Hið gamla mætir nýju í Hofi Greta Salóme Stefánsdóttir og Atli Örvarsson skrifar 9. september 2016 13:03 Það er ekkert launungarmál að þegar kemur að klassískri tónlistariðkun og sinfóníuhljómsveitum er hningnun í aðsókn staðreynd sem hefur áhrif á slíkar stofnanir alls staðar í heiminum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hefðbundnum sinfóníuhljómsveitum fari fækkandi og berast margar af stærstu og virtustu hljómsveitum heims í bökkum. Það er því gleðiefni að sjá tvær sinfóníuhljómsveitir þrífast á landi sem telur einungis um 330.000 manns og þar af önnur í landshluta sem telur aðeins um ríflega 30000 manns. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heyrir undir Menningarfélag Akureyrar og er starfrækt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Hljómsveitin hefur staðið fyrir afar fjölbreyttum tónleikum síðan hún var stofnuð árið 1993 og verið eins konar flaggskip klassískrar tónlistar á Norðurlandi. Á undanförnum tveimur árum hefur hljómsveitin svo fært út kvíarnar svo um munar og framleitt suma af fjölbreyttustu og umsvifamestu tónlistarviðburðum á Íslandi hvort sem um er að ræða klassíska tónlist, frumfluttning á nýjum tónverkum eða spennandi samstarfsverkefni við tónlistarmenn úr öllum krókum og kimum tónlistarflórunnar hér heima sem erlendis frá. Svo ekki sé talað um nýja tegund af starfsemi sinfóníuhljómsveitar á íslandi, upptökur á sinfónískri kvikmyndatónlist. Fyrir um fjórum árum birtist grein í hinu virta viðskiptablaði Forbes eftir Ted Gavin sem sérhæfir sig í fjármálaráðgjöf fyrirtækja(setja inn urcl á greinina). Greinin vakti mikla athygli og snéri hún að því hvernig hægt væri að bjarga sinfóníuhljómsveitum frá hyldýpi gjaldþrotsins sem virðist blasa við mörgum þeirra. Gavin nálgast viðfangsefnið á um margt einfaldan hátt og setur fram fjögur atriði sem eiga að geta hjálpað sinfóníuhljómsveitum að þrífast í nútímasamfélagi þar sem bæði listrænar kröfur hafa breyst töluvert en einnig fjárhagslegt umhverfi þeirra. Gavin leggur ríka áherslu á að sinfóníuhljómsveitir hagi efnisskrá og verkefnavali þannig að það nái til sem breiðasta hóps og undirstrikar sérstaklega þörfina til að ná inn nýjum og yngri áheyrendahópi sem áskrifendum og reglubundnum tónleikagestum. Hann segir meðal annars: ,,Hin listræna forysta sinfóníuhljómsveitar verður að hlusta á og vera í snertingu við listræna þörf og smekk samfélagsins sem hljómsveitin býr í. Það nægir ekki að fylla ferilskrá hljómsveitarinnar af verkefnum sem þjóna þeim tilgangi að öðlast virðingu kollega sinna eða fullnægja eigin listrænu þörfum. Listrænir stjórnendur þurfa í nútímasamfélagi að geta höfðað til samfélagsins sem ber hljómsveitina uppi." Atli Örvarsson.Vísir/Anton Brink Þetta hefur Sinfóníuhjómsveit Norðurlands og Menningarfélagi Akureyrar tekist að gera á undraverðan hátt. Á síðustu tveimur árum hefur hljómsveitin fyllt bæði Hof og Eldborg með verkefnum á borð við Dimmu og sinfóníaNord þar sem tveir gerólíkir heimar leiddu saman hesta sína með yfir hundrað manns á sviði og þungarokkið og klassíkin urðu eitt og á þriðja þúsund áheyrenda fylltu Hofið og Eldborgina á þrennum tónleikum. Hljómsveitin lék fjöldan allan af klassískum verkum á síðasta starfsári og var mjög athyglisvert að sjá hvernig hún blandaði saman háklassískum verkum og nýju íslensku efni, sem og nýjum gítarkonsert eftir Guðmund Pétursson og sinfóníska ljóðið Völuspá eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Einnig má nefna frábæra tónleika hljómsveitarinnar og hins heimsfræga Steve Hackett(GENESIS) og svo mætti lengi telja. Á komandi starfsári eru verkefnin ekki að verri toganum og greinilegt að nýsköpun, útsjónasemi, fjölbreytni og ekki síst skýr listræn stefna ræður ríkjum. Sem dæmi má nefna stórtónleika hljómsveitarinnar ásamt stórsveit Reykjavíkur sem sameinast um sérstakan flutning af Rhapsody in Blue eftir Georg Gershwin þar sem spuninn er leystur úr læðingi en eins og Gershwin sagði sjálfur “Life is a lot like jazz... it's best when you improvise“ þar verður einnig frumflutt nýtt verk eftir jazzpíanósnillinginn Kjartan Valdemarsson. Samstarfstónleikar með reggíhljómsveitinni Amabadama þar sem klassík og reggí mætast í ólíklegri en mjög svo skemmtilegri blöndu, Hnotubrjóturinn í samvinnu við St Petersburg Festival Ballet, tónleikar helgaðir strengjasveitinni og o.fl. Við undirrituð höfum verið þeirrar ánægju aðnjótandi að taka þátt í öðru verkefni á vegum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarfélags Akureyrar sem er kallað Arctic Cinematic Orchestra (ACO) þar sem fullkominn hljómburður Hofs er nýttur til fullnustu sem og aðbúnaður þar til upptöku. Í mars 2015 var farið af stað með ACO sem tilraunaverkefni þegar óvænt barst beðni frá bæði Disney og Sony um sinfónískar upptökur í Hofi. Útkoman úr þeim verkefnum hefur gert það að verkum að ACO hefur tekið upp tónlist við 8 sinfónísk verkefni þar af 5 kvikmyndir í fullri lengd, frá USA, Evrópu og Íslandi. Hefur Hof og hljómsveitin sem þar býr fengið mikið lof þeirra ánægðu kúnna sem nýtt hafa sér þjónustuna. Menningarfélag Akureyrar er að vinna brautryðjendastarf með öllum þessum verkefnum og fyrst og fremst með óþreytandi vilja og lausnarmiðaðri hugsun til að finna listinni farveg. Þetta er nýsköpun í listum eins og hún gerist best og óhætt að segja að í Hofi mæti hið gamla nýju á fordómalausan og jákvæðan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekkert launungarmál að þegar kemur að klassískri tónlistariðkun og sinfóníuhljómsveitum er hningnun í aðsókn staðreynd sem hefur áhrif á slíkar stofnanir alls staðar í heiminum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hefðbundnum sinfóníuhljómsveitum fari fækkandi og berast margar af stærstu og virtustu hljómsveitum heims í bökkum. Það er því gleðiefni að sjá tvær sinfóníuhljómsveitir þrífast á landi sem telur einungis um 330.000 manns og þar af önnur í landshluta sem telur aðeins um ríflega 30000 manns. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heyrir undir Menningarfélag Akureyrar og er starfrækt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Hljómsveitin hefur staðið fyrir afar fjölbreyttum tónleikum síðan hún var stofnuð árið 1993 og verið eins konar flaggskip klassískrar tónlistar á Norðurlandi. Á undanförnum tveimur árum hefur hljómsveitin svo fært út kvíarnar svo um munar og framleitt suma af fjölbreyttustu og umsvifamestu tónlistarviðburðum á Íslandi hvort sem um er að ræða klassíska tónlist, frumfluttning á nýjum tónverkum eða spennandi samstarfsverkefni við tónlistarmenn úr öllum krókum og kimum tónlistarflórunnar hér heima sem erlendis frá. Svo ekki sé talað um nýja tegund af starfsemi sinfóníuhljómsveitar á íslandi, upptökur á sinfónískri kvikmyndatónlist. Fyrir um fjórum árum birtist grein í hinu virta viðskiptablaði Forbes eftir Ted Gavin sem sérhæfir sig í fjármálaráðgjöf fyrirtækja(setja inn urcl á greinina). Greinin vakti mikla athygli og snéri hún að því hvernig hægt væri að bjarga sinfóníuhljómsveitum frá hyldýpi gjaldþrotsins sem virðist blasa við mörgum þeirra. Gavin nálgast viðfangsefnið á um margt einfaldan hátt og setur fram fjögur atriði sem eiga að geta hjálpað sinfóníuhljómsveitum að þrífast í nútímasamfélagi þar sem bæði listrænar kröfur hafa breyst töluvert en einnig fjárhagslegt umhverfi þeirra. Gavin leggur ríka áherslu á að sinfóníuhljómsveitir hagi efnisskrá og verkefnavali þannig að það nái til sem breiðasta hóps og undirstrikar sérstaklega þörfina til að ná inn nýjum og yngri áheyrendahópi sem áskrifendum og reglubundnum tónleikagestum. Hann segir meðal annars: ,,Hin listræna forysta sinfóníuhljómsveitar verður að hlusta á og vera í snertingu við listræna þörf og smekk samfélagsins sem hljómsveitin býr í. Það nægir ekki að fylla ferilskrá hljómsveitarinnar af verkefnum sem þjóna þeim tilgangi að öðlast virðingu kollega sinna eða fullnægja eigin listrænu þörfum. Listrænir stjórnendur þurfa í nútímasamfélagi að geta höfðað til samfélagsins sem ber hljómsveitina uppi." Atli Örvarsson.Vísir/Anton Brink Þetta hefur Sinfóníuhjómsveit Norðurlands og Menningarfélagi Akureyrar tekist að gera á undraverðan hátt. Á síðustu tveimur árum hefur hljómsveitin fyllt bæði Hof og Eldborg með verkefnum á borð við Dimmu og sinfóníaNord þar sem tveir gerólíkir heimar leiddu saman hesta sína með yfir hundrað manns á sviði og þungarokkið og klassíkin urðu eitt og á þriðja þúsund áheyrenda fylltu Hofið og Eldborgina á þrennum tónleikum. Hljómsveitin lék fjöldan allan af klassískum verkum á síðasta starfsári og var mjög athyglisvert að sjá hvernig hún blandaði saman háklassískum verkum og nýju íslensku efni, sem og nýjum gítarkonsert eftir Guðmund Pétursson og sinfóníska ljóðið Völuspá eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Einnig má nefna frábæra tónleika hljómsveitarinnar og hins heimsfræga Steve Hackett(GENESIS) og svo mætti lengi telja. Á komandi starfsári eru verkefnin ekki að verri toganum og greinilegt að nýsköpun, útsjónasemi, fjölbreytni og ekki síst skýr listræn stefna ræður ríkjum. Sem dæmi má nefna stórtónleika hljómsveitarinnar ásamt stórsveit Reykjavíkur sem sameinast um sérstakan flutning af Rhapsody in Blue eftir Georg Gershwin þar sem spuninn er leystur úr læðingi en eins og Gershwin sagði sjálfur “Life is a lot like jazz... it's best when you improvise“ þar verður einnig frumflutt nýtt verk eftir jazzpíanósnillinginn Kjartan Valdemarsson. Samstarfstónleikar með reggíhljómsveitinni Amabadama þar sem klassík og reggí mætast í ólíklegri en mjög svo skemmtilegri blöndu, Hnotubrjóturinn í samvinnu við St Petersburg Festival Ballet, tónleikar helgaðir strengjasveitinni og o.fl. Við undirrituð höfum verið þeirrar ánægju aðnjótandi að taka þátt í öðru verkefni á vegum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarfélags Akureyrar sem er kallað Arctic Cinematic Orchestra (ACO) þar sem fullkominn hljómburður Hofs er nýttur til fullnustu sem og aðbúnaður þar til upptöku. Í mars 2015 var farið af stað með ACO sem tilraunaverkefni þegar óvænt barst beðni frá bæði Disney og Sony um sinfónískar upptökur í Hofi. Útkoman úr þeim verkefnum hefur gert það að verkum að ACO hefur tekið upp tónlist við 8 sinfónísk verkefni þar af 5 kvikmyndir í fullri lengd, frá USA, Evrópu og Íslandi. Hefur Hof og hljómsveitin sem þar býr fengið mikið lof þeirra ánægðu kúnna sem nýtt hafa sér þjónustuna. Menningarfélag Akureyrar er að vinna brautryðjendastarf með öllum þessum verkefnum og fyrst og fremst með óþreytandi vilja og lausnarmiðaðri hugsun til að finna listinni farveg. Þetta er nýsköpun í listum eins og hún gerist best og óhætt að segja að í Hofi mæti hið gamla nýju á fordómalausan og jákvæðan hátt.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar