Þingið sem fyrirtæki Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Ætla mætti að það sem skori hæst í könnunum innan fyrirtækja á starfsánægju væru launakjör. Svo er þó ekki. Það sem yfirleitt skorar hæst er tilfinningin að vera metinn í starfi, traust yfirmanns og að viðkomandi fái að njóta sín sem einstaklingur. Þessi atriði skora öll mjög hátt í starfsánægju. Ábyrgð á verkefnum er einnig ofarlega á lista og starfsöryggi. Þingmenn eru ekkert öðruvísi en aðrir starfsmenn að þessu leyti. Þeir vilja fá að njóta sín sem einstaklingar og fá á tilfinninguna að störf þeirra skipti máli. En það er himinn og haf á milli þingsins sem vinnustaðar og venjulegs fyrirtækis. Fyrir það fyrsta stefna allir í vel reknu fyrirtæki að sama markmiðinu, hvernig sem það er skilgreint, þar sem hver hefur sitt hlutverk sem hlekkur í keðjunni. Í þinginu er hins vegar tilhneiging til að „afskrifa“ þá starfsmenn sem ekki tilheyra meirihluta hverju sinni og láta eins og þeir séu ekki til. Þeim er haldið úti í kuldanum og þeirra hugmyndir ekki teknar til greina. Innan fyrirtækja eru oft nokkrar deildir og innan þingsins eru þingflokkar. Deildir fyrirtækja þurfa að vinna saman til að ná markmiðinu og þó oft sé rígur á milli eru allir meðvitaðir um að það sé allra hagur að heyra ólík sjónarmið til að finna lausnir. Innan þingsins eru ólík sjónarmið helst kæfð í fæðingu og góðlátlega bent á þekkingar- eða reynsluleysi viðkomandi og jafnvel gefið í skyn að hann hafi einhvern annarlegan tilgang. Innan fyrirtækja eru haldnir fundir með skilgreindri dagskrá og virkri fundarstjórn og þar hvarflar t.d. ekki að neinum að ræða „þrif á húsnæði“ undir liðnum „10 stærstu viðskiptavinirnir“. Vegna galla í þingsköpum geta þingmenn hins vegar farið langt út fyrir efnið sem sett er á dagskrá og haldið öllum í heljargreipum í óskilgreindan tíma, sbr. liðinn „fundarsköp forseta“, sem er skelfileg nýting á tíma.Taka ekki undir góðar hugmyndir Innan fyrirtækja er oft notað hugarflæði (brainstorming) til að kalla fram góðar hugmyndir og þeim sem kemur með góða hugmynd er hrósað og hugmyndin eignuð honum. Í þinginu er barist gegn því eins og líf liggi við að taka undir góðar hugmyndir „hinna“ og færni þingmanna metin í því hversu hratt þeir átti sig á hugsanlegum, mögulegum slæmum afleiðingum hugmyndarinnar. Innan fyrirtækja eru fjölmargar aðgerðir í gangi til að þétta hópinn og efla liðsandann, hvort sem það er í formi opinna rýma, róteringa á milli starfa, reglulegra funda, skemmtilegra uppákoma eða sameiginlegra átaksverkefna. Í þinginu er hver flokkur í sínu þingflokksherbergi, sem aðrir koma ekki óboðnir í, og á sitt eigið borð í matsalnum. Þannig er markvisst ýtir undir „við“ / „þið“ kúltúrinn í þinginu. Þess er auk þess sérstaklega gætt að halda minnihlutanum hverju sinni sem mest utan við umræðuna og meirihlutaþingmenn litnir hornauga ef þeir gefa sig of mikið á tal við „andstæðinginn“. Hvernig má það vera, með vitneskju um allar þessar starfsánægjukannanir innan fyrirtækja, að þingið reyni ekki að tileinka sér eitthvað af því sem virkar til að ná betri árangri? Hátt brottfall alþingismanna af þingi gefur sterkar vísbendingar um að þingmönnum líði ekki vel í vinnunni, en hvers vegna næst ekki samstaða um að nýta tíma allra betur og vinna meira saman? Horfum lengra fram í tímann og einbeitum okkur að lausnum. Þingmenn eru starfsmenn þjóðarinnar og þeim ber að vinna fyrir kaupinu og nýta tímann sinn vel eins og hægt er, líkt og allir aðrir starfsmenn.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Ætla mætti að það sem skori hæst í könnunum innan fyrirtækja á starfsánægju væru launakjör. Svo er þó ekki. Það sem yfirleitt skorar hæst er tilfinningin að vera metinn í starfi, traust yfirmanns og að viðkomandi fái að njóta sín sem einstaklingur. Þessi atriði skora öll mjög hátt í starfsánægju. Ábyrgð á verkefnum er einnig ofarlega á lista og starfsöryggi. Þingmenn eru ekkert öðruvísi en aðrir starfsmenn að þessu leyti. Þeir vilja fá að njóta sín sem einstaklingar og fá á tilfinninguna að störf þeirra skipti máli. En það er himinn og haf á milli þingsins sem vinnustaðar og venjulegs fyrirtækis. Fyrir það fyrsta stefna allir í vel reknu fyrirtæki að sama markmiðinu, hvernig sem það er skilgreint, þar sem hver hefur sitt hlutverk sem hlekkur í keðjunni. Í þinginu er hins vegar tilhneiging til að „afskrifa“ þá starfsmenn sem ekki tilheyra meirihluta hverju sinni og láta eins og þeir séu ekki til. Þeim er haldið úti í kuldanum og þeirra hugmyndir ekki teknar til greina. Innan fyrirtækja eru oft nokkrar deildir og innan þingsins eru þingflokkar. Deildir fyrirtækja þurfa að vinna saman til að ná markmiðinu og þó oft sé rígur á milli eru allir meðvitaðir um að það sé allra hagur að heyra ólík sjónarmið til að finna lausnir. Innan þingsins eru ólík sjónarmið helst kæfð í fæðingu og góðlátlega bent á þekkingar- eða reynsluleysi viðkomandi og jafnvel gefið í skyn að hann hafi einhvern annarlegan tilgang. Innan fyrirtækja eru haldnir fundir með skilgreindri dagskrá og virkri fundarstjórn og þar hvarflar t.d. ekki að neinum að ræða „þrif á húsnæði“ undir liðnum „10 stærstu viðskiptavinirnir“. Vegna galla í þingsköpum geta þingmenn hins vegar farið langt út fyrir efnið sem sett er á dagskrá og haldið öllum í heljargreipum í óskilgreindan tíma, sbr. liðinn „fundarsköp forseta“, sem er skelfileg nýting á tíma.Taka ekki undir góðar hugmyndir Innan fyrirtækja er oft notað hugarflæði (brainstorming) til að kalla fram góðar hugmyndir og þeim sem kemur með góða hugmynd er hrósað og hugmyndin eignuð honum. Í þinginu er barist gegn því eins og líf liggi við að taka undir góðar hugmyndir „hinna“ og færni þingmanna metin í því hversu hratt þeir átti sig á hugsanlegum, mögulegum slæmum afleiðingum hugmyndarinnar. Innan fyrirtækja eru fjölmargar aðgerðir í gangi til að þétta hópinn og efla liðsandann, hvort sem það er í formi opinna rýma, róteringa á milli starfa, reglulegra funda, skemmtilegra uppákoma eða sameiginlegra átaksverkefna. Í þinginu er hver flokkur í sínu þingflokksherbergi, sem aðrir koma ekki óboðnir í, og á sitt eigið borð í matsalnum. Þannig er markvisst ýtir undir „við“ / „þið“ kúltúrinn í þinginu. Þess er auk þess sérstaklega gætt að halda minnihlutanum hverju sinni sem mest utan við umræðuna og meirihlutaþingmenn litnir hornauga ef þeir gefa sig of mikið á tal við „andstæðinginn“. Hvernig má það vera, með vitneskju um allar þessar starfsánægjukannanir innan fyrirtækja, að þingið reyni ekki að tileinka sér eitthvað af því sem virkar til að ná betri árangri? Hátt brottfall alþingismanna af þingi gefur sterkar vísbendingar um að þingmönnum líði ekki vel í vinnunni, en hvers vegna næst ekki samstaða um að nýta tíma allra betur og vinna meira saman? Horfum lengra fram í tímann og einbeitum okkur að lausnum. Þingmenn eru starfsmenn þjóðarinnar og þeim ber að vinna fyrir kaupinu og nýta tímann sinn vel eins og hægt er, líkt og allir aðrir starfsmenn.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar