Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. júlí 2016 20:45 Hamilton og Wolff sitja fyrir svörum. Vísir/Getty Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. Mercedes liðið hefur ekki unnið ungverska kappaksturinn síðan V6 vélarnar voru teknar í notkun. En á sama tíma hefur Mercedes nánast einokað aðrar keppnir. Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að keppnin muni henta Red Bull einkar vel. Red Bull liðið sýndi það og sannaði á Silverstone að bíll liðsins er býsna góður og vel samkeppnishæfur. Hann segir Mercedes stafa mikil ógn af Red Bull, sérstaklega á ungversku brautinni. Brautin í Ungverjalandi krefst mikils af loftflæðihönnuðum liðanna og góðu gripi, fremur en hreinu afli. Því betri sem undirvagn bílanna er því betur gegnur þeim í ungverska kappakstrinum. „Við munum þurfa að eiga fullkomna helgi til að vinna í Ungverjalandi,“ sagði Wolff. Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna og annar ökumanna Mercedes gæti orðið sigursælasti ökumaðurinn á brautinni, vinni hann keppnina um næstu helgi. Hann er sem stendur jafn goðsögninni Michael Schumacher með fjórar unnar keppnir hvor. „Ég hlakka til að bera þann jákvæða straum sem ég finn enn fyrir frá Silverstone áfram inn í næstu keppnishelgi. Ég er ferskur og sjálfstraustið er gott. Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverska kappakstrinum. Ég get ekki beðið eftir að fá að komast út á brautina,“ sagði heimsmeistarinn Hamilton. Formúla Tengdar fréttir Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. 13. júlí 2016 21:45 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. Mercedes liðið hefur ekki unnið ungverska kappaksturinn síðan V6 vélarnar voru teknar í notkun. En á sama tíma hefur Mercedes nánast einokað aðrar keppnir. Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að keppnin muni henta Red Bull einkar vel. Red Bull liðið sýndi það og sannaði á Silverstone að bíll liðsins er býsna góður og vel samkeppnishæfur. Hann segir Mercedes stafa mikil ógn af Red Bull, sérstaklega á ungversku brautinni. Brautin í Ungverjalandi krefst mikils af loftflæðihönnuðum liðanna og góðu gripi, fremur en hreinu afli. Því betri sem undirvagn bílanna er því betur gegnur þeim í ungverska kappakstrinum. „Við munum þurfa að eiga fullkomna helgi til að vinna í Ungverjalandi,“ sagði Wolff. Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna og annar ökumanna Mercedes gæti orðið sigursælasti ökumaðurinn á brautinni, vinni hann keppnina um næstu helgi. Hann er sem stendur jafn goðsögninni Michael Schumacher með fjórar unnar keppnir hvor. „Ég hlakka til að bera þann jákvæða straum sem ég finn enn fyrir frá Silverstone áfram inn í næstu keppnishelgi. Ég er ferskur og sjálfstraustið er gott. Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverska kappakstrinum. Ég get ekki beðið eftir að fá að komast út á brautina,“ sagði heimsmeistarinn Hamilton.
Formúla Tengdar fréttir Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. 13. júlí 2016 21:45 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15
Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. 13. júlí 2016 21:45