Áskorun um gerð lagabreytinga Arnþrúður Karlsdóttir, Orri Hauksson, Ingvi Hrafn Jónsson og Sævar Freyr Þráinsson og Rakel Sveinsdóttir skrifa 23. ágúst 2016 08:30 Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Við biðjum um sanngjarnt rekstrarumhverfi og andrými, þ.a. fjölbreyttir íslenskir miðlar geti blómstrað, samhliða ríkisstyrktum fjölmiðli, erlendri samkeppni og nýrri tækni. Neysluhegðun fólks og þær leiðir sem auglýsingafé streymir um eru að breytast hratt, staðbundnum einkamiðlum í óhag. Innlendir miðlar geta ekki aukalega borið þungar byrðar frá hinu opinbera. Einkareknir miðlar eiga í vaxandi erfiðleikum með að mæta samkeppni alþjóðlegra tæknirisa eins og Netflix, Google, Facebook, Amazon, Hulu og HBO. Aðkoma ríkisins með milljarða beinum fjárframlögum til RÚV ásamt því að lagaumhverfið hefur ekki þróast í takt við öra þróun er að sjúga allt súrefni úr fjölmiðlafyrirtækjum. Lagaumhverfið stuðlar að ójafnri stöðu gagnvart RÚV og erlendri samkeppni sem greiðir ekki skatta af starfsemi sinni á Íslandi. Verði ekki gerðar breytingar fljótt er ljóst að það geti haft óafturkallanleg áhrif á rekstur og framtíðarhorfur íslenskra samkeppnisaðila.Tillögur til úrbótaAð RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði um næstu áramót. Svo ekki þurfi að koma til skerðingar á starfsemi RÚV væri til dæmis möguleiki að hækka útvarpsgjaldið sem nemur tekjumissi og tryggja þannig óbreytta starfsemi.Að virðisaukaskattur verði ekki tekinn af starfsemi fjölmiðla sem myndi tryggja jafnari stöðu gagnvart erlendri samkeppni sem og að staða fjölmiðlafyrirtækja yrði jafnari gagnvart beinum ríkisstyrkjum til RÚV.Að jafnræði verði tryggt milli innlendra félaga og erlendra varðandi kvaðir og skilyrði um meðferð á myndefni. Má nefna að svigrúm verði aukið svo hægt verði að bjóða ótextað efni í efnisveitu eða bjóða íþróttaleiki með erlendu tali á efni þar sem áhorf mælist undir 5%. Með þessu væri hægt að auka úrval og draga úr núverandi ójafnræði milli innlendra og erlendra aðila á markaðinum.Að sömu reglur gildi um innlendar og erlendar efnisveitur og svo innlendar veitur, sem hyggjast framleiða ólínulegt efni, sitji við sama borð og alþjóðlegir fjölmiðlarisar.Að skilgreiningar á hugtökum í fjölmiðlalögum verði uppfærðar í takt við áðurnefndar tækniframfarir undanfarin ár.Að stjórnvöld grípi til úrræða til að styðja við talsetningu á erlendu myndefni fyrir börn, sem og textun á innlendu myndefni fyrir heyrnarskerta áhorfendur.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Skoðun Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Sjá meira
Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Við biðjum um sanngjarnt rekstrarumhverfi og andrými, þ.a. fjölbreyttir íslenskir miðlar geti blómstrað, samhliða ríkisstyrktum fjölmiðli, erlendri samkeppni og nýrri tækni. Neysluhegðun fólks og þær leiðir sem auglýsingafé streymir um eru að breytast hratt, staðbundnum einkamiðlum í óhag. Innlendir miðlar geta ekki aukalega borið þungar byrðar frá hinu opinbera. Einkareknir miðlar eiga í vaxandi erfiðleikum með að mæta samkeppni alþjóðlegra tæknirisa eins og Netflix, Google, Facebook, Amazon, Hulu og HBO. Aðkoma ríkisins með milljarða beinum fjárframlögum til RÚV ásamt því að lagaumhverfið hefur ekki þróast í takt við öra þróun er að sjúga allt súrefni úr fjölmiðlafyrirtækjum. Lagaumhverfið stuðlar að ójafnri stöðu gagnvart RÚV og erlendri samkeppni sem greiðir ekki skatta af starfsemi sinni á Íslandi. Verði ekki gerðar breytingar fljótt er ljóst að það geti haft óafturkallanleg áhrif á rekstur og framtíðarhorfur íslenskra samkeppnisaðila.Tillögur til úrbótaAð RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði um næstu áramót. Svo ekki þurfi að koma til skerðingar á starfsemi RÚV væri til dæmis möguleiki að hækka útvarpsgjaldið sem nemur tekjumissi og tryggja þannig óbreytta starfsemi.Að virðisaukaskattur verði ekki tekinn af starfsemi fjölmiðla sem myndi tryggja jafnari stöðu gagnvart erlendri samkeppni sem og að staða fjölmiðlafyrirtækja yrði jafnari gagnvart beinum ríkisstyrkjum til RÚV.Að jafnræði verði tryggt milli innlendra félaga og erlendra varðandi kvaðir og skilyrði um meðferð á myndefni. Má nefna að svigrúm verði aukið svo hægt verði að bjóða ótextað efni í efnisveitu eða bjóða íþróttaleiki með erlendu tali á efni þar sem áhorf mælist undir 5%. Með þessu væri hægt að auka úrval og draga úr núverandi ójafnræði milli innlendra og erlendra aðila á markaðinum.Að sömu reglur gildi um innlendar og erlendar efnisveitur og svo innlendar veitur, sem hyggjast framleiða ólínulegt efni, sitji við sama borð og alþjóðlegir fjölmiðlarisar.Að skilgreiningar á hugtökum í fjölmiðlalögum verði uppfærðar í takt við áðurnefndar tækniframfarir undanfarin ár.Að stjórnvöld grípi til úrræða til að styðja við talsetningu á erlendu myndefni fyrir börn, sem og textun á innlendu myndefni fyrir heyrnarskerta áhorfendur.Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps SöguIngvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNNOrri Hauksson, fyrir hönd SímansRakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla HringbrautarSævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar