Vínarbrauð og maraþon Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Þegar ég horfði út um gluggann um síðustu helgi og sá maraþonhlauparana streyma framhjá gat ég ekki annað en dáðst að dugnaði þeirra. Ég nartaði í sérbakað vínarbrauð og sötraði kaffi enda eru kolvetnin lykilatriði í hlaupum. Þáttur stuðningsmannsins vill gleymast dálítið í umræðunni um Reykjavíkurmaraþon og staða hans er önnur og lakari en stuðningsmannsins í fótbolta svo dæmi sé tekið. Við fáum ekki að heyra sigurvegarana í maraþonhlaupum nefna að þeir hefðu ekki náð þessum árangri ef ekki væru fyrir stuðningsmennina heima í stofu. Eðlilegt næsta skref núna viku eftir hlaup er kannski einmitt að opna umræðuna um stöðu stuðningsmannsins, sem klappar, hrópar og kallar, blístrar og samgleðst.Staða stuðningsmannsins Ég hef gjarnan staðið vaktina við stofuglugga foreldranna á Seltjarnarnesi og reynsla mín sem stuðningsmaður í stofuglugga er raunar í árum talin. Þar eru kjöraðstæður til að sjá mannhafið sigla framhjá. Það var hins vegar fyrst eftir að ég flutti til New York fyrir nokkrum árum sem ég lærði að hlutverk og gleði stuðningsmannsins þarf ekki endilega að felast í að bíða eftir sérstökum hlaupara. Stuðningsmenn í stórborginni standa á hliðarlínunni og gera sitt til að skilti þeirra vekji eftirtekt. Þeir sem lengst eru komnir eru vopnaðir heimasmíðuðum skiltum með þaulhugsuðum skilaboðum. Aðrir eru meira að fanga stemmninguna eins og vinalegur maður sem kallaði aftur og aftur hvatningarorðin: „Go you complete stranger!“Pólitíkin í maraþoni Auðvitað var það í Bandaríkjunum sem ég skynjaði að maraþon er ekki það sama og maraþon. Þar er pólitík eins og annars staðar. Þetta lærði ég strax á minni fyrstu vakt í New York þar sem eldri bandarísk kona sagði mér frá því að það eru nýgræðingar sem halda að það sem mestu máli skipti sé að komast í mark. Í elítumaraþoni skiptir mestu að fá að vera með. Í Bandaríkjunum einum fara fram rúmlega þúsund maraþonhlaup á hverju ári sem um 500.000 hlauparar taka þátt í. Konan sagði mér á meðan við fylgdumst með hlaupinu að það gilda óskrifaðar en þýðingarmiklar reglur um hvernig á að velja besta maraþonið. Þættir eins og saga og hefð, upplifun og náttúrufegurð skipta máli. Aþena státar auðvitað af sögu og og þykir erfitt maraþon þar sem mjög stór hluti er upp í móti. Fá maraþon þykja víst eins strembin og maraþon á Kínamúrnum, þar sem keppendur hlaupa brattar tröppur og eftir grýttum stígum. New York maraþonið er það fjölmennasta í Bandaríkjunum og þykir mjög elegant að hafa hlaupið það, í gegnum Brooklyn og Queens, á First Avenue og enda svo í Central Park. En mesta elítumaraþon heims er hins vegar Boston maraþonið, fyrst haldið 1897, vegna þess að þar gilda ströng inntökuskilyrði og ekki er hægt að öðlast þátttökurétt nema að sýna fram á að hafa áður hlaupið nokkur viðurkennd maraþon sem og undir ákveðnum lágmarkstíma. Alla hlaupara dreymir um Boston. Í Reykjavík er hlutfall hlaupara ævintýralega hátt, jafnvel þrátt fyrir að auðvitað séu ekki allir hlaupararnir héðan. Hverjum hlaupara fylgja svo nokkrir heitir stuðningsmenn og svo er það þögla týpan í stofuglugganum. Að teknu tilliti til okkar í stofunni er öll borgin með. Ég leiddi hugann að þessu við stofugluggann síðustu helgi þegar ég mundi eftir spjallinu við eldri konuna í New York og að það sem gerir Reykjavíkurmaraþon svo sjarmerandi er að borgin er öll með hugann við hlaupið. Þegar við bætist að samhliða því leggja hlauparar og stuðningsmenn þeirra góðum málstað lið með áheitasöfnun er erfitt annað en að sjá sjarmann.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þegar ég horfði út um gluggann um síðustu helgi og sá maraþonhlauparana streyma framhjá gat ég ekki annað en dáðst að dugnaði þeirra. Ég nartaði í sérbakað vínarbrauð og sötraði kaffi enda eru kolvetnin lykilatriði í hlaupum. Þáttur stuðningsmannsins vill gleymast dálítið í umræðunni um Reykjavíkurmaraþon og staða hans er önnur og lakari en stuðningsmannsins í fótbolta svo dæmi sé tekið. Við fáum ekki að heyra sigurvegarana í maraþonhlaupum nefna að þeir hefðu ekki náð þessum árangri ef ekki væru fyrir stuðningsmennina heima í stofu. Eðlilegt næsta skref núna viku eftir hlaup er kannski einmitt að opna umræðuna um stöðu stuðningsmannsins, sem klappar, hrópar og kallar, blístrar og samgleðst.Staða stuðningsmannsins Ég hef gjarnan staðið vaktina við stofuglugga foreldranna á Seltjarnarnesi og reynsla mín sem stuðningsmaður í stofuglugga er raunar í árum talin. Þar eru kjöraðstæður til að sjá mannhafið sigla framhjá. Það var hins vegar fyrst eftir að ég flutti til New York fyrir nokkrum árum sem ég lærði að hlutverk og gleði stuðningsmannsins þarf ekki endilega að felast í að bíða eftir sérstökum hlaupara. Stuðningsmenn í stórborginni standa á hliðarlínunni og gera sitt til að skilti þeirra vekji eftirtekt. Þeir sem lengst eru komnir eru vopnaðir heimasmíðuðum skiltum með þaulhugsuðum skilaboðum. Aðrir eru meira að fanga stemmninguna eins og vinalegur maður sem kallaði aftur og aftur hvatningarorðin: „Go you complete stranger!“Pólitíkin í maraþoni Auðvitað var það í Bandaríkjunum sem ég skynjaði að maraþon er ekki það sama og maraþon. Þar er pólitík eins og annars staðar. Þetta lærði ég strax á minni fyrstu vakt í New York þar sem eldri bandarísk kona sagði mér frá því að það eru nýgræðingar sem halda að það sem mestu máli skipti sé að komast í mark. Í elítumaraþoni skiptir mestu að fá að vera með. Í Bandaríkjunum einum fara fram rúmlega þúsund maraþonhlaup á hverju ári sem um 500.000 hlauparar taka þátt í. Konan sagði mér á meðan við fylgdumst með hlaupinu að það gilda óskrifaðar en þýðingarmiklar reglur um hvernig á að velja besta maraþonið. Þættir eins og saga og hefð, upplifun og náttúrufegurð skipta máli. Aþena státar auðvitað af sögu og og þykir erfitt maraþon þar sem mjög stór hluti er upp í móti. Fá maraþon þykja víst eins strembin og maraþon á Kínamúrnum, þar sem keppendur hlaupa brattar tröppur og eftir grýttum stígum. New York maraþonið er það fjölmennasta í Bandaríkjunum og þykir mjög elegant að hafa hlaupið það, í gegnum Brooklyn og Queens, á First Avenue og enda svo í Central Park. En mesta elítumaraþon heims er hins vegar Boston maraþonið, fyrst haldið 1897, vegna þess að þar gilda ströng inntökuskilyrði og ekki er hægt að öðlast þátttökurétt nema að sýna fram á að hafa áður hlaupið nokkur viðurkennd maraþon sem og undir ákveðnum lágmarkstíma. Alla hlaupara dreymir um Boston. Í Reykjavík er hlutfall hlaupara ævintýralega hátt, jafnvel þrátt fyrir að auðvitað séu ekki allir hlaupararnir héðan. Hverjum hlaupara fylgja svo nokkrir heitir stuðningsmenn og svo er það þögla týpan í stofuglugganum. Að teknu tilliti til okkar í stofunni er öll borgin með. Ég leiddi hugann að þessu við stofugluggann síðustu helgi þegar ég mundi eftir spjallinu við eldri konuna í New York og að það sem gerir Reykjavíkurmaraþon svo sjarmerandi er að borgin er öll með hugann við hlaupið. Þegar við bætist að samhliða því leggja hlauparar og stuðningsmenn þeirra góðum málstað lið með áheitasöfnun er erfitt annað en að sjá sjarmann.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun