Tengdamóður valdamesta mannsins í Formúlu 1 rænt í Brasilíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2016 10:00 Bernie Ecclestone með Fabiönu Flosi, eiginkonu sinni. vísir/getty Tengdamóður Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóra og einvalds Formúlu 1, var rænt fyrir helgi í Sao Paulo í Brasilíu en mannræningjarnir krefjast 28 milljóna punda í lausnarfé. BBC greinir frá. Aparecida Schunck, 67 ára gömul móðir hinnar 38 ára gömlu Fabiönu Flosi, eiginkonu hins 85 ára gamla Ecclestone, var tekin með valdi á föstudagskvöldið en stærstu fréttamiðlar Brasilíu eru komnir í málið. Ecclestone er ekki bara valdamesti maðurinn í Formúlu 1 heldur er hann einn valdamesti maður í íþróttaheiminum, en hann er metinn á 2,4 milljarða punda. Hann giftist Flosi árið 2012, þremur árum eftir að hitta hana þá 35 ára gamla þegar hann var 82 ára. Hann skildi við eiginkonu sína á þeim tíma, króatísku fyrirsætinu Slavicu Radic, til að vera með Flosi og búa með henni á Englandi. Lausnarféð sem mannræningjarnir heimta fyrir tengdamóður Ecclestone er það mesta í sögu Brasilíu þar sem mannrán er nær daglegur viðburður. Þeir vilja fá borgað í sterlingspundum og að upphæðinni verði skipt í fjóra poka þegar peningarnir verða sóttir. Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst en brasilíska þjóðin er að ganga í gegnum sína mestu fjárhagsörðuleika í marga áratugi. Hvorki lögreglan í Sao Paulo né Berne Ecclestone hafa tjáð sig um málið. Formúla Tengdar fréttir Nýsjálenskum glímukappa rænt í Ríó þrettán dögum fyrir ÓL Bófar klæddir eins og lögreglumenn neyddu hann til að taka pening út úr hraðbönkum. 25. júlí 2016 13:45 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Tengdamóður Bernie Ecclestone, framkvæmdastjóra og einvalds Formúlu 1, var rænt fyrir helgi í Sao Paulo í Brasilíu en mannræningjarnir krefjast 28 milljóna punda í lausnarfé. BBC greinir frá. Aparecida Schunck, 67 ára gömul móðir hinnar 38 ára gömlu Fabiönu Flosi, eiginkonu hins 85 ára gamla Ecclestone, var tekin með valdi á föstudagskvöldið en stærstu fréttamiðlar Brasilíu eru komnir í málið. Ecclestone er ekki bara valdamesti maðurinn í Formúlu 1 heldur er hann einn valdamesti maður í íþróttaheiminum, en hann er metinn á 2,4 milljarða punda. Hann giftist Flosi árið 2012, þremur árum eftir að hitta hana þá 35 ára gamla þegar hann var 82 ára. Hann skildi við eiginkonu sína á þeim tíma, króatísku fyrirsætinu Slavicu Radic, til að vera með Flosi og búa með henni á Englandi. Lausnarféð sem mannræningjarnir heimta fyrir tengdamóður Ecclestone er það mesta í sögu Brasilíu þar sem mannrán er nær daglegur viðburður. Þeir vilja fá borgað í sterlingspundum og að upphæðinni verði skipt í fjóra poka þegar peningarnir verða sóttir. Ólympíuleikarnir hefjast í Ríó 5. ágúst en brasilíska þjóðin er að ganga í gegnum sína mestu fjárhagsörðuleika í marga áratugi. Hvorki lögreglan í Sao Paulo né Berne Ecclestone hafa tjáð sig um málið.
Formúla Tengdar fréttir Nýsjálenskum glímukappa rænt í Ríó þrettán dögum fyrir ÓL Bófar klæddir eins og lögreglumenn neyddu hann til að taka pening út úr hraðbönkum. 25. júlí 2016 13:45 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nýsjálenskum glímukappa rænt í Ríó þrettán dögum fyrir ÓL Bófar klæddir eins og lögreglumenn neyddu hann til að taka pening út úr hraðbönkum. 25. júlí 2016 13:45