Hvað er r* og af hverju er það mikilvægt? lars christensen skrifar 24. ágúst 2016 10:00 Um helgina hélt næstæðsti embættismaður á sviði peningamálastefnu Bandaríkjanna, Stanley Fischer aðstoðarseðlabankastjóri, erindi þar sem hann fjallaði um stöðu bandaríska hagkerfisins. Það mikilvægasta sem frá Stanley Fischer kom var klárlega að hægt hefur á framleiðniaukningu í Bandaríkjunum og að neikvæð lýðfræðiþróun muni einnig draga úr möguleikunum á langtímahagvexti þar í landi. Fischer sagði að þetta drægi dilk á eftir sér varðandi peningamálastefnu Bandaríkjanna þar sem minni vöxtur á vergri landsframleiðslu þýddi að r* hefði líka fallið. r* er hugtak sem hagfræðingar nota um það sem kallað er „eðlilegt“ eða „hlutlaust“ vaxtastig, sem er það vaxtastig sem tryggir að verðbólga samræmist markmiðum seðlabankans og hagkerfið starfi almennt með fullum afköstum. Ef r* er til langframa lægra – miklu lægra – en við héldum fyrir 5-10 árum – þá þýðir það líka að þeir lágu stýrivextir sem nú eru í Bandaríkjunum, og reyndar í heiminum, eru sennilega varanlegir í eðli sínu. Um leið þýðir það að peningamálastefnan sé kannski ekki alveg eins „hagfelld“ og oft er sagt að hún sé, sem þýðir að það sé lítil ástæða til að hækka stýrivexti í Bandaríkjunum á næstunni.Hið nýja samhljóða álit FOMCFischer er ekki fyrsti háttsetti embættismaður seðlabankans sem segir slíkt. Reyndar virðist nýtt samhljóða álit vera að myndast á meðal meðlima hinnar mikilvægu nefndar Seðlabankans, Federal Open Market Committee. Á síðustu tveim vikum hafa þannig forstjóri svæðisseðlabankans í Dallas, Robert Kaplan, og forstjóri svæðisseðlabankans í San Francisco, John Williams, báðir bent á að r* sé líklega mjög lágt og að Seðlabankinn ætti að taka það með í reikninginn þegar hann ákveður peningamálastefnu sína. Athyglisverðast er að John Williams hefur lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti kannski að breyta peningamálastefnu sinni frá núverandi verðbólgumarkmiði sínu yfir í, til dæmis, markmið fyrir nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þá lægi Seðlabankanum miklu minna á að hækka stýrivexti og sýndi þannig merki um að Seðlabankinn muni ekki hækka stýrivexti á næstunni. Ummæli Williams gætu opnað dyrnar fyrir grunnumræðu um skipan peningamálastefnu Seðlabankans og við gætum hafið þá umræðu í næstu viku þegar seðlabankastjórar hvaðanæva úr heiminum hittast á árlegu málþingi svæðisseðlabankans í Kansas City um efnahagsstefnu í Jackson Hole í Wyoming. Þátttakendur af fjármálamarkaðnum munu fylgjast sérstaklega með því hvort Janet Yellen seðlabankastjóri tjái sig eitthvað í ræðu sinni á föstudaginn um r* og hvaða vísbendingar það muni gefa, ekki bara um peningamálastefnuna í náinni framtíð, heldur einnig um skipan peningamálastefnunnar í heild sinni. Ef Yellen nefnir að r* hafi fallið væri það líka merki til fjármálamarkaðanna um að það verði engin ástæða til að hækka stýrivexti á þessu ári og því yrði vissulega fagnað af alþjóðlegum fjárfestum á verðbréfamörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Um helgina hélt næstæðsti embættismaður á sviði peningamálastefnu Bandaríkjanna, Stanley Fischer aðstoðarseðlabankastjóri, erindi þar sem hann fjallaði um stöðu bandaríska hagkerfisins. Það mikilvægasta sem frá Stanley Fischer kom var klárlega að hægt hefur á framleiðniaukningu í Bandaríkjunum og að neikvæð lýðfræðiþróun muni einnig draga úr möguleikunum á langtímahagvexti þar í landi. Fischer sagði að þetta drægi dilk á eftir sér varðandi peningamálastefnu Bandaríkjanna þar sem minni vöxtur á vergri landsframleiðslu þýddi að r* hefði líka fallið. r* er hugtak sem hagfræðingar nota um það sem kallað er „eðlilegt“ eða „hlutlaust“ vaxtastig, sem er það vaxtastig sem tryggir að verðbólga samræmist markmiðum seðlabankans og hagkerfið starfi almennt með fullum afköstum. Ef r* er til langframa lægra – miklu lægra – en við héldum fyrir 5-10 árum – þá þýðir það líka að þeir lágu stýrivextir sem nú eru í Bandaríkjunum, og reyndar í heiminum, eru sennilega varanlegir í eðli sínu. Um leið þýðir það að peningamálastefnan sé kannski ekki alveg eins „hagfelld“ og oft er sagt að hún sé, sem þýðir að það sé lítil ástæða til að hækka stýrivexti í Bandaríkjunum á næstunni.Hið nýja samhljóða álit FOMCFischer er ekki fyrsti háttsetti embættismaður seðlabankans sem segir slíkt. Reyndar virðist nýtt samhljóða álit vera að myndast á meðal meðlima hinnar mikilvægu nefndar Seðlabankans, Federal Open Market Committee. Á síðustu tveim vikum hafa þannig forstjóri svæðisseðlabankans í Dallas, Robert Kaplan, og forstjóri svæðisseðlabankans í San Francisco, John Williams, báðir bent á að r* sé líklega mjög lágt og að Seðlabankinn ætti að taka það með í reikninginn þegar hann ákveður peningamálastefnu sína. Athyglisverðast er að John Williams hefur lagt til að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti kannski að breyta peningamálastefnu sinni frá núverandi verðbólgumarkmiði sínu yfir í, til dæmis, markmið fyrir nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þá lægi Seðlabankanum miklu minna á að hækka stýrivexti og sýndi þannig merki um að Seðlabankinn muni ekki hækka stýrivexti á næstunni. Ummæli Williams gætu opnað dyrnar fyrir grunnumræðu um skipan peningamálastefnu Seðlabankans og við gætum hafið þá umræðu í næstu viku þegar seðlabankastjórar hvaðanæva úr heiminum hittast á árlegu málþingi svæðisseðlabankans í Kansas City um efnahagsstefnu í Jackson Hole í Wyoming. Þátttakendur af fjármálamarkaðnum munu fylgjast sérstaklega með því hvort Janet Yellen seðlabankastjóri tjái sig eitthvað í ræðu sinni á föstudaginn um r* og hvaða vísbendingar það muni gefa, ekki bara um peningamálastefnuna í náinni framtíð, heldur einnig um skipan peningamálastefnunnar í heild sinni. Ef Yellen nefnir að r* hafi fallið væri það líka merki til fjármálamarkaðanna um að það verði engin ástæða til að hækka stýrivexti á þessu ári og því yrði vissulega fagnað af alþjóðlegum fjárfestum á verðbréfamörkuðum.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun