Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti Íslands, klæddist kjólfötum úr Herragarðinum við athöfnina í dag. Fötin voru svört og var eftir því tekið hversu vel sniðin þau voru.
Eins og fram hefur komið í fréttum klæddist frú hans, Eliza Reid, stórglæsilegum skautbúningi sem samsettur var úr tveimur skautbúningum en þetta kom fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta. Því þótti Lífinu á Vísi ekki úr vegi að hringja í Friðjón Friðjónsson, aðstoðarmann Guðna, og forvitnast um klæðnað forsetans þar sem hann tók sig jafn vel út og eiginkona sín í athöfninni í dag.
Sjá einnig: Jakobína Thorarensen baldýraði borðana á treyju Elizu með gullþræði
Guðni klæddist svörtum skóm frá Steinari Waage og auk forsetaskartsins bar Guðni ermahnappa eftir Stefaníu Jónsdóttur, mágkonu sína. Guðna og Elizu var ekið að alþingishúsinu í forsetabílnum þar sem þau stigu út og veifuðu hópnum sem saman var kominn til þess að taka þátt í innsetningu nýs forseta. Dynjandi lófatak tók á móti þeim hjónum en þau brostu sínu breiðasta enda merkisdagur í þeirra lífi.
Guðni bar ermahnappa eftir mágkonu sína

Tengdar fréttir

Verðandi forseti flaggaði í heila í tilefni dagsins
Guðni Th. Jóhannesson verður settur inn í embætti forseta Íslands í dag.

Jakobína Thorarensen baldýraði borðana á treyju Elizu með gullþræði
Eliza Reid var stórglæsileg í skautbúningi samsettum úr tveimur skautbúningum.

Innsetningarræða Guðna Th.: Ég á margt eftir ólært og mér gæti orðið á
Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti íslenska lýðveldisins. Hann ávarpaði þjóðina við innsetningarathöfn sína í dag.