Hleypur fyrir 20 mánaða prinsessu með ólæknandi krabbamein 15. ágúst 2016 11:00 "Ég finn mun á mér eftir að ég byrjaði að hlaupa og það er einhvern veginn auðveldara að takast á við þau verkefni sem bíða manns þegar maður er búinn að fá útrás fyrir tilfinningar sínar í hreyfingunni,“ segir Skorri Rafn um dóttur sína Díu Rakel. „Læknarnir sögðu að hún myndi byrja að labba seint en þessi litla mannvera byrjaði snemma, bætir um betur og nánast skokkar út um allt,“ segir Skorri Rafn Rafnsson sem ætlar að hlaupa 10 kílómetra fyrir dóttur sína og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna í Reykjavíkurmaraþoninu þann 20. ágúst. Skorri Rafn er nokkurskonar netmógúll, en hann á netgíró, bland.is og nokkra netmiðla eins og Hun.is, sport.is og 433.is. Dóttir Skorra, Día Rakel, er í dag 20 mánaða gömul en hún greindist með æxli við heila þegar hún var 11 mánaða og byrjaði í krabbameinsmeðferð daginn eftir fyrsta afmælisdaginn sinn þann 30. desember síðastliðinn. Æxlið sem Día Rakel er með er við sjóntaugarnar og staðsetning þess gerir það að verkum að ekki er hægt að skera meinið í burtu og því er krabbameinið talið ólæknandi. „Það er sárt að hugsa til allrar þeirrar baráttu sem þetta litla skinn þarf að ganga í gegnum en við vonumst auðvitað til þess að með áframhaldandi meðferðum sé hægt að halda sjúkdómnum niðri og vonandi einn daginn verður hún alveg heilbrigð, þrátt fyrir allt. Það er mikið lagt á Díu mína, hún er inn og út af spítala og það er aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig hún tekst á við hvern dag. Á spítalanum sýnir hún fágæta stillingu en verður óskaplega glöð og kát þegar hjúkrunarfólkið leggur frá sér tæki sín og tól. Á sínum góðu dögum heima er hún algjör orkubolti, elskar að dansa við músík og lætur fátt stoppa sig þótt völt sé á fótum. Hún er ofboðslega glöð stelpa,“ segir Skorri. Fyrstu mánuðirnir eftir greiningu voru fjölskyldunni sérstaklega erfiðir og sótti hún styrk sinn meðal annars til SKB og er hlaupið leið Skorra til að þakka fyrir þann andlega stuðning sem félagið hefur veitt Díu og aðstandendum hennar. En fleiri hlaupa til styrktar SKB í nafni Díu Rakelar, eins og mamma hennar Elísabet og tvær frænkur. „Það er góð tilfinning að þakka fyrir sig og vera í þeirri stöðu að geta gefið til baka. Sú upphæð sem safnast rennur öll til SKB og eins mun fyrirtæki sem ég er í forsvari fyrir jafna upphæðina sem safnast vegna míns hlaups og eins hlaups barnsmóður minnar og upphæðin þannig fyrir hlaupin tvö á endanum tvöfölduð. SKB vinnur frábært starf og ég veit fyrir víst að ferlið síðastliðna 9 mánuði væri búið að vera mun erfiðara ef ekki væri fyrir félagið og það fólk sem er í starfi þess. Eins er Día Rakel virkilega heppin með mömmu og ég með barnsmóður en það er að ég tel nauðsynlegt að standa saman í svona erfiðu verkefni,“ segir hann. Skorri keppti á árum áður í lyftingum og setti nokkur Íslandsmet í greininni. Hann hafði þó slegið slöku við þegar kom að hreyfingu og í raun ekki æft neitt að ráði í mörg á, en það er liðin tíð og er hann kominn á fullt. Hann kvíðir ekki komandi hlaupi og segir undirbúninginn skemmtilegan. „Ég hleyp annan hvern morgun og ætla að gera það fram að Reykjavíkurmaraþoninu og hver veit nema ég haldi þeirri iðju bara áfram eftir 20. ágúst. Hlaupagenið er nefnilega ríkjandi í fjölskyldunni. Ég finn mun á mér eftir að ég byrjaði að hlaupa og það er einhvern veginn auðveldara að takast á við þau verkefni sem bíða manns þegar maður er búinn að fá útrás fyrir tilfinningar sínar í hreyfingunni. Ég held að ég sé duglegu prinsessunni minni meiri stuðningur fyrir vikið,“ segir hann.Skorri hefur þegar safnað rúmri milljón eins og sjá má hér. Munar þar um nafnlaus áheit upp á 400 þúsund krónur annars vegar og 100 þúsund krónur hins vegar auk þess sem Fagstál hefur styrkt um 150 þúsund krónur og Kaupumgull.is um 100 þúsund krónur. Tengdar fréttir Huldumennirnir á bak við smálánafyrirtækin svara engu Íslendingar fjórum árum á eftir Króötum sem brugðust hratt og örugglega við starfsemi smálánafyrirtækja 21. janúar 2015 14:24 Stefnir Hraðpeningum og eiganda Hún.is, 433.is og Sport.is Sverrir Einar Eiríksson telur sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni og vill fá skaðabætur og eignarhald sitt viðurkennt: 26. ágúst 2015 13:00 Máli gegn Hraðpeningum vísað frá dómi Röngum aðila var stefnt í málinu. 4. febrúar 2015 15:42 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
„Læknarnir sögðu að hún myndi byrja að labba seint en þessi litla mannvera byrjaði snemma, bætir um betur og nánast skokkar út um allt,“ segir Skorri Rafn Rafnsson sem ætlar að hlaupa 10 kílómetra fyrir dóttur sína og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna í Reykjavíkurmaraþoninu þann 20. ágúst. Skorri Rafn er nokkurskonar netmógúll, en hann á netgíró, bland.is og nokkra netmiðla eins og Hun.is, sport.is og 433.is. Dóttir Skorra, Día Rakel, er í dag 20 mánaða gömul en hún greindist með æxli við heila þegar hún var 11 mánaða og byrjaði í krabbameinsmeðferð daginn eftir fyrsta afmælisdaginn sinn þann 30. desember síðastliðinn. Æxlið sem Día Rakel er með er við sjóntaugarnar og staðsetning þess gerir það að verkum að ekki er hægt að skera meinið í burtu og því er krabbameinið talið ólæknandi. „Það er sárt að hugsa til allrar þeirrar baráttu sem þetta litla skinn þarf að ganga í gegnum en við vonumst auðvitað til þess að með áframhaldandi meðferðum sé hægt að halda sjúkdómnum niðri og vonandi einn daginn verður hún alveg heilbrigð, þrátt fyrir allt. Það er mikið lagt á Díu mína, hún er inn og út af spítala og það er aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig hún tekst á við hvern dag. Á spítalanum sýnir hún fágæta stillingu en verður óskaplega glöð og kát þegar hjúkrunarfólkið leggur frá sér tæki sín og tól. Á sínum góðu dögum heima er hún algjör orkubolti, elskar að dansa við músík og lætur fátt stoppa sig þótt völt sé á fótum. Hún er ofboðslega glöð stelpa,“ segir Skorri. Fyrstu mánuðirnir eftir greiningu voru fjölskyldunni sérstaklega erfiðir og sótti hún styrk sinn meðal annars til SKB og er hlaupið leið Skorra til að þakka fyrir þann andlega stuðning sem félagið hefur veitt Díu og aðstandendum hennar. En fleiri hlaupa til styrktar SKB í nafni Díu Rakelar, eins og mamma hennar Elísabet og tvær frænkur. „Það er góð tilfinning að þakka fyrir sig og vera í þeirri stöðu að geta gefið til baka. Sú upphæð sem safnast rennur öll til SKB og eins mun fyrirtæki sem ég er í forsvari fyrir jafna upphæðina sem safnast vegna míns hlaups og eins hlaups barnsmóður minnar og upphæðin þannig fyrir hlaupin tvö á endanum tvöfölduð. SKB vinnur frábært starf og ég veit fyrir víst að ferlið síðastliðna 9 mánuði væri búið að vera mun erfiðara ef ekki væri fyrir félagið og það fólk sem er í starfi þess. Eins er Día Rakel virkilega heppin með mömmu og ég með barnsmóður en það er að ég tel nauðsynlegt að standa saman í svona erfiðu verkefni,“ segir hann. Skorri keppti á árum áður í lyftingum og setti nokkur Íslandsmet í greininni. Hann hafði þó slegið slöku við þegar kom að hreyfingu og í raun ekki æft neitt að ráði í mörg á, en það er liðin tíð og er hann kominn á fullt. Hann kvíðir ekki komandi hlaupi og segir undirbúninginn skemmtilegan. „Ég hleyp annan hvern morgun og ætla að gera það fram að Reykjavíkurmaraþoninu og hver veit nema ég haldi þeirri iðju bara áfram eftir 20. ágúst. Hlaupagenið er nefnilega ríkjandi í fjölskyldunni. Ég finn mun á mér eftir að ég byrjaði að hlaupa og það er einhvern veginn auðveldara að takast á við þau verkefni sem bíða manns þegar maður er búinn að fá útrás fyrir tilfinningar sínar í hreyfingunni. Ég held að ég sé duglegu prinsessunni minni meiri stuðningur fyrir vikið,“ segir hann.Skorri hefur þegar safnað rúmri milljón eins og sjá má hér. Munar þar um nafnlaus áheit upp á 400 þúsund krónur annars vegar og 100 þúsund krónur hins vegar auk þess sem Fagstál hefur styrkt um 150 þúsund krónur og Kaupumgull.is um 100 þúsund krónur.
Tengdar fréttir Huldumennirnir á bak við smálánafyrirtækin svara engu Íslendingar fjórum árum á eftir Króötum sem brugðust hratt og örugglega við starfsemi smálánafyrirtækja 21. janúar 2015 14:24 Stefnir Hraðpeningum og eiganda Hún.is, 433.is og Sport.is Sverrir Einar Eiríksson telur sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni og vill fá skaðabætur og eignarhald sitt viðurkennt: 26. ágúst 2015 13:00 Máli gegn Hraðpeningum vísað frá dómi Röngum aðila var stefnt í málinu. 4. febrúar 2015 15:42 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Huldumennirnir á bak við smálánafyrirtækin svara engu Íslendingar fjórum árum á eftir Króötum sem brugðust hratt og örugglega við starfsemi smálánafyrirtækja 21. janúar 2015 14:24
Stefnir Hraðpeningum og eiganda Hún.is, 433.is og Sport.is Sverrir Einar Eiríksson telur sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni og vill fá skaðabætur og eignarhald sitt viðurkennt: 26. ágúst 2015 13:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið