Endurkoma Brasilíu snýst um peningamálastefnuna í Kína Lars Christensen skrifar 17. ágúst 2016 09:00 Ólympíuleikarnir eru löngu byrjaðir og af brasilísku verðbréfamörkuðunum að dæma er góð ástæða til að fagna. Þannig hefur brasilíska Bovespa-vísitalan hækkað um meira en 65% á þessu ári og er á meðal þeirra verðbréfamarkaða sem standa sig best í heiminum. Þetta kemur í kjölfar nokkurra frekar dapurlegra ára fyrir bæði brasilískan efnahag og brasilísku fjármálamarkaðina. Þannig hefur hagvöxtur í Brasilíu algerlega stöðvast á síðustu árum, gjaldmiðillinn hefur veikst verulega, sem aftur hefur þrýst verðbólgu upp. Til að auka á ógæfuna hefur stjórnmálaástandið orðið æ ruglingslegra og í maí síðastliðnum var Dilma Rousseff forseti í raun rekin af neðri deild brasilíska þingsins og undirbúningur lögsóknar var hafinn.Fjárfestar geta þakkað Alþýðubankanum í KínaAð gefnum þessum bakgrunni gæti batinn á brasilísku mörkuðunum á þessu ári virst nokkur ráðgáta. En hvað þetta varðar er mjög mikilvægt að hafa í huga að peningamálastefna Kínverja er að mörgu leyti mun mikilvægari fyrir brasilísku markaðina en brasilísk stjórnmál. Ef við lítum á þróunina á brasilísku verðbréfamörkuðunum síðustu ár þá hafa verið mjög náin tengsl við breytingar á peningamálastefnunni í Kína. Til að sýna þetta er hægt að líta á gengisþróun hins kínverska renminbi og brasilísku Bovespa-verðbréfavísitöluna. Ef við byrjum á árinu 2009, þá slakaði kínverski Alþýðubankinn (PBoC) verulega á peningamálastefnunni til að bregðast við því þegar alþjóðlega kreppan skall á og afleiðing þess var að renminbi veiktist. Á sama tíma varð uppgangur á brasilísku verðbréfamörkuðunum. En þessi uppgangur varð skammlífur því snemma árs 2010 byrjaði PBoC að herða peningamarkaðsskilyrði í Kína og renminbi byrjaði að styrkjast. Þetta gerðist aftur á sama tíma og meiriháttar viðsnúningur – að þessu sinni til hins verra – átti sér stað á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Samdrátturinn á brasilísku verðbréfamörkuðunum jókst enn 2011 um leið og renminbi styrktist enn frekar og þetta hélt áfram til ársloka 2015. En síðan í janúar höfum við séð stórfelldan bata á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Ástæðan? Enn virðist drifkrafturinn vera peningamálastefna Kínverja því PBoC hefur unnið að því að fella gengi renminbi til að örva hagvöxt í Kína.PBoC er peningalegt heimsveldiÞað má segja að PBoC sé peningalegt heimsveldi sem á margan hátt ákveður hvort það er mótbyr eða meðbyr í brasilíska hagkerfinu. Í grundvallaratriðum virkar þetta með þrennum hætti. Í fyrsta lagi er Kína stærsti útflutningsmarkaður Brasilíu. Svo slakari peningamálastefna Kínverja styrkir brasilískan útflutning til Kína. Í öðru lagi hækkar slakari peningamálastefna Kínverja heimsmarkaðsverð á hrávörum og þar sem Brasilía er hrávöruútflytjandi fæst betra verð fyrir brasilískar útflutningsvörur til annarra landa. Loks hefur þetta þau áhrif að hækka gengi brasilíska gjaldmiðilsins, real, og það lækkar verð á innflutningsvörum til Brasilíu og dregur þannig úr verðbólgu, sem aftur gerir brasilíska seðlabankanum kleift að slaka á peningamálastefnunni, sem hjálpar brasilískum hagvexti. Niðurstaðan er sú að hafi maður áhuga á horfunum í brasilísku efnahagslífi ætti maður að fylgjast með aðgerðum kínverska seðlabankans frekar en að einbeita sér að brasilískum stjórnmálum eða Ólympíuleikunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ólympíuleikarnir eru löngu byrjaðir og af brasilísku verðbréfamörkuðunum að dæma er góð ástæða til að fagna. Þannig hefur brasilíska Bovespa-vísitalan hækkað um meira en 65% á þessu ári og er á meðal þeirra verðbréfamarkaða sem standa sig best í heiminum. Þetta kemur í kjölfar nokkurra frekar dapurlegra ára fyrir bæði brasilískan efnahag og brasilísku fjármálamarkaðina. Þannig hefur hagvöxtur í Brasilíu algerlega stöðvast á síðustu árum, gjaldmiðillinn hefur veikst verulega, sem aftur hefur þrýst verðbólgu upp. Til að auka á ógæfuna hefur stjórnmálaástandið orðið æ ruglingslegra og í maí síðastliðnum var Dilma Rousseff forseti í raun rekin af neðri deild brasilíska þingsins og undirbúningur lögsóknar var hafinn.Fjárfestar geta þakkað Alþýðubankanum í KínaAð gefnum þessum bakgrunni gæti batinn á brasilísku mörkuðunum á þessu ári virst nokkur ráðgáta. En hvað þetta varðar er mjög mikilvægt að hafa í huga að peningamálastefna Kínverja er að mörgu leyti mun mikilvægari fyrir brasilísku markaðina en brasilísk stjórnmál. Ef við lítum á þróunina á brasilísku verðbréfamörkuðunum síðustu ár þá hafa verið mjög náin tengsl við breytingar á peningamálastefnunni í Kína. Til að sýna þetta er hægt að líta á gengisþróun hins kínverska renminbi og brasilísku Bovespa-verðbréfavísitöluna. Ef við byrjum á árinu 2009, þá slakaði kínverski Alþýðubankinn (PBoC) verulega á peningamálastefnunni til að bregðast við því þegar alþjóðlega kreppan skall á og afleiðing þess var að renminbi veiktist. Á sama tíma varð uppgangur á brasilísku verðbréfamörkuðunum. En þessi uppgangur varð skammlífur því snemma árs 2010 byrjaði PBoC að herða peningamarkaðsskilyrði í Kína og renminbi byrjaði að styrkjast. Þetta gerðist aftur á sama tíma og meiriháttar viðsnúningur – að þessu sinni til hins verra – átti sér stað á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Samdrátturinn á brasilísku verðbréfamörkuðunum jókst enn 2011 um leið og renminbi styrktist enn frekar og þetta hélt áfram til ársloka 2015. En síðan í janúar höfum við séð stórfelldan bata á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Ástæðan? Enn virðist drifkrafturinn vera peningamálastefna Kínverja því PBoC hefur unnið að því að fella gengi renminbi til að örva hagvöxt í Kína.PBoC er peningalegt heimsveldiÞað má segja að PBoC sé peningalegt heimsveldi sem á margan hátt ákveður hvort það er mótbyr eða meðbyr í brasilíska hagkerfinu. Í grundvallaratriðum virkar þetta með þrennum hætti. Í fyrsta lagi er Kína stærsti útflutningsmarkaður Brasilíu. Svo slakari peningamálastefna Kínverja styrkir brasilískan útflutning til Kína. Í öðru lagi hækkar slakari peningamálastefna Kínverja heimsmarkaðsverð á hrávörum og þar sem Brasilía er hrávöruútflytjandi fæst betra verð fyrir brasilískar útflutningsvörur til annarra landa. Loks hefur þetta þau áhrif að hækka gengi brasilíska gjaldmiðilsins, real, og það lækkar verð á innflutningsvörum til Brasilíu og dregur þannig úr verðbólgu, sem aftur gerir brasilíska seðlabankanum kleift að slaka á peningamálastefnunni, sem hjálpar brasilískum hagvexti. Niðurstaðan er sú að hafi maður áhuga á horfunum í brasilísku efnahagslífi ætti maður að fylgjast með aðgerðum kínverska seðlabankans frekar en að einbeita sér að brasilískum stjórnmálum eða Ólympíuleikunum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun