Tíska snýst um sjálfstjáningu Brynhildur Björnsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:00 Þessi silfurkjóll er glænýr og úr Asos. "Ég er ekki alveg búin að ákveða hvenær ég nota hann. Þetta er algjör djammkjóll og ég sé fyrir mér að nota hann fyrst við eitthvert alveg sérstakt tilefni, kannski afmælið mitt.“ MYNDIR/HANNA Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi er oft spurð hvar hún fái fötin sín enda einstök smekkkona sem elskar að kaupa föt og verslar mikið á netinu.Hvar kaupir þú oftast föt?Ég versla mest hjá netversluninni Asos og svo í Curvy í Fákafeni. Generous-línan í Lindex hefur líka gefið af sér einstaka gullmola. Curve-línan hjá Asos er gargandi snilld. Þeir eru með allt fyrir alla og má oft sjá sömu flíkina í normal size-deildinni og í Curve-deildinni hjá þeim, en í seinna tilvikinu býðst hún einfaldlega í stærri stærðum. Asos curve blæs á þá mýtu að sum snið henti ekki stærri stelpum og að við þurfum að klæða okkur til að fela „vandamálasvæðin“. Ég var alltaf skíthrædd við að kaupa föt á netinu en hjá Asos fann ég bara mína stærð og get treyst á að flíkin smellpassi svo lengi sem hún er í þeirri stærð. Ég mæli með að fylgja málunum á síðunni, ef þú ert í vafa skaltu frekar fara upp í stærð en niður. Oft hefur maður séð hvernig gæðin minnka með stærri stærðum. Svo er ekki hjá Asos Curve. Hærri verðmiði fylgir þó betri gæðum og þessi verslun er ekki á allra færi, hvað þá með tollum og innflutningsgjöldum.Bleikt pils og grænn jakki frá Asos, bolur frá Vila og skór frá MOA í smáralind Þetta dress notar Tara þegar henni er boðið í matarboð eða þegar hún er að fara eitthvað út á virkum dögum.Klæðir þú þig á ólíkan hátt eftir tilefni? Ég er misfín eftir tilefni en samt alltaf trygg mínum stíl sem ég reyni að hafa eins klassískan og ég get. Ég reyni alltaf að lágmarka líkurnar á að ég skoði myndir af mér eftir 10 ár og við blasi tískuslys. Það má því ekki beinlínis segja að ég sé áhættusækin þegar kemur að tísku.Finnst þér skemmtilegt að kaupa föt? Ég elska að kaupa föt, sérstaklega með tilkomu Asos Curve.Finnst þér gaman að klæða þig upp á/vera í skemmtilegum fötum? Mér finnst fátt skemmtilegra en að hafa mig til fyrir djammið eða eitthvað fínt. Það er hálfgert ritúal hjá mér. Enda tekur það hátt í 4 tíma þegar ég fer all in, með förðun og hári!Samfestingurinn er eftirlætisflík Töru enda ótrúlega þægilegur og smellpassar við flest tilefni. Beltið er úr Curvy.Hver er uppáhaldsflíkin þín? Af hverju er hún uppáhalds? Hvar fékkstu hana? Ég myndi segja að það sé samfestingurinn minn. Hann er svo praktískur því hann gengur við öll tilefni. Um daginn fór ég í honum í móttöku í Höfða og svo brunaði ég í vinnuna eftir á. Smellpassaði við báðar aðstæður. Hann er líka svo ótrúlega þægilegur og mér líður svo vel í honum. Að sjálfsögðu fékk ég hann hjá Asos.Hvað kaupirðu þó þú eigir nóg af því? Blazer-jakka. Að mínu mati eru þeir klassískir og tímalausir og passa við ALLT! Enda á ég 10 stykki. Hver þarf 10 blazera!?! Þegar ég var að kenna líkamsmyndarnámskeiðið Body Project í vetur flaug ég og keyrði um allt land og þetta voru 10-12 tíma dagar á stanslausum þönum. Það var því mikilvægt að vera í þægilegum fötum og ég var því oftast í svörtum jógabuxum, skyrtu og blazer en ég virkaði samt fín. Blazer gerir allt fínna, punktur!Áttu uppáhaldsskó? Ætli það séu ekki Nike Lunarglide hlaupaskórnir mínir.Hér er Tara í uppáhaldskjól frá Asos og jakkinn er þaðan líka.Einhver skemmtileg saga sem tengist fatakaupum? Fyrir nokkrum árum voru fatakaup helvíti fyrir mig. Mér leið ekki vel með líkama minn né leið mér vel í honum. Fataskápurinn var fullur af fötum sem voru of lítil en ég tímdi ekki að henda. Það tók mig langan tíma að sjá og skilja að ég er svo miklu meira en bara fatastærðin, sem við eigum til að skilgreina okkur allt of mikið eftir. Í nútíma samfélagi telst það róttækt að líða vel í eigin skinni, standa keik og segja: „Ég er ánægð með sjálfa mig.“ Að mínu mati er það ákveðin tegund sjálfsástar og líkamsvirðingar að kaupa sér flott föt, óháð reglum um hverju feitar stelpur mega klæðast og hverju ekki. Tíska snýst um sjálfstjáningu og þau skilaboð að feitar konur eigi að fela líkama sína, bæla okkur niður. Tíska snýst um að fagna líkamanum, ekki fela hann. Ég skora á alla að sýna handleggina, magann og lærin óhindrað í sumar. Lífið er of stutt til þess að vera stöðugt í feluleik og því meira sem þú ýtir þér út úr þægindarammanum því auðveldara verður það, ég lofa! Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Sjá meira
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi er oft spurð hvar hún fái fötin sín enda einstök smekkkona sem elskar að kaupa föt og verslar mikið á netinu.Hvar kaupir þú oftast föt?Ég versla mest hjá netversluninni Asos og svo í Curvy í Fákafeni. Generous-línan í Lindex hefur líka gefið af sér einstaka gullmola. Curve-línan hjá Asos er gargandi snilld. Þeir eru með allt fyrir alla og má oft sjá sömu flíkina í normal size-deildinni og í Curve-deildinni hjá þeim, en í seinna tilvikinu býðst hún einfaldlega í stærri stærðum. Asos curve blæs á þá mýtu að sum snið henti ekki stærri stelpum og að við þurfum að klæða okkur til að fela „vandamálasvæðin“. Ég var alltaf skíthrædd við að kaupa föt á netinu en hjá Asos fann ég bara mína stærð og get treyst á að flíkin smellpassi svo lengi sem hún er í þeirri stærð. Ég mæli með að fylgja málunum á síðunni, ef þú ert í vafa skaltu frekar fara upp í stærð en niður. Oft hefur maður séð hvernig gæðin minnka með stærri stærðum. Svo er ekki hjá Asos Curve. Hærri verðmiði fylgir þó betri gæðum og þessi verslun er ekki á allra færi, hvað þá með tollum og innflutningsgjöldum.Bleikt pils og grænn jakki frá Asos, bolur frá Vila og skór frá MOA í smáralind Þetta dress notar Tara þegar henni er boðið í matarboð eða þegar hún er að fara eitthvað út á virkum dögum.Klæðir þú þig á ólíkan hátt eftir tilefni? Ég er misfín eftir tilefni en samt alltaf trygg mínum stíl sem ég reyni að hafa eins klassískan og ég get. Ég reyni alltaf að lágmarka líkurnar á að ég skoði myndir af mér eftir 10 ár og við blasi tískuslys. Það má því ekki beinlínis segja að ég sé áhættusækin þegar kemur að tísku.Finnst þér skemmtilegt að kaupa föt? Ég elska að kaupa föt, sérstaklega með tilkomu Asos Curve.Finnst þér gaman að klæða þig upp á/vera í skemmtilegum fötum? Mér finnst fátt skemmtilegra en að hafa mig til fyrir djammið eða eitthvað fínt. Það er hálfgert ritúal hjá mér. Enda tekur það hátt í 4 tíma þegar ég fer all in, með förðun og hári!Samfestingurinn er eftirlætisflík Töru enda ótrúlega þægilegur og smellpassar við flest tilefni. Beltið er úr Curvy.Hver er uppáhaldsflíkin þín? Af hverju er hún uppáhalds? Hvar fékkstu hana? Ég myndi segja að það sé samfestingurinn minn. Hann er svo praktískur því hann gengur við öll tilefni. Um daginn fór ég í honum í móttöku í Höfða og svo brunaði ég í vinnuna eftir á. Smellpassaði við báðar aðstæður. Hann er líka svo ótrúlega þægilegur og mér líður svo vel í honum. Að sjálfsögðu fékk ég hann hjá Asos.Hvað kaupirðu þó þú eigir nóg af því? Blazer-jakka. Að mínu mati eru þeir klassískir og tímalausir og passa við ALLT! Enda á ég 10 stykki. Hver þarf 10 blazera!?! Þegar ég var að kenna líkamsmyndarnámskeiðið Body Project í vetur flaug ég og keyrði um allt land og þetta voru 10-12 tíma dagar á stanslausum þönum. Það var því mikilvægt að vera í þægilegum fötum og ég var því oftast í svörtum jógabuxum, skyrtu og blazer en ég virkaði samt fín. Blazer gerir allt fínna, punktur!Áttu uppáhaldsskó? Ætli það séu ekki Nike Lunarglide hlaupaskórnir mínir.Hér er Tara í uppáhaldskjól frá Asos og jakkinn er þaðan líka.Einhver skemmtileg saga sem tengist fatakaupum? Fyrir nokkrum árum voru fatakaup helvíti fyrir mig. Mér leið ekki vel með líkama minn né leið mér vel í honum. Fataskápurinn var fullur af fötum sem voru of lítil en ég tímdi ekki að henda. Það tók mig langan tíma að sjá og skilja að ég er svo miklu meira en bara fatastærðin, sem við eigum til að skilgreina okkur allt of mikið eftir. Í nútíma samfélagi telst það róttækt að líða vel í eigin skinni, standa keik og segja: „Ég er ánægð með sjálfa mig.“ Að mínu mati er það ákveðin tegund sjálfsástar og líkamsvirðingar að kaupa sér flott föt, óháð reglum um hverju feitar stelpur mega klæðast og hverju ekki. Tíska snýst um sjálfstjáningu og þau skilaboð að feitar konur eigi að fela líkama sína, bæla okkur niður. Tíska snýst um að fagna líkamanum, ekki fela hann. Ég skora á alla að sýna handleggina, magann og lærin óhindrað í sumar. Lífið er of stutt til þess að vera stöðugt í feluleik og því meira sem þú ýtir þér út úr þægindarammanum því auðveldara verður það, ég lofa!
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Sjá meira