Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. ágúst 2016 14:30 Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursmála hjá Pirelli. Vísir/Getty Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. Hembrey gerir ráð fyrir að bílarnir verði þremur til sex sekúndum fljótari á hverjum hring. Hraðaaukningin mun velta á hverri braut og hversu mikið af beygjum er á henni. Megnið af tímanum sem mun sparast verður í beygjum þar sem breytingarnar eru hannaðar til þess að koma bílunum hraðar í gegnum beygjur. Aukið loftflæði mun í upphafi hægja á bílunum á beinum hröðum köflum brautanna. Aukið loftflæði mun koma til vegna breiðari vængja. „Aksturinn gæti orðið eins og á teinum með þessum breytingum. Gripið gæti orðið svo mikið að tilfinningin sem ökumenn hafa um að vera á mörkum þess grips sem þeir hafa gæti horfið og bíllinn orðið eins og á teinum,“ sagði Hembrey í samtali við Autosport. Hembrey telur að breytingarnar muni valda því að ökumenn fái sömu tilfinningu og ef þeir væru vanir að aka GP2 bílum og myndu skyndilega hoppa um borð í Formúlu 1 bíl. „Þetta verður eins og nýr kappakstursflokkur. Þetta verður eins og að stökkva frá GP2 í Formúlu 1, þetta verður einskonar Formúla 1 plús miðað við núverandi ástand,“ bætti Hembrey við. Formúla Tengdar fréttir Mallya: Litlar breytingar væntanlegar eftir sumarfrí Force India gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum í goggunarröð Formúlu 1 liða eftir sumarfrí. Ástæðuna fyrir þessu segir liðsstjórinn Vijay Mallya, vera að liðin einbeiti sér að breytingum næsta árs. 22. ágúst 2016 19:30 Kaltenborn: Sauber hefur engar afsakanir á næsta ári Sauber liðið í Formúlu 1 hefur engar afsakanir til að færa sig ekki ofar í keppni bílasmiða á næstar ári, samkvæmt liðsstjóra Sauber Monisha Kaltenborn. 12. ágúst 2016 20:15 Alonso spenntur fyrir bílum næsta árs Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 spáir því að bílar næsta árs vekji hrifningu ökumanna. Hann gerir ráð fyrir því að þeir eigi eftir að virka vel fyrir ökumenn og áhorfendur. 10. ágúst 2016 09:00 Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. Hembrey gerir ráð fyrir að bílarnir verði þremur til sex sekúndum fljótari á hverjum hring. Hraðaaukningin mun velta á hverri braut og hversu mikið af beygjum er á henni. Megnið af tímanum sem mun sparast verður í beygjum þar sem breytingarnar eru hannaðar til þess að koma bílunum hraðar í gegnum beygjur. Aukið loftflæði mun í upphafi hægja á bílunum á beinum hröðum köflum brautanna. Aukið loftflæði mun koma til vegna breiðari vængja. „Aksturinn gæti orðið eins og á teinum með þessum breytingum. Gripið gæti orðið svo mikið að tilfinningin sem ökumenn hafa um að vera á mörkum þess grips sem þeir hafa gæti horfið og bíllinn orðið eins og á teinum,“ sagði Hembrey í samtali við Autosport. Hembrey telur að breytingarnar muni valda því að ökumenn fái sömu tilfinningu og ef þeir væru vanir að aka GP2 bílum og myndu skyndilega hoppa um borð í Formúlu 1 bíl. „Þetta verður eins og nýr kappakstursflokkur. Þetta verður eins og að stökkva frá GP2 í Formúlu 1, þetta verður einskonar Formúla 1 plús miðað við núverandi ástand,“ bætti Hembrey við.
Formúla Tengdar fréttir Mallya: Litlar breytingar væntanlegar eftir sumarfrí Force India gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum í goggunarröð Formúlu 1 liða eftir sumarfrí. Ástæðuna fyrir þessu segir liðsstjórinn Vijay Mallya, vera að liðin einbeiti sér að breytingum næsta árs. 22. ágúst 2016 19:30 Kaltenborn: Sauber hefur engar afsakanir á næsta ári Sauber liðið í Formúlu 1 hefur engar afsakanir til að færa sig ekki ofar í keppni bílasmiða á næstar ári, samkvæmt liðsstjóra Sauber Monisha Kaltenborn. 12. ágúst 2016 20:15 Alonso spenntur fyrir bílum næsta árs Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 spáir því að bílar næsta árs vekji hrifningu ökumanna. Hann gerir ráð fyrir því að þeir eigi eftir að virka vel fyrir ökumenn og áhorfendur. 10. ágúst 2016 09:00 Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Mallya: Litlar breytingar væntanlegar eftir sumarfrí Force India gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum í goggunarröð Formúlu 1 liða eftir sumarfrí. Ástæðuna fyrir þessu segir liðsstjórinn Vijay Mallya, vera að liðin einbeiti sér að breytingum næsta árs. 22. ágúst 2016 19:30
Kaltenborn: Sauber hefur engar afsakanir á næsta ári Sauber liðið í Formúlu 1 hefur engar afsakanir til að færa sig ekki ofar í keppni bílasmiða á næstar ári, samkvæmt liðsstjóra Sauber Monisha Kaltenborn. 12. ágúst 2016 20:15
Alonso spenntur fyrir bílum næsta árs Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 spáir því að bílar næsta árs vekji hrifningu ökumanna. Hann gerir ráð fyrir því að þeir eigi eftir að virka vel fyrir ökumenn og áhorfendur. 10. ágúst 2016 09:00
Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00