Viðskipti innlent

GAMMA fengið starfsleyfi í London

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gísli Hauksson, forstjóri Gamma.
Gísli Hauksson, forstjóri Gamma. vísir/gva
Breska fjár­mála­eft­ir­litið veitti GAMMA Capital Mana­gement Lim­ited sjálf­stætt starfs­leyfi til að veita fjár­málaþjón­ustu í Bretlandi síðastliðinn föstu­dag, Morgunblaðið greinir frá þessu.

GAMMA er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda eftir hrunið 2008. Fyrirtækið hafði áður sinnt starfsemi í London í rúmt ár á grundvelli íslensks starfsleyfis. GAMMA varð á síðasta árið fyrst fjármálafyrirtækja landsins til þess að hefja starfsemi í London í kjölfar tilkynningar um fyrirhugað afnám hafta.

Sjá einnig: GAMMA hefur starfsemi í Lundúnum

GAMMA er með um 85 milljarða króna í stýringu fyrir meðal annars lífeyrissjóði, tryggingarfélög, innlendar og erlendar bankastofnanir, fyrirtæki og einstaklinga.







 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×