Sögubækurnar bíða Birgis Leifs Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2016 06:00 Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu Íslandsmeistarar 2014. Vísir/Daníel Íslandsmótið í höggleik 2016 hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Allir bestu kylfingar þjóðarinnar eru með og má því búast við frábærri keppni um stærsta titilinn í íslensku golfi. Á kynningarfundi fyrir Íslandsmótið á Akureyri í gær var spá sérfræðinga Golfsambands Íslands opinberuð. Þeir spá atvinnukylfingunum Birgi Leifi Hafþórssyni úr GKG Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR titlinum í kvennaflokki. Þau urðu meistarar síðast 2014 á Leirdalsvelli. Gangi spáin upp verður Gísli Sveinbergsson í öðru sæti í karlaflokki og Axel Bóasson, Íslandsmeistarinn frá því 2011, í þriðja sæti. Hjá konunum er Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur spáð öðru sætinu og tvöfalda meistaranum Valdísi Þóru Jónsdóttur því þriðja.Birgir sá sigursælasti? Fremsti karlkylfingur þjóðarinnar, Birgir Leifur Hafþórsson, mætir á Jaðarsvöll með það eitt að markmiði að vinna Íslandsmeistaratitilinn í sjöunda sinn. Takist það verður hann sigursælastur á þessu móti í sögunni en hann vann sjötta Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli fyrir tveimur árum. Tveir aðrir karlkylfingar; Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson, hafa unnið titilinn sex sinnum eins og Birgir Leifur. Úlfar, sem er núverandi landsliðsþjálfari, vann titilinn yngstur allra í sögunni 18 ára árið 1986 og hafði sigur sex sinnum á sjö árum. Akureyringurinn Björgvin vann sinn fyrsta 1971 og svo fimm í röð frá 1973-1977. Það yrði skemmtileg saga ef Birgir Leifur verður sá sigursælasti á heimavelli mannsins sem varð fyrstur í sex. Birgir Leifur hefur ekki farið leynt með vilja sinn til að verða sigursælastur í sögunni. „Þetta er eitthvað sem maður hefur haft bak við eyrað og enn meira því oftar sem maður skráir sig til leiks á Íslandsmótið. Ég hefði eiginlega átt að byrja að pæla í þessu fyrr,“ sagði hann fyrir Íslandsmótið 2012. Birgi tókst ekki að bæta fimmta titlinum í safnið það árið á Hellu en vann bæði sigur á Korpuvelli 2013 og Leirdalsvelli 2014 og jafnaði þar með Björgvin og Úlfar. Sögubækurnar bíða eftir penna Birgis Leifs að skrá nafn sitt í þær á lokadeginum á Jaðarsvelli á sunnudaginn.Aldrei sú sama Búist er við jafnri og spennandi keppni í kvennaflokki þar sem Signý Arnórsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari, reynir að verja titilinn í baráttu við allar þær bestu. Atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru líklegar og enn bíða golfspekingar eftir að Guðrún Brá Björgvinsdóttir taki stóra skrefið og vinni stærsta titilinn. Ólafía Þórunn þykir líklegust en hún stendur fremst kvennakylfinga þjóðarinnar þessi misserin eftir að hún vann sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hún hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2014 en einnig vann hún árið 2011. Það skemmtilega við kvennaflokkinn á Íslandsmótinu í höggleik undanfarna tvo áratugi er að sami kylfingurinn vinnur aldrei tvö ár í röð. Enginn kylfingur hefur unnið tvö ár í röð síðan Karen Sævarsdóttir sigldi þeim áttunda í röð í hús árið 1996 en hún er sigursælust í kvennaflokki. Takist Ólafíu að standast pressuna og vinna sinn þriðja titil fer hún í þriggja titla klúbbinn með Guðfinnu Sigurþórsdóttur (1967, 1968, 1971), Jóhönnu Ingólfsdóttur, sem tók Íslandsmótið þrjú ár í röð frá 1977-1979, og Sólveigu Þorsteinsdóttur sem tók við af Jóhönnu og vann þrisvar í röð frá 1980-1982. Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Íslandsmótið í höggleik 2016 hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Allir bestu kylfingar þjóðarinnar eru með og má því búast við frábærri keppni um stærsta titilinn í íslensku golfi. Á kynningarfundi fyrir Íslandsmótið á Akureyri í gær var spá sérfræðinga Golfsambands Íslands opinberuð. Þeir spá atvinnukylfingunum Birgi Leifi Hafþórssyni úr GKG Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR titlinum í kvennaflokki. Þau urðu meistarar síðast 2014 á Leirdalsvelli. Gangi spáin upp verður Gísli Sveinbergsson í öðru sæti í karlaflokki og Axel Bóasson, Íslandsmeistarinn frá því 2011, í þriðja sæti. Hjá konunum er Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur spáð öðru sætinu og tvöfalda meistaranum Valdísi Þóru Jónsdóttur því þriðja.Birgir sá sigursælasti? Fremsti karlkylfingur þjóðarinnar, Birgir Leifur Hafþórsson, mætir á Jaðarsvöll með það eitt að markmiði að vinna Íslandsmeistaratitilinn í sjöunda sinn. Takist það verður hann sigursælastur á þessu móti í sögunni en hann vann sjötta Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli fyrir tveimur árum. Tveir aðrir karlkylfingar; Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson, hafa unnið titilinn sex sinnum eins og Birgir Leifur. Úlfar, sem er núverandi landsliðsþjálfari, vann titilinn yngstur allra í sögunni 18 ára árið 1986 og hafði sigur sex sinnum á sjö árum. Akureyringurinn Björgvin vann sinn fyrsta 1971 og svo fimm í röð frá 1973-1977. Það yrði skemmtileg saga ef Birgir Leifur verður sá sigursælasti á heimavelli mannsins sem varð fyrstur í sex. Birgir Leifur hefur ekki farið leynt með vilja sinn til að verða sigursælastur í sögunni. „Þetta er eitthvað sem maður hefur haft bak við eyrað og enn meira því oftar sem maður skráir sig til leiks á Íslandsmótið. Ég hefði eiginlega átt að byrja að pæla í þessu fyrr,“ sagði hann fyrir Íslandsmótið 2012. Birgi tókst ekki að bæta fimmta titlinum í safnið það árið á Hellu en vann bæði sigur á Korpuvelli 2013 og Leirdalsvelli 2014 og jafnaði þar með Björgvin og Úlfar. Sögubækurnar bíða eftir penna Birgis Leifs að skrá nafn sitt í þær á lokadeginum á Jaðarsvelli á sunnudaginn.Aldrei sú sama Búist er við jafnri og spennandi keppni í kvennaflokki þar sem Signý Arnórsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari, reynir að verja titilinn í baráttu við allar þær bestu. Atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru líklegar og enn bíða golfspekingar eftir að Guðrún Brá Björgvinsdóttir taki stóra skrefið og vinni stærsta titilinn. Ólafía Þórunn þykir líklegust en hún stendur fremst kvennakylfinga þjóðarinnar þessi misserin eftir að hún vann sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hún hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2014 en einnig vann hún árið 2011. Það skemmtilega við kvennaflokkinn á Íslandsmótinu í höggleik undanfarna tvo áratugi er að sami kylfingurinn vinnur aldrei tvö ár í röð. Enginn kylfingur hefur unnið tvö ár í röð síðan Karen Sævarsdóttir sigldi þeim áttunda í röð í hús árið 1996 en hún er sigursælust í kvennaflokki. Takist Ólafíu að standast pressuna og vinna sinn þriðja titil fer hún í þriggja titla klúbbinn með Guðfinnu Sigurþórsdóttur (1967, 1968, 1971), Jóhönnu Ingólfsdóttur, sem tók Íslandsmótið þrjú ár í röð frá 1977-1979, og Sólveigu Þorsteinsdóttur sem tók við af Jóhönnu og vann þrisvar í röð frá 1980-1982.
Golf Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira