „háð[ir] einkaeignarrétti“. Það er að segja, fiskveiðar eru háðar einkaeign (fiskiskipaflotinn). Eins og hendi (og penna) nokkurra lögfræðinga væri veifað var skyndilega girt fyrir þann möguleika að fiskurinn í sérefnahagslögsögu Íslands gæti talist til „sameiginleg[rar] og ævarandi eign[ar] þjóðarinnar.”Heillavænlegar umbætur Aftur á móti hafa Færeyingar, í áþreifanlegri mótsögn við þróun mála á Íslandi, haft forgöngu um heillavænlegar umbætur og þannig birt skarpa siðferðilega sýn í fiskveiðistjórnun. Ég leyfi mér að vitna í skjöl stjórnvalda til að miðla nokkrum leiðarstefjum í þessum umbótum:1. Lifandi sjávarauðlindir í færeyskri landhelgi, hvort sem nýting þeirra grundvallast á alþjóðasamningum eða tvíhliðasamningum við önnur ríki, eru eign færeysku þjóðarinnar. Þær eru varanlegur grundvöllur færeyska efnahagskerfisins og velferðar færeysku þjóðarinnar.2. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að skapa verðmæti og hagnað úr slíkum lifandi auðlindum fyrir skipaeigendur, áhafnir, verksmiðjur, fyrirtæki, starfsmenn, þjónustuaðila og samfélagið í heild.3. Að teknu tilliti til þessara sjónarmiða, eru stjórnvöld skuldbundin til að hámarka þá auðlindarentu sem fæst fyrir úthlutun veiðiheimilda, og til að tryggja að sem stærstur hluti rentunnar skili sér til færeysku þjóðarinnar.4. Stjórnvöld munu greiða fyrir uppbyggingu sjávarútvegs og markaðstengingu veiða, þar sem frelsi er aukið í atvinnugreininni og staðinn er vörður um samkeppnisskilyrði.5. Stjórnvöld eru skuldbundin til að tryggja opið aðgengi að viðskiptatækifærum í sjávarútvegi þannig að þau séu ekki einskorðuð við fáeina lánsama aðila. Þessi meginregla gildir um almenn fyrirtæki jafnt sem hefðbundnar sjávarbyggðir. Til að ná þessum markmiðum ætla stjórnvöld að leysa af hólmi hina viðteknu venju að aðgengi að nytjastofnum sé háð pólitískri veitingu, en bjóða þess í stað veiðiheimildirnar upp. Slík markaðstengd úthlutun mun takmarka þann hluta af leyfðum heildarafla sem nokkurt eitt fiskvinnslufyrirtæki getur eignast. Veiðileyfum verður úthlutað til tiltekins tíma (kannski til 10 ára) og nýliðum verður tryggt tækifæri til að keppa um kaup á tímabundnum leyfum. Líkt og Jón Steinsson bendir á hafa fyrstu uppboðin þegar skapað ágæta auðlindarentu fyrir færeysku þjóðina. Og það er von á meiru. Ég miðla þessum siðferðilega vísdómi frá Færeyjum til íslensku þjóðarinnar til að minna hana á að margar góðar hugmyndir fyrirfinnast í veröldinni. Það sem meira er um vert, bestu hugmyndirnar berast okkur einatt úr óvæntum áttum.Höfundur hefur starfað sem ráðgjafi Færeyja við stefnumótun í fiskveiðimálum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í blaðagrein hér í Fréttablaðinu fyrir skömmu vék Jón Steinsson hagfræðingur að róttækri stefnu sem frændþjóð Íslendinga í suðaustri hefur nú hrint í framkvæmd og varðar umbætur og nýskipan í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Færeyingar munu framvegis bjóða upp fiskinn sem hingað til hefur verið gefinn. Greinarskrif Jóns eru studd fremur almennum hagfræðilegum rökum – báðir erum við hagfræðingar – en hvað sem því líður þá grundvallast sérhverjar röksemdir í þessum efnum óhjákvæmilega á siðferðisafstöðu höfundar. Hver á fiskinn í efnahagslögsögu Íslands? Svarið við þessari mikilvægu spurningu má finna í niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 um hvort leggja ætti tillögur stjórnlagaráðsins til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þessa tillögu studdu 67% kjósenda. Til viðbótar var spurt um nokkur tiltekin álitaefni – og helsta ber að nefna í þessu samhengi 34. greinina sem kallaði eftir þjóðareign á náttúruauðlindum. Þetta ákvæði hlaut stuðning 83% kjósenda. Fólkið í landinu hafði sagt hug sinn. Lítilli nefnd var síðan gefinn kostur á að breyta því orðalagi sem samþykkt var af kjósendum. Þessi einkennilega framkvæmd gat af sér tvær gerólíkar gerðir 34. greinar stjórnlagaráðs um ráðstöfun náttúruauðlinda. Ákvæðið sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu var svohljóðandi: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar.“ Þegar nokkrir vel valdir lögfræðingar höfðu lokið handavinnu sinni leit ákvæðið hins vegar svona út: „Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign.“ Með öðrum orðum, þar sem áður stóð „…sem ekki eru í einkaeigu?…“ umskapaðist orðfærið í lagaflóka og hljóðar þannig breytt „…sem ekki eru háð einkaeignarrétti?…“ Hvers vegna taldi einhver heppilegt að bregða út af því orðfæri sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda las og samþykkti? Hvað merkir það að náttúruauðlind sé ‘ekki háð’ einkaeignarrétti? Við þessum spurningum er aðeins eitt svar – með vísvitandi ummyndun á orðalagi fýsti menn að stuðla að þeim skilningi að eftir þriggja áratuga svo til endurgjaldslausa veiði í kerfi þar sem aflaheimildir eru framseljanlegar, þá séu fiskistofnar í efnahagslögsögu Íslands ekki „sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar“ heldur „háð[ir] einkaeignarrétti“. Það er að segja, fiskveiðar eru háðar einkaeign (fiskiskipaflotinn). Eins og hendi (og penna) nokkurra lögfræðinga væri veifað var skyndilega girt fyrir þann möguleika að fiskurinn í sérefnahagslögsögu Íslands gæti talist til „sameiginleg[rar] og ævarandi eign[ar] þjóðarinnar.”Heillavænlegar umbætur Aftur á móti hafa Færeyingar, í áþreifanlegri mótsögn við þróun mála á Íslandi, haft forgöngu um heillavænlegar umbætur og þannig birt skarpa siðferðilega sýn í fiskveiðistjórnun. Ég leyfi mér að vitna í skjöl stjórnvalda til að miðla nokkrum leiðarstefjum í þessum umbótum:1. Lifandi sjávarauðlindir í færeyskri landhelgi, hvort sem nýting þeirra grundvallast á alþjóðasamningum eða tvíhliðasamningum við önnur ríki, eru eign færeysku þjóðarinnar. Þær eru varanlegur grundvöllur færeyska efnahagskerfisins og velferðar færeysku þjóðarinnar.2. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að skapa verðmæti og hagnað úr slíkum lifandi auðlindum fyrir skipaeigendur, áhafnir, verksmiðjur, fyrirtæki, starfsmenn, þjónustuaðila og samfélagið í heild.3. Að teknu tilliti til þessara sjónarmiða, eru stjórnvöld skuldbundin til að hámarka þá auðlindarentu sem fæst fyrir úthlutun veiðiheimilda, og til að tryggja að sem stærstur hluti rentunnar skili sér til færeysku þjóðarinnar.4. Stjórnvöld munu greiða fyrir uppbyggingu sjávarútvegs og markaðstengingu veiða, þar sem frelsi er aukið í atvinnugreininni og staðinn er vörður um samkeppnisskilyrði.5. Stjórnvöld eru skuldbundin til að tryggja opið aðgengi að viðskiptatækifærum í sjávarútvegi þannig að þau séu ekki einskorðuð við fáeina lánsama aðila. Þessi meginregla gildir um almenn fyrirtæki jafnt sem hefðbundnar sjávarbyggðir. Til að ná þessum markmiðum ætla stjórnvöld að leysa af hólmi hina viðteknu venju að aðgengi að nytjastofnum sé háð pólitískri veitingu, en bjóða þess í stað veiðiheimildirnar upp. Slík markaðstengd úthlutun mun takmarka þann hluta af leyfðum heildarafla sem nokkurt eitt fiskvinnslufyrirtæki getur eignast. Veiðileyfum verður úthlutað til tiltekins tíma (kannski til 10 ára) og nýliðum verður tryggt tækifæri til að keppa um kaup á tímabundnum leyfum. Líkt og Jón Steinsson bendir á hafa fyrstu uppboðin þegar skapað ágæta auðlindarentu fyrir færeysku þjóðina. Og það er von á meiru. Ég miðla þessum siðferðilega vísdómi frá Færeyjum til íslensku þjóðarinnar til að minna hana á að margar góðar hugmyndir fyrirfinnast í veröldinni. Það sem meira er um vert, bestu hugmyndirnar berast okkur einatt úr óvæntum áttum.Höfundur hefur starfað sem ráðgjafi Færeyja við stefnumótun í fiskveiðimálum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun