Kirkjugrið og lög Guðs og manna Þórir Stephensen skrifar 13. júlí 2016 07:00 Atburðir nýlegir í Laugarneskirkju hafa vakið upp minningu um kirkjugrið. Þau voru staðreynd á miðöldum. Þá giltu þau ekki aðeins innan kirkjuveggja í Laugarnesi, heldur einnig 40 skref út frá kirkjunni öllum megin. Á svipuðum tíma gilti það einnig, að væru Guðs lög og manna ekki sammála, skyldu Guðs lög ráða. Allt er þetta liðin tíð, en ágætt að þetta skyldi koma upp nú á tímum mikillar gerjunar fjölmenningarinnar, sem við hljótum að reyna að laga okkur að. Af þessu þarf að draga lærdóm. Það fyrsta sem blasir við, þegar kirkjan andæfir yfirvöldum, er að hún er ekki ríkiskirkja. Hún hefur sinn grundvöll, hún hefur sinn boðskap og ótvíræða köllun, sem hún þarf ekkert að bera undir ríkisvaldið og gerir ekki eins og umræddir atburðir sýna. Hún hlýtur að standa með kærleikanum, fyrir lítilmagnann, reynandi að verja hans rétt. Í Laugarnesi voru tveir prestar með fingur á púlsi þjáningar erlendra bræðra okkar, tveggja ungra manna, sem höfðu beðið sex eða sjö mánuði eftir úrskurði um landvist. Þeir eru með múslimskan bakgrunn, en atvikin höguðu því þannig, að það voru kristnir menn sem opnuðu þeim vináttu sína og reyndust þeim bræður. Vegna þess kristna kærleika, sem þeir nutu, báðu þeir um að mega sjálfir verða lærisveinar slíkrar hugsunar og fengu kristna skírn, þegar þeirra tími var kominn. Þeir tóku þátt í safnaðarstarfi í Hjallakirkju og Laugarneskirkju. Þegar þeir vissu að þeir fengju ekki landvist og lögreglan ætlaði að sækja þá, urðu þeir miður sín af vonbrigðum, sem hafa örugglega ekki verið þau fyrstu á flótta þeirra frá ógnarástandi heimalands síns. Eðlilega leituðu þeir þá í það skjólið, sem þeir höfðu fundið hlýjast, til kirkjunnar, prestanna sem ásamt safnaðarfólkinu höfðu gefið þeim nýja lífssýn og umvafið þá bróðurhug. Þá vaknaði minningin um kirkjugriðin og voru þau notuð á táknrænan hátt, af því að í þessu máli var kirkjan síðasta haldreipið og helgi hennar óumdeild. Prestarnir létu vita af því að í kirkjunni yrðu hælisleitendurnir umvafðir kærleika vina sinna meðan stætt væri. Þeir sýndu lögreglunni enga andstöðu, enda var kirkjan opin. Ég fæ ekki séð, að kirkjan hafi á nokkurn hátt reynt að hindra framgang réttvísinnar. Hins vegar reyndi hún að lengja arm kærleikans eins og henni var unnt. Lái henni það hver sem vill. En vegna margra mála, sem upp hafa komið að undanförnu, þar sem almenningi finnst að nokkuð skorti á mannúð er ég ekki viss um, að lög okkar séu svo réttlát, sem þau ættu að vera. Ég spyr einnig hvers vegna menn séu dregnir svo lengi á úrlausn mála, að það bjóði upp á erfiðleika við að slíta þau tengsl, sem hljóta að myndast við slíkar aðstæður. Hver eru „Guðs lög“ í dag? Svarið er einfalt. Þau eru kærleikslögmálið um bróðurþel og jafnan rétt allra manna. Þau eru Gullna reglan: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Fréttir segja, að mennirnir hafi verið sendir úr landi samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Um leið heyrði ég frá ábyrgum aðila, að henni væri nú beitt „miskunnarlaust“. Ég hélt, að hún væri leiðbeinandi í þessum efnum en ekki skipandi. Er ekki miskunnin kjarni kærleikans? Geta ekki aðstæður stundum verið þannig, að það sé miskunnin ein, sem skapar farsæla lausn?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Atburðir nýlegir í Laugarneskirkju hafa vakið upp minningu um kirkjugrið. Þau voru staðreynd á miðöldum. Þá giltu þau ekki aðeins innan kirkjuveggja í Laugarnesi, heldur einnig 40 skref út frá kirkjunni öllum megin. Á svipuðum tíma gilti það einnig, að væru Guðs lög og manna ekki sammála, skyldu Guðs lög ráða. Allt er þetta liðin tíð, en ágætt að þetta skyldi koma upp nú á tímum mikillar gerjunar fjölmenningarinnar, sem við hljótum að reyna að laga okkur að. Af þessu þarf að draga lærdóm. Það fyrsta sem blasir við, þegar kirkjan andæfir yfirvöldum, er að hún er ekki ríkiskirkja. Hún hefur sinn grundvöll, hún hefur sinn boðskap og ótvíræða köllun, sem hún þarf ekkert að bera undir ríkisvaldið og gerir ekki eins og umræddir atburðir sýna. Hún hlýtur að standa með kærleikanum, fyrir lítilmagnann, reynandi að verja hans rétt. Í Laugarnesi voru tveir prestar með fingur á púlsi þjáningar erlendra bræðra okkar, tveggja ungra manna, sem höfðu beðið sex eða sjö mánuði eftir úrskurði um landvist. Þeir eru með múslimskan bakgrunn, en atvikin höguðu því þannig, að það voru kristnir menn sem opnuðu þeim vináttu sína og reyndust þeim bræður. Vegna þess kristna kærleika, sem þeir nutu, báðu þeir um að mega sjálfir verða lærisveinar slíkrar hugsunar og fengu kristna skírn, þegar þeirra tími var kominn. Þeir tóku þátt í safnaðarstarfi í Hjallakirkju og Laugarneskirkju. Þegar þeir vissu að þeir fengju ekki landvist og lögreglan ætlaði að sækja þá, urðu þeir miður sín af vonbrigðum, sem hafa örugglega ekki verið þau fyrstu á flótta þeirra frá ógnarástandi heimalands síns. Eðlilega leituðu þeir þá í það skjólið, sem þeir höfðu fundið hlýjast, til kirkjunnar, prestanna sem ásamt safnaðarfólkinu höfðu gefið þeim nýja lífssýn og umvafið þá bróðurhug. Þá vaknaði minningin um kirkjugriðin og voru þau notuð á táknrænan hátt, af því að í þessu máli var kirkjan síðasta haldreipið og helgi hennar óumdeild. Prestarnir létu vita af því að í kirkjunni yrðu hælisleitendurnir umvafðir kærleika vina sinna meðan stætt væri. Þeir sýndu lögreglunni enga andstöðu, enda var kirkjan opin. Ég fæ ekki séð, að kirkjan hafi á nokkurn hátt reynt að hindra framgang réttvísinnar. Hins vegar reyndi hún að lengja arm kærleikans eins og henni var unnt. Lái henni það hver sem vill. En vegna margra mála, sem upp hafa komið að undanförnu, þar sem almenningi finnst að nokkuð skorti á mannúð er ég ekki viss um, að lög okkar séu svo réttlát, sem þau ættu að vera. Ég spyr einnig hvers vegna menn séu dregnir svo lengi á úrlausn mála, að það bjóði upp á erfiðleika við að slíta þau tengsl, sem hljóta að myndast við slíkar aðstæður. Hver eru „Guðs lög“ í dag? Svarið er einfalt. Þau eru kærleikslögmálið um bróðurþel og jafnan rétt allra manna. Þau eru Gullna reglan: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Fréttir segja, að mennirnir hafi verið sendir úr landi samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Um leið heyrði ég frá ábyrgum aðila, að henni væri nú beitt „miskunnarlaust“. Ég hélt, að hún væri leiðbeinandi í þessum efnum en ekki skipandi. Er ekki miskunnin kjarni kærleikans? Geta ekki aðstæður stundum verið þannig, að það sé miskunnin ein, sem skapar farsæla lausn?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun