Tíska snýst um sjálfstjáningu Brynhildur Björnsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:00 Þessi silfurkjóll er glænýr og úr Asos. "Ég er ekki alveg búin að ákveða hvenær ég nota hann. Þetta er algjör djammkjóll og ég sé fyrir mér að nota hann fyrst við eitthvert alveg sérstakt tilefni, kannski afmælið mitt.“ MYNDIR/HANNA Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi er oft spurð hvar hún fái fötin sín enda einstök smekkkona sem elskar að kaupa föt og verslar mikið á netinu.Hvar kaupir þú oftast föt?Ég versla mest hjá netversluninni Asos og svo í Curvy í Fákafeni. Generous-línan í Lindex hefur líka gefið af sér einstaka gullmola. Curve-línan hjá Asos er gargandi snilld. Þeir eru með allt fyrir alla og má oft sjá sömu flíkina í normal size-deildinni og í Curve-deildinni hjá þeim, en í seinna tilvikinu býðst hún einfaldlega í stærri stærðum. Asos curve blæs á þá mýtu að sum snið henti ekki stærri stelpum og að við þurfum að klæða okkur til að fela „vandamálasvæðin“. Ég var alltaf skíthrædd við að kaupa föt á netinu en hjá Asos fann ég bara mína stærð og get treyst á að flíkin smellpassi svo lengi sem hún er í þeirri stærð. Ég mæli með að fylgja málunum á síðunni, ef þú ert í vafa skaltu frekar fara upp í stærð en niður. Oft hefur maður séð hvernig gæðin minnka með stærri stærðum. Svo er ekki hjá Asos Curve. Hærri verðmiði fylgir þó betri gæðum og þessi verslun er ekki á allra færi, hvað þá með tollum og innflutningsgjöldum.Bleikt pils og grænn jakki frá Asos, bolur frá Vila og skór frá MOA í smáralind Þetta dress notar Tara þegar henni er boðið í matarboð eða þegar hún er að fara eitthvað út á virkum dögum.Klæðir þú þig á ólíkan hátt eftir tilefni? Ég er misfín eftir tilefni en samt alltaf trygg mínum stíl sem ég reyni að hafa eins klassískan og ég get. Ég reyni alltaf að lágmarka líkurnar á að ég skoði myndir af mér eftir 10 ár og við blasi tískuslys. Það má því ekki beinlínis segja að ég sé áhættusækin þegar kemur að tísku.Finnst þér skemmtilegt að kaupa föt? Ég elska að kaupa föt, sérstaklega með tilkomu Asos Curve.Finnst þér gaman að klæða þig upp á/vera í skemmtilegum fötum? Mér finnst fátt skemmtilegra en að hafa mig til fyrir djammið eða eitthvað fínt. Það er hálfgert ritúal hjá mér. Enda tekur það hátt í 4 tíma þegar ég fer all in, með förðun og hári!Samfestingurinn er eftirlætisflík Töru enda ótrúlega þægilegur og smellpassar við flest tilefni. Beltið er úr Curvy.Hver er uppáhaldsflíkin þín? Af hverju er hún uppáhalds? Hvar fékkstu hana? Ég myndi segja að það sé samfestingurinn minn. Hann er svo praktískur því hann gengur við öll tilefni. Um daginn fór ég í honum í móttöku í Höfða og svo brunaði ég í vinnuna eftir á. Smellpassaði við báðar aðstæður. Hann er líka svo ótrúlega þægilegur og mér líður svo vel í honum. Að sjálfsögðu fékk ég hann hjá Asos.Hvað kaupirðu þó þú eigir nóg af því? Blazer-jakka. Að mínu mati eru þeir klassískir og tímalausir og passa við ALLT! Enda á ég 10 stykki. Hver þarf 10 blazera!?! Þegar ég var að kenna líkamsmyndarnámskeiðið Body Project í vetur flaug ég og keyrði um allt land og þetta voru 10-12 tíma dagar á stanslausum þönum. Það var því mikilvægt að vera í þægilegum fötum og ég var því oftast í svörtum jógabuxum, skyrtu og blazer en ég virkaði samt fín. Blazer gerir allt fínna, punktur!Áttu uppáhaldsskó? Ætli það séu ekki Nike Lunarglide hlaupaskórnir mínir.Hér er Tara í uppáhaldskjól frá Asos og jakkinn er þaðan líka.Einhver skemmtileg saga sem tengist fatakaupum? Fyrir nokkrum árum voru fatakaup helvíti fyrir mig. Mér leið ekki vel með líkama minn né leið mér vel í honum. Fataskápurinn var fullur af fötum sem voru of lítil en ég tímdi ekki að henda. Það tók mig langan tíma að sjá og skilja að ég er svo miklu meira en bara fatastærðin, sem við eigum til að skilgreina okkur allt of mikið eftir. Í nútíma samfélagi telst það róttækt að líða vel í eigin skinni, standa keik og segja: „Ég er ánægð með sjálfa mig.“ Að mínu mati er það ákveðin tegund sjálfsástar og líkamsvirðingar að kaupa sér flott föt, óháð reglum um hverju feitar stelpur mega klæðast og hverju ekki. Tíska snýst um sjálfstjáningu og þau skilaboð að feitar konur eigi að fela líkama sína, bæla okkur niður. Tíska snýst um að fagna líkamanum, ekki fela hann. Ég skora á alla að sýna handleggina, magann og lærin óhindrað í sumar. Lífið er of stutt til þess að vera stöðugt í feluleik og því meira sem þú ýtir þér út úr þægindarammanum því auðveldara verður það, ég lofa! Mest lesið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Bílar og byssuhvellir á Mývatni - Myndband Lífið Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Aniston valin kynþokkafyllst Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi er oft spurð hvar hún fái fötin sín enda einstök smekkkona sem elskar að kaupa föt og verslar mikið á netinu.Hvar kaupir þú oftast föt?Ég versla mest hjá netversluninni Asos og svo í Curvy í Fákafeni. Generous-línan í Lindex hefur líka gefið af sér einstaka gullmola. Curve-línan hjá Asos er gargandi snilld. Þeir eru með allt fyrir alla og má oft sjá sömu flíkina í normal size-deildinni og í Curve-deildinni hjá þeim, en í seinna tilvikinu býðst hún einfaldlega í stærri stærðum. Asos curve blæs á þá mýtu að sum snið henti ekki stærri stelpum og að við þurfum að klæða okkur til að fela „vandamálasvæðin“. Ég var alltaf skíthrædd við að kaupa föt á netinu en hjá Asos fann ég bara mína stærð og get treyst á að flíkin smellpassi svo lengi sem hún er í þeirri stærð. Ég mæli með að fylgja málunum á síðunni, ef þú ert í vafa skaltu frekar fara upp í stærð en niður. Oft hefur maður séð hvernig gæðin minnka með stærri stærðum. Svo er ekki hjá Asos Curve. Hærri verðmiði fylgir þó betri gæðum og þessi verslun er ekki á allra færi, hvað þá með tollum og innflutningsgjöldum.Bleikt pils og grænn jakki frá Asos, bolur frá Vila og skór frá MOA í smáralind Þetta dress notar Tara þegar henni er boðið í matarboð eða þegar hún er að fara eitthvað út á virkum dögum.Klæðir þú þig á ólíkan hátt eftir tilefni? Ég er misfín eftir tilefni en samt alltaf trygg mínum stíl sem ég reyni að hafa eins klassískan og ég get. Ég reyni alltaf að lágmarka líkurnar á að ég skoði myndir af mér eftir 10 ár og við blasi tískuslys. Það má því ekki beinlínis segja að ég sé áhættusækin þegar kemur að tísku.Finnst þér skemmtilegt að kaupa föt? Ég elska að kaupa föt, sérstaklega með tilkomu Asos Curve.Finnst þér gaman að klæða þig upp á/vera í skemmtilegum fötum? Mér finnst fátt skemmtilegra en að hafa mig til fyrir djammið eða eitthvað fínt. Það er hálfgert ritúal hjá mér. Enda tekur það hátt í 4 tíma þegar ég fer all in, með förðun og hári!Samfestingurinn er eftirlætisflík Töru enda ótrúlega þægilegur og smellpassar við flest tilefni. Beltið er úr Curvy.Hver er uppáhaldsflíkin þín? Af hverju er hún uppáhalds? Hvar fékkstu hana? Ég myndi segja að það sé samfestingurinn minn. Hann er svo praktískur því hann gengur við öll tilefni. Um daginn fór ég í honum í móttöku í Höfða og svo brunaði ég í vinnuna eftir á. Smellpassaði við báðar aðstæður. Hann er líka svo ótrúlega þægilegur og mér líður svo vel í honum. Að sjálfsögðu fékk ég hann hjá Asos.Hvað kaupirðu þó þú eigir nóg af því? Blazer-jakka. Að mínu mati eru þeir klassískir og tímalausir og passa við ALLT! Enda á ég 10 stykki. Hver þarf 10 blazera!?! Þegar ég var að kenna líkamsmyndarnámskeiðið Body Project í vetur flaug ég og keyrði um allt land og þetta voru 10-12 tíma dagar á stanslausum þönum. Það var því mikilvægt að vera í þægilegum fötum og ég var því oftast í svörtum jógabuxum, skyrtu og blazer en ég virkaði samt fín. Blazer gerir allt fínna, punktur!Áttu uppáhaldsskó? Ætli það séu ekki Nike Lunarglide hlaupaskórnir mínir.Hér er Tara í uppáhaldskjól frá Asos og jakkinn er þaðan líka.Einhver skemmtileg saga sem tengist fatakaupum? Fyrir nokkrum árum voru fatakaup helvíti fyrir mig. Mér leið ekki vel með líkama minn né leið mér vel í honum. Fataskápurinn var fullur af fötum sem voru of lítil en ég tímdi ekki að henda. Það tók mig langan tíma að sjá og skilja að ég er svo miklu meira en bara fatastærðin, sem við eigum til að skilgreina okkur allt of mikið eftir. Í nútíma samfélagi telst það róttækt að líða vel í eigin skinni, standa keik og segja: „Ég er ánægð með sjálfa mig.“ Að mínu mati er það ákveðin tegund sjálfsástar og líkamsvirðingar að kaupa sér flott föt, óháð reglum um hverju feitar stelpur mega klæðast og hverju ekki. Tíska snýst um sjálfstjáningu og þau skilaboð að feitar konur eigi að fela líkama sína, bæla okkur niður. Tíska snýst um að fagna líkamanum, ekki fela hann. Ég skora á alla að sýna handleggina, magann og lærin óhindrað í sumar. Lífið er of stutt til þess að vera stöðugt í feluleik og því meira sem þú ýtir þér út úr þægindarammanum því auðveldara verður það, ég lofa!
Mest lesið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Bílar og byssuhvellir á Mývatni - Myndband Lífið Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Aniston valin kynþokkafyllst Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið