Hreiðar Már og Magnús læstu sig inni þegar stefnuvottur mætti á Kvíabryggju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2016 15:00 Herbergi í fangelsinu að Kvíabryggju. Vísir/Pjetur Hæstiréttur Íslands felldi á dögunum úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Vesturlands í máli Samtaka sparifjáreiganda gegn nokkrum af æðstu stjórnendum Kaupþings banka fyrir hrun. Samtök sparifjáreiganda kærðu úrskurð héraðsdóms þar sem máli þeirra gegn þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni, Ólafi Ólafssyni og Sigurði Einarssyni var vísað frá í dómi í júlí síðastliðnum á þeirri forsendu að málið hefði verið höfðað á röngu varnarþingi. Málið var höfðað fyrir Héraðsdómi Vesturlands með stefnu þann 9. febrúar á þessu ári og var þess krafist af Samtökum sparifjáreiganda að fjórmenningarnir yrðu dæmdir óskipt til að greiða þeim rúmar 900 milljónir í skaðabætur. Samtök sparifjáreiganda höfðuðu málið fyrir Héraðsdómi Vesturlands á grundvelli þess að mennirnir hefðu fasta búsetu í því umdæmi en á þeim tíma afplánuðu þeir allir dóm í fangelsinu að Kvíabryggju. Krafist var af fjórmenningunum að málinu yrði vísað frá dómi þar sem dvöl í fangelsi sé ekki ígildi fastrar búsetu samkvæmt ákvæði í lögum um lögheimili nr.20/1990. Í ákvæðinu kemur fram að maður teljist hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína eða dvelst að jafnaði í tómstundum sínum. Á þetta féllst Héraðsdómur Vesturlands en hann taldi auk þess stefnu í málinu hafa verið ranglega birta. Engar skýringar hefðu verið gefnar á því hvers vegna fangaverðir tóku við stefnu þeirra Hreiðars, Magnúsar og Ólafs.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.Vísir/GVASamtök sparifjáreiganda lögðu fram bréf frá stefnuvotti um birtingu stefnunnar. Í bréfinu segir að stefnuvotturinn hafi gefið sig fram við tvo fangaverði þegar hann kom á Kvíabryggju þennan umrædda dag. Fangaverðirnir hafi haft samband við þá Hreiðar, Magnús, Ólaf og Sigurð og tjáð þeim að stefnuvotturinn biði þeirra á skrifstofu fangelsisins. Hafi Sigurður komið þangað og stefnan verið birt fyrir honum. Síðan hafi Ólafur komið, en sagt stefnuvottinum að nægilegt væri að birta fyrir fangaverði, sem hafi svo verið gert. Á hinn bóginn hafi þeir Hreiðar og Magnús hvorugur komið og fangavörður því fylgt stefnuvottinum í hús, þar sem þeir hafi verið vistaðir. Þegar þangað hafi verið komið hafi þeir Hreiðar og Magnús verið í herbergjum sínum og kom stefnuvotturinn þar að læstum dyrum. Þegar bankað var á dyr til að athuga með þá hafi þeir hvor fyrir sig kallað fram að þeir myndu ekki skrifa undir nokkuð. Að því er þá varðar hafi stefnan því verið birt þar fyrir fangaverði. Sagði Hæstiréttur í dómi sínum að í ljósi fyrirliggjandi gagna væru engin efni til að efast um að þeir Hreiðar, Magnús og Ólafur hafi ásamt Sigurði verið staddir á Kvíabryggju á birtingardegi stefnunnar. Yrði því lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar að nýju. Í dag fer fram málflutningur í Hæstarétti í öðru máli tengdu Kaupþingi, svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli en þar eru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason á meðal ákærðu.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hæstiréttur Íslands felldi á dögunum úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Vesturlands í máli Samtaka sparifjáreiganda gegn nokkrum af æðstu stjórnendum Kaupþings banka fyrir hrun. Samtök sparifjáreiganda kærðu úrskurð héraðsdóms þar sem máli þeirra gegn þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni, Ólafi Ólafssyni og Sigurði Einarssyni var vísað frá í dómi í júlí síðastliðnum á þeirri forsendu að málið hefði verið höfðað á röngu varnarþingi. Málið var höfðað fyrir Héraðsdómi Vesturlands með stefnu þann 9. febrúar á þessu ári og var þess krafist af Samtökum sparifjáreiganda að fjórmenningarnir yrðu dæmdir óskipt til að greiða þeim rúmar 900 milljónir í skaðabætur. Samtök sparifjáreiganda höfðuðu málið fyrir Héraðsdómi Vesturlands á grundvelli þess að mennirnir hefðu fasta búsetu í því umdæmi en á þeim tíma afplánuðu þeir allir dóm í fangelsinu að Kvíabryggju. Krafist var af fjórmenningunum að málinu yrði vísað frá dómi þar sem dvöl í fangelsi sé ekki ígildi fastrar búsetu samkvæmt ákvæði í lögum um lögheimili nr.20/1990. Í ákvæðinu kemur fram að maður teljist hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína eða dvelst að jafnaði í tómstundum sínum. Á þetta féllst Héraðsdómur Vesturlands en hann taldi auk þess stefnu í málinu hafa verið ranglega birta. Engar skýringar hefðu verið gefnar á því hvers vegna fangaverðir tóku við stefnu þeirra Hreiðars, Magnúsar og Ólafs.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.Vísir/GVASamtök sparifjáreiganda lögðu fram bréf frá stefnuvotti um birtingu stefnunnar. Í bréfinu segir að stefnuvotturinn hafi gefið sig fram við tvo fangaverði þegar hann kom á Kvíabryggju þennan umrædda dag. Fangaverðirnir hafi haft samband við þá Hreiðar, Magnús, Ólaf og Sigurð og tjáð þeim að stefnuvotturinn biði þeirra á skrifstofu fangelsisins. Hafi Sigurður komið þangað og stefnan verið birt fyrir honum. Síðan hafi Ólafur komið, en sagt stefnuvottinum að nægilegt væri að birta fyrir fangaverði, sem hafi svo verið gert. Á hinn bóginn hafi þeir Hreiðar og Magnús hvorugur komið og fangavörður því fylgt stefnuvottinum í hús, þar sem þeir hafi verið vistaðir. Þegar þangað hafi verið komið hafi þeir Hreiðar og Magnús verið í herbergjum sínum og kom stefnuvotturinn þar að læstum dyrum. Þegar bankað var á dyr til að athuga með þá hafi þeir hvor fyrir sig kallað fram að þeir myndu ekki skrifa undir nokkuð. Að því er þá varðar hafi stefnan því verið birt þar fyrir fangaverði. Sagði Hæstiréttur í dómi sínum að í ljósi fyrirliggjandi gagna væru engin efni til að efast um að þeir Hreiðar, Magnús og Ólafur hafi ásamt Sigurði verið staddir á Kvíabryggju á birtingardegi stefnunnar. Yrði því lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar að nýju. Í dag fer fram málflutningur í Hæstarétti í öðru máli tengdu Kaupþingi, svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli en þar eru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason á meðal ákærðu.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira