Þjóðin á betra skilið Eva H. Baldursdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir kom á veiðigjöldum árið 2012. Þau voru hugsuð sem fyrsta skrefið í því að tryggja þjóðinni allri hlutdeild í þeim arði sem úthlutun sérleyfa til nýtingar á sjávarauðlind hennar skapar. Einnig skyldi kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu mætt. Eftir samþykkt laganna voru álögð veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 samtals 12,8 milljarðar. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var að breyta lögunum til að lækka veiðigjöld. Fiskveiðiárið 2013/2014 lækkuðu veiðigjöldin um 3,6 milljarða, niður í 9,2 milljarða. Árið þar á eftir lækkuðu þau áfram niður í 7,7 milljarða. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar frá Fiskistofu en áætlað er að gjöldin séu 5,3 milljarðar síðasta fiskveiðiár, en það er að hluta til tilkomið vegna breytingar á álagningu. Við blasir að veiðigjöld hafa lækkað úr 12,8 í 5,3 milljarða eða um 7,5 milljarða, án tillits til verðlagsbreytinga. Á sama tíma og veiðigjöld til ríkissjóðs hafa lækkað hafa arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja hækkað. Á árinu 2012 voru arðgreiðslurnar 6,3 milljarðar, 2013 voru þær 11,8 milljarðar og svo 13,5 milljarðar árið 2014. Ekki fannst fjárhæð arðgreiðslna fyrir 2015. Ríkið heldur úti rekstri á ýmsum stofnunum í tengslum við sjávarútveg og er veiðigjaldinu annars vegar ætlað að standa undir þeim rekstri ef marka má 1. gr. laganna. Hér má nefna Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Veiðimálastofu og þess hluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem fer með sjávarútvegsmál. Gróft reiknað út frá fjárlögum ársins 2015 kostar þessi rekstur ríkið tæpa 2,5 milljarða. Ljóst er að lítið stendur þá eftir til að uppfylla hitt meginhlutverk laganna, að tryggja þjóðinni hlutdeild í arðinum, eða um 2,7 milljarðar ef tekið er mið af veiðigjaldi 2015. Í fyrra þ.e. árið 2015 var heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða 265 milljarðar króna. Veiðigjöldin voru því um þrjú prósent af útflutningsverðmætinu sé tekið mið af 7,7 milljörðum. Þrjú prósent gott fólk. Ef við drögum frá útlagðan kostnað ríkisins fer talan niður í tvö prósent. Á fjárlögum fyrir árið 2015 kemur fram að rekstur Háskóla Íslands í heildinni fái tæpa 13 milljarða. Fyrir ívið hærri veiðigjöld mætti því reka heilan Háskóla Íslands og fyrir arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja árið 2014 rúmlega það. Mýmörg dæmi er hægt að taka um hvernig væri hægt að nýta þá fjármuni sem íslenska þjóðin hefur verið snuðuð um af þessari ríkisstjórn og færðir í vasa eigenda sjávarútvegsfyrirtækja í staðinn.Hægt að leysa á einfaldan hátt Sífelldar og endurteknar deilur um upphæð veiðigjalda er hægt að leysa á einfaldan hátt. Með útboði sérleyfa til nýtingar eins og Samfylkingin hefur haft á stefnu sinni frá stofnun mun verðmæti leyfanna ráðast með sama hætti og verð allra annarra aðfanga til atvinnurekstrar og verkefna sem boðin eru út, þ.e. með lögmálum markaðarins. Slíkur markaður er reyndar til í dag en á honum eru eingöngu einkaaðilar sem selja eða leigja hver öðrum sérleyfi til nýtingar á auðlind þjóðarinnar og verð heimilda um tuttugu sinnum hærra en núgildandi veiðigjald. Jafnframt er hægt að fara blandaða leið uppboðs og veiðigjalda. Mikið af tölum er tyrfinn lestur, en tölurnar tala sínu máli. Hið lækkandi pólitískt ákvarðaða veiðigjald sýnir forgangsröðun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Þjóðin á einfaldlega betra skilið. Á meðan veiðigjöld lækka, hækka álögur á barnafjölskyldur með lækkun barnabóta. Við búum nú við lökustu barnabæturnar og versta fæðingarorlofskerfið miðað við Norðurlöndin, svo eitthvað sé nefnt af þeim mörgu verkefnum sem þarf að taka á eftir setu þessar ríkisstjórnar. Lækkum álögur á barnafólk, ekki á þá sem vita ekki aura sinna tal.Graf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir kom á veiðigjöldum árið 2012. Þau voru hugsuð sem fyrsta skrefið í því að tryggja þjóðinni allri hlutdeild í þeim arði sem úthlutun sérleyfa til nýtingar á sjávarauðlind hennar skapar. Einnig skyldi kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu mætt. Eftir samþykkt laganna voru álögð veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 samtals 12,8 milljarðar. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var að breyta lögunum til að lækka veiðigjöld. Fiskveiðiárið 2013/2014 lækkuðu veiðigjöldin um 3,6 milljarða, niður í 9,2 milljarða. Árið þar á eftir lækkuðu þau áfram niður í 7,7 milljarða. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar frá Fiskistofu en áætlað er að gjöldin séu 5,3 milljarðar síðasta fiskveiðiár, en það er að hluta til tilkomið vegna breytingar á álagningu. Við blasir að veiðigjöld hafa lækkað úr 12,8 í 5,3 milljarða eða um 7,5 milljarða, án tillits til verðlagsbreytinga. Á sama tíma og veiðigjöld til ríkissjóðs hafa lækkað hafa arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja hækkað. Á árinu 2012 voru arðgreiðslurnar 6,3 milljarðar, 2013 voru þær 11,8 milljarðar og svo 13,5 milljarðar árið 2014. Ekki fannst fjárhæð arðgreiðslna fyrir 2015. Ríkið heldur úti rekstri á ýmsum stofnunum í tengslum við sjávarútveg og er veiðigjaldinu annars vegar ætlað að standa undir þeim rekstri ef marka má 1. gr. laganna. Hér má nefna Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Veiðimálastofu og þess hluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem fer með sjávarútvegsmál. Gróft reiknað út frá fjárlögum ársins 2015 kostar þessi rekstur ríkið tæpa 2,5 milljarða. Ljóst er að lítið stendur þá eftir til að uppfylla hitt meginhlutverk laganna, að tryggja þjóðinni hlutdeild í arðinum, eða um 2,7 milljarðar ef tekið er mið af veiðigjaldi 2015. Í fyrra þ.e. árið 2015 var heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða 265 milljarðar króna. Veiðigjöldin voru því um þrjú prósent af útflutningsverðmætinu sé tekið mið af 7,7 milljörðum. Þrjú prósent gott fólk. Ef við drögum frá útlagðan kostnað ríkisins fer talan niður í tvö prósent. Á fjárlögum fyrir árið 2015 kemur fram að rekstur Háskóla Íslands í heildinni fái tæpa 13 milljarða. Fyrir ívið hærri veiðigjöld mætti því reka heilan Háskóla Íslands og fyrir arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja árið 2014 rúmlega það. Mýmörg dæmi er hægt að taka um hvernig væri hægt að nýta þá fjármuni sem íslenska þjóðin hefur verið snuðuð um af þessari ríkisstjórn og færðir í vasa eigenda sjávarútvegsfyrirtækja í staðinn.Hægt að leysa á einfaldan hátt Sífelldar og endurteknar deilur um upphæð veiðigjalda er hægt að leysa á einfaldan hátt. Með útboði sérleyfa til nýtingar eins og Samfylkingin hefur haft á stefnu sinni frá stofnun mun verðmæti leyfanna ráðast með sama hætti og verð allra annarra aðfanga til atvinnurekstrar og verkefna sem boðin eru út, þ.e. með lögmálum markaðarins. Slíkur markaður er reyndar til í dag en á honum eru eingöngu einkaaðilar sem selja eða leigja hver öðrum sérleyfi til nýtingar á auðlind þjóðarinnar og verð heimilda um tuttugu sinnum hærra en núgildandi veiðigjald. Jafnframt er hægt að fara blandaða leið uppboðs og veiðigjalda. Mikið af tölum er tyrfinn lestur, en tölurnar tala sínu máli. Hið lækkandi pólitískt ákvarðaða veiðigjald sýnir forgangsröðun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Þjóðin á einfaldlega betra skilið. Á meðan veiðigjöld lækka, hækka álögur á barnafjölskyldur með lækkun barnabóta. Við búum nú við lökustu barnabæturnar og versta fæðingarorlofskerfið miðað við Norðurlöndin, svo eitthvað sé nefnt af þeim mörgu verkefnum sem þarf að taka á eftir setu þessar ríkisstjórnar. Lækkum álögur á barnafólk, ekki á þá sem vita ekki aura sinna tal.Graf
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar