Trúarbrögð eru óþarfi Jónína Sólborg Þórisdóttir skrifar 9. september 2016 13:01 Stundum furða ég mig á þeirri fullvissu trúaðra að trúarbrögðin þeirra séu bráðnauðsynleg sem einhvers konar móralskur kompás. Að mannfólkið geti hreinlega ekki lært muninn á réttu og röngu og fundið til samkenndar með öðrum nema að hafa eldgamla bók til hliðsjónar og skattfrjáls samtök til þess að túlka þessa eldgömlu bók. Gullna reglan er innbyggð í bæði menn og dýr. Ef hópur af úlfum getur tekið að sér týnt smábarn, ef hundur getur hugsað um dýr af öðrum tegundum og ef mannfólkið getur fundið til samkenndar með alókunnugu fólki, þá liggur í augum uppi að eitthvað annað er að verki en mótsagnakennt trúarrit, byggt á vægast sagt vafasömum heimildum. Til er lítil sameind sem er kölluð oxytocin. Oxytocin kemur af stað fæðingum og gerir mæðrum kleift að framleiða mjólk. Móðurástin – þessi ofursterka tenging sem móðir finnur þegar barnið fæðist og styrkist svo enn frekar með móðurmjólkinni – er oxytocin. Oxytocin er það efni sem heldur pörum saman eftir að þau detta niður af bleika skýinu, enda stundum kallað „kúruhormónið“. Að syngja í kór framkallar vellíðan sem má rekja til oxytocin og hið sama á við um trúarsamkomur hvers konar. Maður heyrir stundum af því að fólk hafi frelsast. Áhrifin af stórum oxytocin skammti eru jú örugglega stórkostleg, það efa ég ekki. Fótboltaæðið sem rann á landann í sumar var mögulega blanda af oxytocin og testósteróni (miðað við hversu áberandi þjóðerniskenndin var). Í stuttu máli, þá vekur oxytocin upp samkennd og tilfinningabönd milli fólks. Ef heimurinn hefði aldrei kynnst trúarbrögðum, þá væri mannfólkið SAMT með gullnu regluna innbyggða. Það myndi SAMT vita að tegundin kæmist best af með samvinnu/samkennd. Vissan um að kannski sé betra að sleppa því að myrða og stela, er því í eðli okkar. Það þarf ekki boðorð númer 6 og 8 til. Allt er þetta oxytocin að þakka. Þeir sem eru ofurkristnir virðast þó stundum í einhverjum vafa ef marka má fréttir af þeim sem telja það í fína lagi að drepa lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Dæmi um dökka hlið oxytocin, þegar það spilar í hormónahljómsveit með testósteróni, er stríð og annað ofbeldi milli hópa. Testósterón dempar niður áhrif oxytocin en þetta tvennt í „réttum“ aðstæðum styrkir tilfinningabönd þeirra einstaklinga sem teljast til inngrúppunnar og að sama skapi verður samkenndin með einstaklingum í outgrúppunni lítil eða engin. Annað nærtækt dæmi úr nútímanum er ISIS. Þeir sem túlka íslam ekki bókstaflega eru villutrúarmenn skv. ISIS og þar af leiðandi réttdræpir (testósterón). Að biðja bænir fimm sinnum á dag styrkir samt duglega samkenndina innan hópsins (oxytocin) og skerpir enn frekar línurnar á milli inn- og outgrúppunnar. Aðalatriðið er því að ýmsar siðferðilegar pælingar og/eða upplifanir eru ekki „andlegar“ eða „yfirskilvitlegar“ á neinn hátt heldur stjórnast fyrst og fremst af hormónum og erfðum. Menningar- og trúarlegu þættirnir (auk uppeldis) skekkja svo þá líffræðilegu. Þetta leiðir okkur einnig að þeirri niðurstöðu að jafnrétti milli kynjanna er enn mikilvægara en ella, þó ekki væri nema til þess að dempa niður áhrif testósteróndrifinnar árásargirni innan hvers hóps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum furða ég mig á þeirri fullvissu trúaðra að trúarbrögðin þeirra séu bráðnauðsynleg sem einhvers konar móralskur kompás. Að mannfólkið geti hreinlega ekki lært muninn á réttu og röngu og fundið til samkenndar með öðrum nema að hafa eldgamla bók til hliðsjónar og skattfrjáls samtök til þess að túlka þessa eldgömlu bók. Gullna reglan er innbyggð í bæði menn og dýr. Ef hópur af úlfum getur tekið að sér týnt smábarn, ef hundur getur hugsað um dýr af öðrum tegundum og ef mannfólkið getur fundið til samkenndar með alókunnugu fólki, þá liggur í augum uppi að eitthvað annað er að verki en mótsagnakennt trúarrit, byggt á vægast sagt vafasömum heimildum. Til er lítil sameind sem er kölluð oxytocin. Oxytocin kemur af stað fæðingum og gerir mæðrum kleift að framleiða mjólk. Móðurástin – þessi ofursterka tenging sem móðir finnur þegar barnið fæðist og styrkist svo enn frekar með móðurmjólkinni – er oxytocin. Oxytocin er það efni sem heldur pörum saman eftir að þau detta niður af bleika skýinu, enda stundum kallað „kúruhormónið“. Að syngja í kór framkallar vellíðan sem má rekja til oxytocin og hið sama á við um trúarsamkomur hvers konar. Maður heyrir stundum af því að fólk hafi frelsast. Áhrifin af stórum oxytocin skammti eru jú örugglega stórkostleg, það efa ég ekki. Fótboltaæðið sem rann á landann í sumar var mögulega blanda af oxytocin og testósteróni (miðað við hversu áberandi þjóðerniskenndin var). Í stuttu máli, þá vekur oxytocin upp samkennd og tilfinningabönd milli fólks. Ef heimurinn hefði aldrei kynnst trúarbrögðum, þá væri mannfólkið SAMT með gullnu regluna innbyggða. Það myndi SAMT vita að tegundin kæmist best af með samvinnu/samkennd. Vissan um að kannski sé betra að sleppa því að myrða og stela, er því í eðli okkar. Það þarf ekki boðorð númer 6 og 8 til. Allt er þetta oxytocin að þakka. Þeir sem eru ofurkristnir virðast þó stundum í einhverjum vafa ef marka má fréttir af þeim sem telja það í fína lagi að drepa lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Dæmi um dökka hlið oxytocin, þegar það spilar í hormónahljómsveit með testósteróni, er stríð og annað ofbeldi milli hópa. Testósterón dempar niður áhrif oxytocin en þetta tvennt í „réttum“ aðstæðum styrkir tilfinningabönd þeirra einstaklinga sem teljast til inngrúppunnar og að sama skapi verður samkenndin með einstaklingum í outgrúppunni lítil eða engin. Annað nærtækt dæmi úr nútímanum er ISIS. Þeir sem túlka íslam ekki bókstaflega eru villutrúarmenn skv. ISIS og þar af leiðandi réttdræpir (testósterón). Að biðja bænir fimm sinnum á dag styrkir samt duglega samkenndina innan hópsins (oxytocin) og skerpir enn frekar línurnar á milli inn- og outgrúppunnar. Aðalatriðið er því að ýmsar siðferðilegar pælingar og/eða upplifanir eru ekki „andlegar“ eða „yfirskilvitlegar“ á neinn hátt heldur stjórnast fyrst og fremst af hormónum og erfðum. Menningar- og trúarlegu þættirnir (auk uppeldis) skekkja svo þá líffræðilegu. Þetta leiðir okkur einnig að þeirri niðurstöðu að jafnrétti milli kynjanna er enn mikilvægara en ella, þó ekki væri nema til þess að dempa niður áhrif testósteróndrifinnar árásargirni innan hvers hóps.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun