Fjármálakreppan og fjöldamótmælin jón gunnar bernburg skrifar 24. ágúst 2016 13:43 Milli 1991 og 2003 áttu sér stað veigamiklar breytingar í viðskiptalífinu; fjármagnið fékk ferðafrelsi og ríkið seldi banka og veigamiklar stofnanir. Líkt og í öðrum löndum myndaðist staðföst trú meðal stjórnmálaleiðtoga að ríkisvaldið ætti ekki að stjórna fjármagnsöflunum lengur. Að ríkisforsjá bjagaði lögmál markaðarins og olli stöðnun. Óheft myndi fjármagnið aftur á móti leita í æ meiri hagkvæmni og samfélagið allt myndi hagnast. Vissulega heyrðist gagnrýni; sumir töluðu um ójöfnuð og náttúruspjöll og einhverjir vildu meina að efnishyggjan græfi undan góðum gildum. En drifkraftur breytinganna var alþjóðleg þróun sem erfitt var að sporna við. Þegar líða tók á tímabilið fór líka að vera erfitt að neita því að lífsafkoman væri að batna, jafnvel þótt það gerðist hraðar hjá sumum en öðrum. Gagnrýnin varð jaðarsett og fulltrúar hennar hafðir að háði; gagnrýnendur góðærisins voru sagðir á móti framförum. Þegar bankarnir hrundu upplifðu þjóðfélagsgagnrýnendur að boðskapur þeirra fékk loksins hljómgrunn. Hrunið skapaði útbreidda þörf fyrir skýringar; ótti og óvissa skapaðist og traust almennings á veigamiklar stofnanir brast, ekki síst á stjórnmálin. Stjórnvöld útskýrðu ástandið með því að benda á alþjóðleg öfl og fífldjarfa bankamenn, en trúverðugleikinn var laskaður; í augum margra voru þetta öflin sem höfðu frelsað fjármagnið og einkavætt bankana og loks hunsað viðvaranir. Í óttablöndnu óvissuástandi voru margir tilbúnir að hlusta aðrar raddir. Haustið 2008 myndaðist þannig sjaldgæft sóknarfæri fyrir pólitískt andóf. Aðgerðasinnar héldu mótmælafundi og ræðufólk skilgreindi fjármálakreppuna sem lýðræðisvanda. Mótmælafundir voru fámennir í fyrstu en þátttakan jókst og þá uxu líka væntingar um að mótmælin gætu haft áhrif á ráðamenn. Skilaboð mótmælenda heyrðust vel í umræðunni og andófsstemningin náði hámarki í janúar 2009 þegar um fjórðungur höfuðborgarbúa tók þátt í háværum mótmælum. Stjórnarsamstarfið brast undir pottaglamri og Íslendingar lærðu að fjöldamótmæli geta haft bein áhrif á valdhafa og jafnvel fellt sitjandi ríkisstjórn. Ekki er unnt að skýra atburðina í aprílmánuði síðastliðnum nema með vísan í þessa sögu. Opinberanir á aflandseignum stjórnmálamanna vöktu upp vantraustið til stjórnmálanna og lærdómurinn úr Búsáhaldabyltingunni, að fjöldamótmæli hafi áhrif á valdatafl stjórnmálanna, virkjaði þúsundir til þess að mótmæla. Á meðan vantraustið gagnvart stjórnmálunum blundar áfram í tilfinningalífi þjóðarinnar er líklegt að efnahagsleg áföll eða hneykslismál eða jafnvel bara ágreiningur milli fylkinga muni áfram kveikja í fjöldamótmælum hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Milli 1991 og 2003 áttu sér stað veigamiklar breytingar í viðskiptalífinu; fjármagnið fékk ferðafrelsi og ríkið seldi banka og veigamiklar stofnanir. Líkt og í öðrum löndum myndaðist staðföst trú meðal stjórnmálaleiðtoga að ríkisvaldið ætti ekki að stjórna fjármagnsöflunum lengur. Að ríkisforsjá bjagaði lögmál markaðarins og olli stöðnun. Óheft myndi fjármagnið aftur á móti leita í æ meiri hagkvæmni og samfélagið allt myndi hagnast. Vissulega heyrðist gagnrýni; sumir töluðu um ójöfnuð og náttúruspjöll og einhverjir vildu meina að efnishyggjan græfi undan góðum gildum. En drifkraftur breytinganna var alþjóðleg þróun sem erfitt var að sporna við. Þegar líða tók á tímabilið fór líka að vera erfitt að neita því að lífsafkoman væri að batna, jafnvel þótt það gerðist hraðar hjá sumum en öðrum. Gagnrýnin varð jaðarsett og fulltrúar hennar hafðir að háði; gagnrýnendur góðærisins voru sagðir á móti framförum. Þegar bankarnir hrundu upplifðu þjóðfélagsgagnrýnendur að boðskapur þeirra fékk loksins hljómgrunn. Hrunið skapaði útbreidda þörf fyrir skýringar; ótti og óvissa skapaðist og traust almennings á veigamiklar stofnanir brast, ekki síst á stjórnmálin. Stjórnvöld útskýrðu ástandið með því að benda á alþjóðleg öfl og fífldjarfa bankamenn, en trúverðugleikinn var laskaður; í augum margra voru þetta öflin sem höfðu frelsað fjármagnið og einkavætt bankana og loks hunsað viðvaranir. Í óttablöndnu óvissuástandi voru margir tilbúnir að hlusta aðrar raddir. Haustið 2008 myndaðist þannig sjaldgæft sóknarfæri fyrir pólitískt andóf. Aðgerðasinnar héldu mótmælafundi og ræðufólk skilgreindi fjármálakreppuna sem lýðræðisvanda. Mótmælafundir voru fámennir í fyrstu en þátttakan jókst og þá uxu líka væntingar um að mótmælin gætu haft áhrif á ráðamenn. Skilaboð mótmælenda heyrðust vel í umræðunni og andófsstemningin náði hámarki í janúar 2009 þegar um fjórðungur höfuðborgarbúa tók þátt í háværum mótmælum. Stjórnarsamstarfið brast undir pottaglamri og Íslendingar lærðu að fjöldamótmæli geta haft bein áhrif á valdhafa og jafnvel fellt sitjandi ríkisstjórn. Ekki er unnt að skýra atburðina í aprílmánuði síðastliðnum nema með vísan í þessa sögu. Opinberanir á aflandseignum stjórnmálamanna vöktu upp vantraustið til stjórnmálanna og lærdómurinn úr Búsáhaldabyltingunni, að fjöldamótmæli hafi áhrif á valdatafl stjórnmálanna, virkjaði þúsundir til þess að mótmæla. Á meðan vantraustið gagnvart stjórnmálunum blundar áfram í tilfinningalífi þjóðarinnar er líklegt að efnahagsleg áföll eða hneykslismál eða jafnvel bara ágreiningur milli fylkinga muni áfram kveikja í fjöldamótmælum hérlendis.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun