Gott að hrista upp í tilverunni Elín Albertsdóttir skrifar 23. júlí 2016 10:00 Hin ljóshærða Margrét verður í sumarskapi á Jómfrúnni í dag. MYND/EYÞÓR Margrét Eir Hönnudóttir stígur á svið í bakgarði Jómfrúarinnar í dag og syngur djass úr söngleikjum sem flestir þekkja. Það er því góð ástæða til að fjölmenna í garðinn og rifja upp gömlu lögin með söngkonunni. Þetta er þriðja sumarið sem Margrét kemur fram á djasstónleikum Jómfrúarinnar. „Það hefur skapast löng og skemmtileg djasshefð á Jómfrúnni á sumrin. Lögin sem ég flyt í dag eru þekkt djasslög úr söngleikjum, lög eins og I get a kick out of you, Cheek to cheek og Can´t help lovin´dat man sem allir kannast við. Það er alltaf voðalega gaman að flytja þessi gömlu lög. Svo vonar maður að veðrið verði gott þar sem tónleikarnir verða utandyra,“ segir Margrét sem hefur starfað sem söng- og leikkona í meira en tuttugu ár. Á veturna rekur hún söngskólann Meiriskóla og kennir fólki á öllum aldri sönglistina. Margrét segir að gestir á djasstónleikunum séu flest fólk á aldrinum 40+. „Mér sýnist samt að unga fólkið sé að detta í þennan heim líka. Það er svo gaman að ef fólk kemur einu sinni þá kemur það aftur. Það skapast svo skemmtileg stemming á svona tónleikum. Eigum við ekki að segja að það sé hipp og kúl að koma á Jómfrúna,“ segir hún. Með henni verða þeir Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Jón Rafnsson sem leikur á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Horft úr fyrir boxiðÞótt Margrét segist reyna að vera í sumarfríi þessa dagana er alltaf eitthvað óvænt sem kemur upp á. Hún er mikið afmælisbarn og er farin að undirbúa daginn sem verður 1. ágúst, en þá verður hún 44 ára. „Svo styttist í nýtt skólaár og ýmislegt sem þarf að gera í skólanum. Ég vil vanda til verka og bjóða upp á gæðakennslu. Það hefur verið mikil ásókn í skólann af fólki sem er komið yfir tvítugt. Oft er þetta fólk sem hefur látið sig lengi dreyma um að læra söng og lætur loks verða af því,“ segir hún. „Fólk sem vill horfa út fyrir boxið og gera eitthvað nýtt og spennandi. Það er mikilvægt að hrista aðeins upp í tilverunni. Það getur verið erfitt að standa uppi á sviði og syngja fyrir fullt af fólki. Þess vegna er gott að komast yfir þann kvíða og efla sjálfstraustið,“ segir Margrét. Með ljósa lokka Sjálf er hún óhrædd við að ögra sér og brydda upp á nýjungum. Ljósa hárið sem hún ber þessa dagana ber þess vitni. „Ég á það til að hrista upp í tilverunni,“ segir hún og hlær. „Það er nauðsynlegt að sjá eitthvað nýtt í speglinum. Ég hef gert þetta einu sinni áður en það tók mig smá stund að þekkja þessa konu. Sem betur fer hef ég alltaf verið ófeimin við breytingar, hvort sem það er að skipta um húsnæði, breyta um háralit eða prófa nýjan fatastíl. Listamenn eiga að vera óhræddir við breytingar. Maður á ekki að lokast inni í þægilegu boxi,“ segir hún.Flottur túlkandi Margrét var með vinsæla Lindu Ronstadt tónleika í Salnum í vetur og ætlar að halda því áfram í haust. „Ég verð í Salnum 7. október og á Græna hattinum á Akureyri 15. október. Þessir tónleikar eru mér hjartans mál því Linda er söngkona sem mér finnst vera svakalega flottur túlkandi og lögin hennar skipta mann máli. Þau segja alvöru sögur,“ segir Margrét en meðal eftirminnilegra laga með Lindu er Blue Bayou, Its so easy og Don‘t know much. „Ég fékk ótrúlega góð viðbrögð frá gestum sem kunnu vel að meta þessi lög. Þar fyrir utan fannst mér frábært að koma fram með sólóverkefni.“Óvænt ævintýri Margrét segir að sumarið hafi verið skemmtilegt. Hún hefur sungið í brúðkaupum og afmælum. Einnig fór hún til Siglufjarðar með hljómsveit sinni, Thin Jim, þar sem var Þjóðlagahátíð. Með henni í bandinu er maður hennar, Jökull Jörgensen, bassaleikari, lagahöfundur og rakari. Hann rekur Hárskera almúgans á Laugaveginum. „Hann er mikið náttúrubarn og á það til að draga mig í alls kyns óvæntar ævintýraferðir um landið. Annars finnst mér gott að eiga frídaga, banka upp á hjá vinum, fara í gönguferðir, hjóla eða njóta þess að vera til. Hreyfingin viðheldur orkunni,“ segir Margrét sem var í léttu sumarskapi og naut góða veðursins. „Lífið er stutt svo það er eins gott að njóta,“ bætir hún við. „Svo þykir mér alltaf rómantískt þegar fer að dimma aftur og ég hlakka til þeirra áskorana sem koma með vetrinum.“ Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Margrét Eir Hönnudóttir stígur á svið í bakgarði Jómfrúarinnar í dag og syngur djass úr söngleikjum sem flestir þekkja. Það er því góð ástæða til að fjölmenna í garðinn og rifja upp gömlu lögin með söngkonunni. Þetta er þriðja sumarið sem Margrét kemur fram á djasstónleikum Jómfrúarinnar. „Það hefur skapast löng og skemmtileg djasshefð á Jómfrúnni á sumrin. Lögin sem ég flyt í dag eru þekkt djasslög úr söngleikjum, lög eins og I get a kick out of you, Cheek to cheek og Can´t help lovin´dat man sem allir kannast við. Það er alltaf voðalega gaman að flytja þessi gömlu lög. Svo vonar maður að veðrið verði gott þar sem tónleikarnir verða utandyra,“ segir Margrét sem hefur starfað sem söng- og leikkona í meira en tuttugu ár. Á veturna rekur hún söngskólann Meiriskóla og kennir fólki á öllum aldri sönglistina. Margrét segir að gestir á djasstónleikunum séu flest fólk á aldrinum 40+. „Mér sýnist samt að unga fólkið sé að detta í þennan heim líka. Það er svo gaman að ef fólk kemur einu sinni þá kemur það aftur. Það skapast svo skemmtileg stemming á svona tónleikum. Eigum við ekki að segja að það sé hipp og kúl að koma á Jómfrúna,“ segir hún. Með henni verða þeir Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Jón Rafnsson sem leikur á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Horft úr fyrir boxiðÞótt Margrét segist reyna að vera í sumarfríi þessa dagana er alltaf eitthvað óvænt sem kemur upp á. Hún er mikið afmælisbarn og er farin að undirbúa daginn sem verður 1. ágúst, en þá verður hún 44 ára. „Svo styttist í nýtt skólaár og ýmislegt sem þarf að gera í skólanum. Ég vil vanda til verka og bjóða upp á gæðakennslu. Það hefur verið mikil ásókn í skólann af fólki sem er komið yfir tvítugt. Oft er þetta fólk sem hefur látið sig lengi dreyma um að læra söng og lætur loks verða af því,“ segir hún. „Fólk sem vill horfa út fyrir boxið og gera eitthvað nýtt og spennandi. Það er mikilvægt að hrista aðeins upp í tilverunni. Það getur verið erfitt að standa uppi á sviði og syngja fyrir fullt af fólki. Þess vegna er gott að komast yfir þann kvíða og efla sjálfstraustið,“ segir Margrét. Með ljósa lokka Sjálf er hún óhrædd við að ögra sér og brydda upp á nýjungum. Ljósa hárið sem hún ber þessa dagana ber þess vitni. „Ég á það til að hrista upp í tilverunni,“ segir hún og hlær. „Það er nauðsynlegt að sjá eitthvað nýtt í speglinum. Ég hef gert þetta einu sinni áður en það tók mig smá stund að þekkja þessa konu. Sem betur fer hef ég alltaf verið ófeimin við breytingar, hvort sem það er að skipta um húsnæði, breyta um háralit eða prófa nýjan fatastíl. Listamenn eiga að vera óhræddir við breytingar. Maður á ekki að lokast inni í þægilegu boxi,“ segir hún.Flottur túlkandi Margrét var með vinsæla Lindu Ronstadt tónleika í Salnum í vetur og ætlar að halda því áfram í haust. „Ég verð í Salnum 7. október og á Græna hattinum á Akureyri 15. október. Þessir tónleikar eru mér hjartans mál því Linda er söngkona sem mér finnst vera svakalega flottur túlkandi og lögin hennar skipta mann máli. Þau segja alvöru sögur,“ segir Margrét en meðal eftirminnilegra laga með Lindu er Blue Bayou, Its so easy og Don‘t know much. „Ég fékk ótrúlega góð viðbrögð frá gestum sem kunnu vel að meta þessi lög. Þar fyrir utan fannst mér frábært að koma fram með sólóverkefni.“Óvænt ævintýri Margrét segir að sumarið hafi verið skemmtilegt. Hún hefur sungið í brúðkaupum og afmælum. Einnig fór hún til Siglufjarðar með hljómsveit sinni, Thin Jim, þar sem var Þjóðlagahátíð. Með henni í bandinu er maður hennar, Jökull Jörgensen, bassaleikari, lagahöfundur og rakari. Hann rekur Hárskera almúgans á Laugaveginum. „Hann er mikið náttúrubarn og á það til að draga mig í alls kyns óvæntar ævintýraferðir um landið. Annars finnst mér gott að eiga frídaga, banka upp á hjá vinum, fara í gönguferðir, hjóla eða njóta þess að vera til. Hreyfingin viðheldur orkunni,“ segir Margrét sem var í léttu sumarskapi og naut góða veðursins. „Lífið er stutt svo það er eins gott að njóta,“ bætir hún við. „Svo þykir mér alltaf rómantískt þegar fer að dimma aftur og ég hlakka til þeirra áskorana sem koma með vetrinum.“
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira