Þjóðin á betra skilið Eva H. Baldursdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir kom á veiðigjöldum árið 2012. Þau voru hugsuð sem fyrsta skrefið í því að tryggja þjóðinni allri hlutdeild í þeim arði sem úthlutun sérleyfa til nýtingar á sjávarauðlind hennar skapar. Einnig skyldi kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu mætt. Eftir samþykkt laganna voru álögð veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 samtals 12,8 milljarðar. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var að breyta lögunum til að lækka veiðigjöld. Fiskveiðiárið 2013/2014 lækkuðu veiðigjöldin um 3,6 milljarða, niður í 9,2 milljarða. Árið þar á eftir lækkuðu þau áfram niður í 7,7 milljarða. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar frá Fiskistofu en áætlað er að gjöldin séu 5,3 milljarðar síðasta fiskveiðiár, en það er að hluta til tilkomið vegna breytingar á álagningu. Við blasir að veiðigjöld hafa lækkað úr 12,8 í 5,3 milljarða eða um 7,5 milljarða, án tillits til verðlagsbreytinga. Á sama tíma og veiðigjöld til ríkissjóðs hafa lækkað hafa arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja hækkað. Á árinu 2012 voru arðgreiðslurnar 6,3 milljarðar, 2013 voru þær 11,8 milljarðar og svo 13,5 milljarðar árið 2014. Ekki fannst fjárhæð arðgreiðslna fyrir 2015. Ríkið heldur úti rekstri á ýmsum stofnunum í tengslum við sjávarútveg og er veiðigjaldinu annars vegar ætlað að standa undir þeim rekstri ef marka má 1. gr. laganna. Hér má nefna Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Veiðimálastofu og þess hluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem fer með sjávarútvegsmál. Gróft reiknað út frá fjárlögum ársins 2015 kostar þessi rekstur ríkið tæpa 2,5 milljarða. Ljóst er að lítið stendur þá eftir til að uppfylla hitt meginhlutverk laganna, að tryggja þjóðinni hlutdeild í arðinum, eða um 2,7 milljarðar ef tekið er mið af veiðigjaldi 2015. Í fyrra þ.e. árið 2015 var heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða 265 milljarðar króna. Veiðigjöldin voru því um þrjú prósent af útflutningsverðmætinu sé tekið mið af 7,7 milljörðum. Þrjú prósent gott fólk. Ef við drögum frá útlagðan kostnað ríkisins fer talan niður í tvö prósent. Á fjárlögum fyrir árið 2015 kemur fram að rekstur Háskóla Íslands í heildinni fái tæpa 13 milljarða. Fyrir ívið hærri veiðigjöld mætti því reka heilan Háskóla Íslands og fyrir arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja árið 2014 rúmlega það. Mýmörg dæmi er hægt að taka um hvernig væri hægt að nýta þá fjármuni sem íslenska þjóðin hefur verið snuðuð um af þessari ríkisstjórn og færðir í vasa eigenda sjávarútvegsfyrirtækja í staðinn.Hægt að leysa á einfaldan hátt Sífelldar og endurteknar deilur um upphæð veiðigjalda er hægt að leysa á einfaldan hátt. Með útboði sérleyfa til nýtingar eins og Samfylkingin hefur haft á stefnu sinni frá stofnun mun verðmæti leyfanna ráðast með sama hætti og verð allra annarra aðfanga til atvinnurekstrar og verkefna sem boðin eru út, þ.e. með lögmálum markaðarins. Slíkur markaður er reyndar til í dag en á honum eru eingöngu einkaaðilar sem selja eða leigja hver öðrum sérleyfi til nýtingar á auðlind þjóðarinnar og verð heimilda um tuttugu sinnum hærra en núgildandi veiðigjald. Jafnframt er hægt að fara blandaða leið uppboðs og veiðigjalda. Mikið af tölum er tyrfinn lestur, en tölurnar tala sínu máli. Hið lækkandi pólitískt ákvarðaða veiðigjald sýnir forgangsröðun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Þjóðin á einfaldlega betra skilið. Á meðan veiðigjöld lækka, hækka álögur á barnafjölskyldur með lækkun barnabóta. Við búum nú við lökustu barnabæturnar og versta fæðingarorlofskerfið miðað við Norðurlöndin, svo eitthvað sé nefnt af þeim mörgu verkefnum sem þarf að taka á eftir setu þessar ríkisstjórnar. Lækkum álögur á barnafólk, ekki á þá sem vita ekki aura sinna tal.Graf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir kom á veiðigjöldum árið 2012. Þau voru hugsuð sem fyrsta skrefið í því að tryggja þjóðinni allri hlutdeild í þeim arði sem úthlutun sérleyfa til nýtingar á sjávarauðlind hennar skapar. Einnig skyldi kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu mætt. Eftir samþykkt laganna voru álögð veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 samtals 12,8 milljarðar. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var að breyta lögunum til að lækka veiðigjöld. Fiskveiðiárið 2013/2014 lækkuðu veiðigjöldin um 3,6 milljarða, niður í 9,2 milljarða. Árið þar á eftir lækkuðu þau áfram niður í 7,7 milljarða. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar frá Fiskistofu en áætlað er að gjöldin séu 5,3 milljarðar síðasta fiskveiðiár, en það er að hluta til tilkomið vegna breytingar á álagningu. Við blasir að veiðigjöld hafa lækkað úr 12,8 í 5,3 milljarða eða um 7,5 milljarða, án tillits til verðlagsbreytinga. Á sama tíma og veiðigjöld til ríkissjóðs hafa lækkað hafa arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja hækkað. Á árinu 2012 voru arðgreiðslurnar 6,3 milljarðar, 2013 voru þær 11,8 milljarðar og svo 13,5 milljarðar árið 2014. Ekki fannst fjárhæð arðgreiðslna fyrir 2015. Ríkið heldur úti rekstri á ýmsum stofnunum í tengslum við sjávarútveg og er veiðigjaldinu annars vegar ætlað að standa undir þeim rekstri ef marka má 1. gr. laganna. Hér má nefna Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Veiðimálastofu og þess hluta atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem fer með sjávarútvegsmál. Gróft reiknað út frá fjárlögum ársins 2015 kostar þessi rekstur ríkið tæpa 2,5 milljarða. Ljóst er að lítið stendur þá eftir til að uppfylla hitt meginhlutverk laganna, að tryggja þjóðinni hlutdeild í arðinum, eða um 2,7 milljarðar ef tekið er mið af veiðigjaldi 2015. Í fyrra þ.e. árið 2015 var heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða 265 milljarðar króna. Veiðigjöldin voru því um þrjú prósent af útflutningsverðmætinu sé tekið mið af 7,7 milljörðum. Þrjú prósent gott fólk. Ef við drögum frá útlagðan kostnað ríkisins fer talan niður í tvö prósent. Á fjárlögum fyrir árið 2015 kemur fram að rekstur Háskóla Íslands í heildinni fái tæpa 13 milljarða. Fyrir ívið hærri veiðigjöld mætti því reka heilan Háskóla Íslands og fyrir arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja árið 2014 rúmlega það. Mýmörg dæmi er hægt að taka um hvernig væri hægt að nýta þá fjármuni sem íslenska þjóðin hefur verið snuðuð um af þessari ríkisstjórn og færðir í vasa eigenda sjávarútvegsfyrirtækja í staðinn.Hægt að leysa á einfaldan hátt Sífelldar og endurteknar deilur um upphæð veiðigjalda er hægt að leysa á einfaldan hátt. Með útboði sérleyfa til nýtingar eins og Samfylkingin hefur haft á stefnu sinni frá stofnun mun verðmæti leyfanna ráðast með sama hætti og verð allra annarra aðfanga til atvinnurekstrar og verkefna sem boðin eru út, þ.e. með lögmálum markaðarins. Slíkur markaður er reyndar til í dag en á honum eru eingöngu einkaaðilar sem selja eða leigja hver öðrum sérleyfi til nýtingar á auðlind þjóðarinnar og verð heimilda um tuttugu sinnum hærra en núgildandi veiðigjald. Jafnframt er hægt að fara blandaða leið uppboðs og veiðigjalda. Mikið af tölum er tyrfinn lestur, en tölurnar tala sínu máli. Hið lækkandi pólitískt ákvarðaða veiðigjald sýnir forgangsröðun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs. Þjóðin á einfaldlega betra skilið. Á meðan veiðigjöld lækka, hækka álögur á barnafjölskyldur með lækkun barnabóta. Við búum nú við lökustu barnabæturnar og versta fæðingarorlofskerfið miðað við Norðurlöndin, svo eitthvað sé nefnt af þeim mörgu verkefnum sem þarf að taka á eftir setu þessar ríkisstjórnar. Lækkum álögur á barnafólk, ekki á þá sem vita ekki aura sinna tal.Graf
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar