Viðskipti innlent

GAMMA hefur starfsemi í Lundúnum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA.
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA. vísir/gva
Fjármálafyrirtækið GAMMA fékk í gær staðfestingu frá Fjármálaeftirlitinu þess efnis að því væri heimilt að hefja starfsemi í Bretlandi. Það hefur því stofnað skrifstofu í Lundúnum, nánar tiltekið að New Broad Street í fjármálahverfinu City of London.

Í tilkynningu frá GAMMA segir að við afléttingu gjaldeyrishafta muni fyrirtækið bjóða upp á sjóði sem fjárfesti eing0ngu erlendis, auk þess sem það verði áfram í samstarfi við sjóðastýringafyrirtækið PIMCO, líkt og undanfarin ár. Þá hafi verðbréfasjóðurinn Total Return Fund, sem er í rekstri hjá GAMMA, einnig fengið heimildir til að fjárfesta erlendis og að þær verði nýttar þegar höftum verði aflétt.

GAMMA var stofnað árið 2008 og stýrir í sjóðum eignum sem nema um 50 milljörðum króna. Hjá félaginu starfa rúmlega 20 starfsmenn. GAMMA Ráðgjöf hefur sinnt ráðgjafarverkefnum fyrir stjórnvöld, Alþingi, stofnanafjárfesta, stór fyrirtæki og sveitarfélög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×