Ferðaþjónustan: Meira þarf til Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Ólöf Ýrr Atladóttir ferðmálastjóri varar við að álag á samfélagið komi niður á gestrisni vorri (Fbl. 26.07.). Hún bendir á að megingagnrýni á þróun ferðaþjónustunnar varði sein viðbrögð opinberra aðila og einkageirans við álaginu. Í framhaldi af þessum orðum er vert að minnast á hugtakið þolmörk. Byggðir, bæir, borgin og ólíkir geirar samfélagsins hafa illskilgreinanleg þolmörk frammi fyrir þjónustuhlutverki; ekki bara ein heldur mörg. Fólk hefur persónuleg þolmörk, annað atvinnulíf en ferðaþjónusta hefur þolmörk og innviðir hafa þolmörk o.s.frv. Þar í blandast ólíkar skoðanir á hvað er réttara en annað þegar ferðaþjónustulestin æðir áfram, sífellt hraðar (í bili). Það er flókið verk að búa þannig um að þessi þolmörk séu sæmilega ljós og í samræmi við lýðræði. Til þess þarf frumkvæði einkaaðila, samtaka og umfram annað: Stjórnvalda á stigi sveitarstjórna og ríkisvalds. En svo eru það hin þolmörkin: Þolmörk umhverfis, bæði þess manngerða og náttúrunnar. Allar umhverfisnytjar og þá sér í lagi náttúrunytjar hafa sín þolmörk. Um þau hefur verið rætt oft og lengi en þau nær ekkert tengd inn í raunveruleikann, þ.e. blússandi fjölgun dýrmætra ferðamanna sem verða sennilega nær áttfaldur fjöldi fullorðinna landsmanna við árslok 2016. Vegvísir í ferðaþjónustu (október 2015) sem Samtök ferðaþjónustunnar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóðu að er einungis grunnur að stefnu, langur verkefnalisti. Stefnan sjálf verður til þegar unnið er úr þessum vegvísi, hann bundinn áætlunum, hengdur verðmiði á mikilvæg atriði og ákveðið hvernig peninganna er aflað. Lítið hefur enn sést til þess alls og er þá ekki gert lítið úr auknum fjárveitingum eða nýjungum. Heildina vantar. Inn í alla þá vinnu verður að flétta þolmörkum (eins erfitt og það kann að reynast). Fyrsta skrefið er að viðurkenna að ferðaþjónusta lýtur ekki ósvipuðum takmörkum og aðrar náttúru- og samfélagsnytjar. Kannski getum við tekið á móti 10.000 manns á dag við Seljalandsfoss (ekki 50.000), 1.000.000 manns á ári í núverandi þjóðgarði á Þingvöllum (ekki 2.000.000) og 3.500.000 ferðamönnum á ári til landsins (ekki 6.000.000) – ef við viljum halda uppi fjölbreyttu mannlífi, fjölbreyttri atvinnu og áhugaverðu náttúruumhverfi. Eða hvað? Tölurnar eru aðeins hlutgervingar af minni hálfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðmálastjóri varar við að álag á samfélagið komi niður á gestrisni vorri (Fbl. 26.07.). Hún bendir á að megingagnrýni á þróun ferðaþjónustunnar varði sein viðbrögð opinberra aðila og einkageirans við álaginu. Í framhaldi af þessum orðum er vert að minnast á hugtakið þolmörk. Byggðir, bæir, borgin og ólíkir geirar samfélagsins hafa illskilgreinanleg þolmörk frammi fyrir þjónustuhlutverki; ekki bara ein heldur mörg. Fólk hefur persónuleg þolmörk, annað atvinnulíf en ferðaþjónusta hefur þolmörk og innviðir hafa þolmörk o.s.frv. Þar í blandast ólíkar skoðanir á hvað er réttara en annað þegar ferðaþjónustulestin æðir áfram, sífellt hraðar (í bili). Það er flókið verk að búa þannig um að þessi þolmörk séu sæmilega ljós og í samræmi við lýðræði. Til þess þarf frumkvæði einkaaðila, samtaka og umfram annað: Stjórnvalda á stigi sveitarstjórna og ríkisvalds. En svo eru það hin þolmörkin: Þolmörk umhverfis, bæði þess manngerða og náttúrunnar. Allar umhverfisnytjar og þá sér í lagi náttúrunytjar hafa sín þolmörk. Um þau hefur verið rætt oft og lengi en þau nær ekkert tengd inn í raunveruleikann, þ.e. blússandi fjölgun dýrmætra ferðamanna sem verða sennilega nær áttfaldur fjöldi fullorðinna landsmanna við árslok 2016. Vegvísir í ferðaþjónustu (október 2015) sem Samtök ferðaþjónustunnar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóðu að er einungis grunnur að stefnu, langur verkefnalisti. Stefnan sjálf verður til þegar unnið er úr þessum vegvísi, hann bundinn áætlunum, hengdur verðmiði á mikilvæg atriði og ákveðið hvernig peninganna er aflað. Lítið hefur enn sést til þess alls og er þá ekki gert lítið úr auknum fjárveitingum eða nýjungum. Heildina vantar. Inn í alla þá vinnu verður að flétta þolmörkum (eins erfitt og það kann að reynast). Fyrsta skrefið er að viðurkenna að ferðaþjónusta lýtur ekki ósvipuðum takmörkum og aðrar náttúru- og samfélagsnytjar. Kannski getum við tekið á móti 10.000 manns á dag við Seljalandsfoss (ekki 50.000), 1.000.000 manns á ári í núverandi þjóðgarði á Þingvöllum (ekki 2.000.000) og 3.500.000 ferðamönnum á ári til landsins (ekki 6.000.000) – ef við viljum halda uppi fjölbreyttu mannlífi, fjölbreyttri atvinnu og áhugaverðu náttúruumhverfi. Eða hvað? Tölurnar eru aðeins hlutgervingar af minni hálfu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun