Gott að hrista upp í tilverunni Elín Albertsdóttir skrifar 23. júlí 2016 10:00 Hin ljóshærða Margrét verður í sumarskapi á Jómfrúnni í dag. MYND/EYÞÓR Margrét Eir Hönnudóttir stígur á svið í bakgarði Jómfrúarinnar í dag og syngur djass úr söngleikjum sem flestir þekkja. Það er því góð ástæða til að fjölmenna í garðinn og rifja upp gömlu lögin með söngkonunni. Þetta er þriðja sumarið sem Margrét kemur fram á djasstónleikum Jómfrúarinnar. „Það hefur skapast löng og skemmtileg djasshefð á Jómfrúnni á sumrin. Lögin sem ég flyt í dag eru þekkt djasslög úr söngleikjum, lög eins og I get a kick out of you, Cheek to cheek og Can´t help lovin´dat man sem allir kannast við. Það er alltaf voðalega gaman að flytja þessi gömlu lög. Svo vonar maður að veðrið verði gott þar sem tónleikarnir verða utandyra,“ segir Margrét sem hefur starfað sem söng- og leikkona í meira en tuttugu ár. Á veturna rekur hún söngskólann Meiriskóla og kennir fólki á öllum aldri sönglistina. Margrét segir að gestir á djasstónleikunum séu flest fólk á aldrinum 40+. „Mér sýnist samt að unga fólkið sé að detta í þennan heim líka. Það er svo gaman að ef fólk kemur einu sinni þá kemur það aftur. Það skapast svo skemmtileg stemming á svona tónleikum. Eigum við ekki að segja að það sé hipp og kúl að koma á Jómfrúna,“ segir hún. Með henni verða þeir Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Jón Rafnsson sem leikur á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Horft úr fyrir boxiðÞótt Margrét segist reyna að vera í sumarfríi þessa dagana er alltaf eitthvað óvænt sem kemur upp á. Hún er mikið afmælisbarn og er farin að undirbúa daginn sem verður 1. ágúst, en þá verður hún 44 ára. „Svo styttist í nýtt skólaár og ýmislegt sem þarf að gera í skólanum. Ég vil vanda til verka og bjóða upp á gæðakennslu. Það hefur verið mikil ásókn í skólann af fólki sem er komið yfir tvítugt. Oft er þetta fólk sem hefur látið sig lengi dreyma um að læra söng og lætur loks verða af því,“ segir hún. „Fólk sem vill horfa út fyrir boxið og gera eitthvað nýtt og spennandi. Það er mikilvægt að hrista aðeins upp í tilverunni. Það getur verið erfitt að standa uppi á sviði og syngja fyrir fullt af fólki. Þess vegna er gott að komast yfir þann kvíða og efla sjálfstraustið,“ segir Margrét. Með ljósa lokka Sjálf er hún óhrædd við að ögra sér og brydda upp á nýjungum. Ljósa hárið sem hún ber þessa dagana ber þess vitni. „Ég á það til að hrista upp í tilverunni,“ segir hún og hlær. „Það er nauðsynlegt að sjá eitthvað nýtt í speglinum. Ég hef gert þetta einu sinni áður en það tók mig smá stund að þekkja þessa konu. Sem betur fer hef ég alltaf verið ófeimin við breytingar, hvort sem það er að skipta um húsnæði, breyta um háralit eða prófa nýjan fatastíl. Listamenn eiga að vera óhræddir við breytingar. Maður á ekki að lokast inni í þægilegu boxi,“ segir hún.Flottur túlkandi Margrét var með vinsæla Lindu Ronstadt tónleika í Salnum í vetur og ætlar að halda því áfram í haust. „Ég verð í Salnum 7. október og á Græna hattinum á Akureyri 15. október. Þessir tónleikar eru mér hjartans mál því Linda er söngkona sem mér finnst vera svakalega flottur túlkandi og lögin hennar skipta mann máli. Þau segja alvöru sögur,“ segir Margrét en meðal eftirminnilegra laga með Lindu er Blue Bayou, Its so easy og Don‘t know much. „Ég fékk ótrúlega góð viðbrögð frá gestum sem kunnu vel að meta þessi lög. Þar fyrir utan fannst mér frábært að koma fram með sólóverkefni.“Óvænt ævintýri Margrét segir að sumarið hafi verið skemmtilegt. Hún hefur sungið í brúðkaupum og afmælum. Einnig fór hún til Siglufjarðar með hljómsveit sinni, Thin Jim, þar sem var Þjóðlagahátíð. Með henni í bandinu er maður hennar, Jökull Jörgensen, bassaleikari, lagahöfundur og rakari. Hann rekur Hárskera almúgans á Laugaveginum. „Hann er mikið náttúrubarn og á það til að draga mig í alls kyns óvæntar ævintýraferðir um landið. Annars finnst mér gott að eiga frídaga, banka upp á hjá vinum, fara í gönguferðir, hjóla eða njóta þess að vera til. Hreyfingin viðheldur orkunni,“ segir Margrét sem var í léttu sumarskapi og naut góða veðursins. „Lífið er stutt svo það er eins gott að njóta,“ bætir hún við. „Svo þykir mér alltaf rómantískt þegar fer að dimma aftur og ég hlakka til þeirra áskorana sem koma með vetrinum.“ Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Margrét Eir Hönnudóttir stígur á svið í bakgarði Jómfrúarinnar í dag og syngur djass úr söngleikjum sem flestir þekkja. Það er því góð ástæða til að fjölmenna í garðinn og rifja upp gömlu lögin með söngkonunni. Þetta er þriðja sumarið sem Margrét kemur fram á djasstónleikum Jómfrúarinnar. „Það hefur skapast löng og skemmtileg djasshefð á Jómfrúnni á sumrin. Lögin sem ég flyt í dag eru þekkt djasslög úr söngleikjum, lög eins og I get a kick out of you, Cheek to cheek og Can´t help lovin´dat man sem allir kannast við. Það er alltaf voðalega gaman að flytja þessi gömlu lög. Svo vonar maður að veðrið verði gott þar sem tónleikarnir verða utandyra,“ segir Margrét sem hefur starfað sem söng- og leikkona í meira en tuttugu ár. Á veturna rekur hún söngskólann Meiriskóla og kennir fólki á öllum aldri sönglistina. Margrét segir að gestir á djasstónleikunum séu flest fólk á aldrinum 40+. „Mér sýnist samt að unga fólkið sé að detta í þennan heim líka. Það er svo gaman að ef fólk kemur einu sinni þá kemur það aftur. Það skapast svo skemmtileg stemming á svona tónleikum. Eigum við ekki að segja að það sé hipp og kúl að koma á Jómfrúna,“ segir hún. Með henni verða þeir Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Jón Rafnsson sem leikur á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Horft úr fyrir boxiðÞótt Margrét segist reyna að vera í sumarfríi þessa dagana er alltaf eitthvað óvænt sem kemur upp á. Hún er mikið afmælisbarn og er farin að undirbúa daginn sem verður 1. ágúst, en þá verður hún 44 ára. „Svo styttist í nýtt skólaár og ýmislegt sem þarf að gera í skólanum. Ég vil vanda til verka og bjóða upp á gæðakennslu. Það hefur verið mikil ásókn í skólann af fólki sem er komið yfir tvítugt. Oft er þetta fólk sem hefur látið sig lengi dreyma um að læra söng og lætur loks verða af því,“ segir hún. „Fólk sem vill horfa út fyrir boxið og gera eitthvað nýtt og spennandi. Það er mikilvægt að hrista aðeins upp í tilverunni. Það getur verið erfitt að standa uppi á sviði og syngja fyrir fullt af fólki. Þess vegna er gott að komast yfir þann kvíða og efla sjálfstraustið,“ segir Margrét. Með ljósa lokka Sjálf er hún óhrædd við að ögra sér og brydda upp á nýjungum. Ljósa hárið sem hún ber þessa dagana ber þess vitni. „Ég á það til að hrista upp í tilverunni,“ segir hún og hlær. „Það er nauðsynlegt að sjá eitthvað nýtt í speglinum. Ég hef gert þetta einu sinni áður en það tók mig smá stund að þekkja þessa konu. Sem betur fer hef ég alltaf verið ófeimin við breytingar, hvort sem það er að skipta um húsnæði, breyta um háralit eða prófa nýjan fatastíl. Listamenn eiga að vera óhræddir við breytingar. Maður á ekki að lokast inni í þægilegu boxi,“ segir hún.Flottur túlkandi Margrét var með vinsæla Lindu Ronstadt tónleika í Salnum í vetur og ætlar að halda því áfram í haust. „Ég verð í Salnum 7. október og á Græna hattinum á Akureyri 15. október. Þessir tónleikar eru mér hjartans mál því Linda er söngkona sem mér finnst vera svakalega flottur túlkandi og lögin hennar skipta mann máli. Þau segja alvöru sögur,“ segir Margrét en meðal eftirminnilegra laga með Lindu er Blue Bayou, Its so easy og Don‘t know much. „Ég fékk ótrúlega góð viðbrögð frá gestum sem kunnu vel að meta þessi lög. Þar fyrir utan fannst mér frábært að koma fram með sólóverkefni.“Óvænt ævintýri Margrét segir að sumarið hafi verið skemmtilegt. Hún hefur sungið í brúðkaupum og afmælum. Einnig fór hún til Siglufjarðar með hljómsveit sinni, Thin Jim, þar sem var Þjóðlagahátíð. Með henni í bandinu er maður hennar, Jökull Jörgensen, bassaleikari, lagahöfundur og rakari. Hann rekur Hárskera almúgans á Laugaveginum. „Hann er mikið náttúrubarn og á það til að draga mig í alls kyns óvæntar ævintýraferðir um landið. Annars finnst mér gott að eiga frídaga, banka upp á hjá vinum, fara í gönguferðir, hjóla eða njóta þess að vera til. Hreyfingin viðheldur orkunni,“ segir Margrét sem var í léttu sumarskapi og naut góða veðursins. „Lífið er stutt svo það er eins gott að njóta,“ bætir hún við. „Svo þykir mér alltaf rómantískt þegar fer að dimma aftur og ég hlakka til þeirra áskorana sem koma með vetrinum.“
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira