Heil brú í Miðbænum Benóný Ægisson skrifar 9. september 2016 10:43 Í nóvember 2014 var félagsmiðstöðin Spennistöðin opnuð í miðborginni. Hún er í gamalli spennistöð Orkuveitunnar sem stendur við hlið Austurbæjarskóla og er fyrsta félagsmiðstöð miðbæjarins sem innréttuð er sérstaklega til þessa brúks þó svo félagsmiðstöðvar hafi verið byggðar í öðrum hverfum í meira en 40 ár. Það kostaði áralanga baráttu íbúa hverfisins að fá þessa félagsmiðstöð og því mikil hamingja með hana og hún er vel nýtt. Spennistöðin er ólík öðrum félagsmiðstöðvum að því leyti að hún er ekki eingöngu ætluð unglingum heldur er hún líka félags og menningarmiðstöð allra íbúa miðborgarinnar og fjölnotarými fyrir Austurbæjarskóla. Húsráð stýrir Spennistöðinni og er það skipað fulltrúum frá öllum notendum hennar, Íbúasamtökum Miðborgar, Austurbæjarskóla, foreldrafélagi skólans, frístundamiðstöðinni Kampi, félagsmiðstöðinni 100og1, unglingum og ungmennum. Verkefninu Heil brú er hleypt af stokkunum til að tengja saman alla notendur Spennistöðvarinnar og eru einkunnarorð þess: Sköpum, ræðum og leikum okkur saman. Markmiðið með verkefninu er að bæta hverfisandann og samheldnina í hverfinu og er það er gert með því að halda smiðjur og málþing annan hvern laugardag í Spennistöðinni og þær eru ætlaðar öllum íbúum í miðborginni, óháð aldri, uppruna og skoðunum. Við hefjum leik með því að leika okkur saman laugardaginn 10. september kl. 13-15 en þá munu nemar á 3. ári í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands stjórna leikjum. Þetta er eitthvað fyrir alla, konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla; ef veður er gott verðum við úti en ef það er vont inni í hinni rúmgóðu Spennistöð. Boðið verður upp á kaffi og saft og eru íbúar hvattir til að mæta með eitthvað smáræði ef þeir hafa tök á því. Laugardaginn 24. september ætlum við að ræða sambýlið við ferðaþjónustuna á málþingi um miðborgina þar sem íbúarnir hafa orðið en einnig fáum við góða gesti. Þann 8. október mun blúsfrömuðurinn Halldór Bragason, íbúi og fyrrum nemendi í Austurbæjarskóla leiða blússmiðju þar sem fólk, fullorðnir,ungmenni og börn, mætir með hljóðfærin sín og blúsar eins og það mögulega getur. Ýmsar aðrar smiðjur og uppákomur eru svo á döfinni annan hvern laugadag til áramóta. Forvarnarsjóður Reykjavíkurborgar styrkti verkefnið og smiðjurnar verða öllum opnar og að kostnaðarlausu. Ef íbúar í miðbænum eru með hugmynd að smiðju þar sem við getum rætt, skapað og leikið okkur og öll fjölskyldan er velkomin þá sendið okkur endilega skilaboð í gegnum FB síðuna „Spennistöðin” eða á netfang Íbúasamtakanna midbaerinn@midbaerinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nóvember 2014 var félagsmiðstöðin Spennistöðin opnuð í miðborginni. Hún er í gamalli spennistöð Orkuveitunnar sem stendur við hlið Austurbæjarskóla og er fyrsta félagsmiðstöð miðbæjarins sem innréttuð er sérstaklega til þessa brúks þó svo félagsmiðstöðvar hafi verið byggðar í öðrum hverfum í meira en 40 ár. Það kostaði áralanga baráttu íbúa hverfisins að fá þessa félagsmiðstöð og því mikil hamingja með hana og hún er vel nýtt. Spennistöðin er ólík öðrum félagsmiðstöðvum að því leyti að hún er ekki eingöngu ætluð unglingum heldur er hún líka félags og menningarmiðstöð allra íbúa miðborgarinnar og fjölnotarými fyrir Austurbæjarskóla. Húsráð stýrir Spennistöðinni og er það skipað fulltrúum frá öllum notendum hennar, Íbúasamtökum Miðborgar, Austurbæjarskóla, foreldrafélagi skólans, frístundamiðstöðinni Kampi, félagsmiðstöðinni 100og1, unglingum og ungmennum. Verkefninu Heil brú er hleypt af stokkunum til að tengja saman alla notendur Spennistöðvarinnar og eru einkunnarorð þess: Sköpum, ræðum og leikum okkur saman. Markmiðið með verkefninu er að bæta hverfisandann og samheldnina í hverfinu og er það er gert með því að halda smiðjur og málþing annan hvern laugardag í Spennistöðinni og þær eru ætlaðar öllum íbúum í miðborginni, óháð aldri, uppruna og skoðunum. Við hefjum leik með því að leika okkur saman laugardaginn 10. september kl. 13-15 en þá munu nemar á 3. ári í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands stjórna leikjum. Þetta er eitthvað fyrir alla, konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla; ef veður er gott verðum við úti en ef það er vont inni í hinni rúmgóðu Spennistöð. Boðið verður upp á kaffi og saft og eru íbúar hvattir til að mæta með eitthvað smáræði ef þeir hafa tök á því. Laugardaginn 24. september ætlum við að ræða sambýlið við ferðaþjónustuna á málþingi um miðborgina þar sem íbúarnir hafa orðið en einnig fáum við góða gesti. Þann 8. október mun blúsfrömuðurinn Halldór Bragason, íbúi og fyrrum nemendi í Austurbæjarskóla leiða blússmiðju þar sem fólk, fullorðnir,ungmenni og börn, mætir með hljóðfærin sín og blúsar eins og það mögulega getur. Ýmsar aðrar smiðjur og uppákomur eru svo á döfinni annan hvern laugadag til áramóta. Forvarnarsjóður Reykjavíkurborgar styrkti verkefnið og smiðjurnar verða öllum opnar og að kostnaðarlausu. Ef íbúar í miðbænum eru með hugmynd að smiðju þar sem við getum rætt, skapað og leikið okkur og öll fjölskyldan er velkomin þá sendið okkur endilega skilaboð í gegnum FB síðuna „Spennistöðin” eða á netfang Íbúasamtakanna midbaerinn@midbaerinn.is.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun