Úlfar hættir sem landsliðsþjálfari í lok ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2016 09:14 Úlfar hefur verið landsliðsþjálfari frá 2011. vísir/anton Úlfar Jónsson lætur af störfum sem landsliðsþjálfari í golfi í lok ársins. Þetta kemur fram á heimasíðu GSÍ. Auk þess að gegna starfi landsliðsþjálfara er Úlfar íþróttastjóri GKG. Hann segir að það sé erfitt að samrýma þessi tvö störf. „Það hefur margt breyst á undanförnum fimm árum og með hverju árinu sem líður er alltaf erfiðara og erfiðara að vera í tveimur krefjandi störfum. Starfssemin hjá GSÍ er alltaf að stækka og einnig í mínu aðalstarfi sem íþróttastjóri GKG. Það eru spennandi tímar framundan á báðum vígstöðvum, en nú tel ég rétt að velja á milli og einbeita mér að öðru hvoru. GKG varð ofan á af ýmsum ástæðum,“ er haft eftir Úlfari á heimasíðu GSÍ. Úlfar, sem hefur gegnt starfi landsliðsþjálfara frá 2011, segir mikilvægt að næsti landsliðsþjálfari verði í fullu starfi. „Að mínu mati er GSÍ á þeim stað í dag með landsliðsstarfið að ráða þarf landsliðsþjálfara í 100% starf. Það var ekki rétti tímapunkturinn til þess að gera slíkt fyrir fimm árum þegar ég var ráðinn en ég tel að sá tími sé runninn upp,“ segir Úlfar sem vill að golfhreyfingin leiti inn á við við val á nýjum landsliðsþjálfara. „Landsliðsþjálfari á að mínu mati að vera búsettur á Íslandi og í góðum tengslum við leikmenn. Umhverfið hefur breyst mikið frá þeim tíma þegar t.d. Staffan Johanson þáverandi landsliðsþjálfari var búsettur í Svíþjóð og kom hingað til lands með reglulegu millibili.“ Golf Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Úlfar Jónsson lætur af störfum sem landsliðsþjálfari í golfi í lok ársins. Þetta kemur fram á heimasíðu GSÍ. Auk þess að gegna starfi landsliðsþjálfara er Úlfar íþróttastjóri GKG. Hann segir að það sé erfitt að samrýma þessi tvö störf. „Það hefur margt breyst á undanförnum fimm árum og með hverju árinu sem líður er alltaf erfiðara og erfiðara að vera í tveimur krefjandi störfum. Starfssemin hjá GSÍ er alltaf að stækka og einnig í mínu aðalstarfi sem íþróttastjóri GKG. Það eru spennandi tímar framundan á báðum vígstöðvum, en nú tel ég rétt að velja á milli og einbeita mér að öðru hvoru. GKG varð ofan á af ýmsum ástæðum,“ er haft eftir Úlfari á heimasíðu GSÍ. Úlfar, sem hefur gegnt starfi landsliðsþjálfara frá 2011, segir mikilvægt að næsti landsliðsþjálfari verði í fullu starfi. „Að mínu mati er GSÍ á þeim stað í dag með landsliðsstarfið að ráða þarf landsliðsþjálfara í 100% starf. Það var ekki rétti tímapunkturinn til þess að gera slíkt fyrir fimm árum þegar ég var ráðinn en ég tel að sá tími sé runninn upp,“ segir Úlfar sem vill að golfhreyfingin leiti inn á við við val á nýjum landsliðsþjálfara. „Landsliðsþjálfari á að mínu mati að vera búsettur á Íslandi og í góðum tengslum við leikmenn. Umhverfið hefur breyst mikið frá þeim tíma þegar t.d. Staffan Johanson þáverandi landsliðsþjálfari var búsettur í Svíþjóð og kom hingað til lands með reglulegu millibili.“
Golf Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira