Wolff: Red Bull mikil ógn við Mercedes Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. júlí 2016 20:45 Hamilton og Wolff sitja fyrir svörum. Vísir/Getty Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. Mercedes liðið hefur ekki unnið ungverska kappaksturinn síðan V6 vélarnar voru teknar í notkun. En á sama tíma hefur Mercedes nánast einokað aðrar keppnir. Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að keppnin muni henta Red Bull einkar vel. Red Bull liðið sýndi það og sannaði á Silverstone að bíll liðsins er býsna góður og vel samkeppnishæfur. Hann segir Mercedes stafa mikil ógn af Red Bull, sérstaklega á ungversku brautinni. Brautin í Ungverjalandi krefst mikils af loftflæðihönnuðum liðanna og góðu gripi, fremur en hreinu afli. Því betri sem undirvagn bílanna er því betur gegnur þeim í ungverska kappakstrinum. „Við munum þurfa að eiga fullkomna helgi til að vinna í Ungverjalandi,“ sagði Wolff. Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna og annar ökumanna Mercedes gæti orðið sigursælasti ökumaðurinn á brautinni, vinni hann keppnina um næstu helgi. Hann er sem stendur jafn goðsögninni Michael Schumacher með fjórar unnar keppnir hvor. „Ég hlakka til að bera þann jákvæða straum sem ég finn enn fyrir frá Silverstone áfram inn í næstu keppnishelgi. Ég er ferskur og sjálfstraustið er gott. Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverska kappakstrinum. Ég get ekki beðið eftir að fá að komast út á brautina,“ sagði heimsmeistarinn Hamilton. Formúla Tengdar fréttir Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. 13. júlí 2016 21:45 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Heimsmeistarar bílasmiða í Formúlu 1 halda til Ungverjalands í góðum gír eftir að hafa unnið keppnina á Silverstone brautinni þar síðustu helgi. Ungverski kappaksturinn er þó erfiður liðinu sögulega. Mercedes liðið hefur ekki unnið ungverska kappaksturinn síðan V6 vélarnar voru teknar í notkun. En á sama tíma hefur Mercedes nánast einokað aðrar keppnir. Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff segir að keppnin muni henta Red Bull einkar vel. Red Bull liðið sýndi það og sannaði á Silverstone að bíll liðsins er býsna góður og vel samkeppnishæfur. Hann segir Mercedes stafa mikil ógn af Red Bull, sérstaklega á ungversku brautinni. Brautin í Ungverjalandi krefst mikils af loftflæðihönnuðum liðanna og góðu gripi, fremur en hreinu afli. Því betri sem undirvagn bílanna er því betur gegnur þeim í ungverska kappakstrinum. „Við munum þurfa að eiga fullkomna helgi til að vinna í Ungverjalandi,“ sagði Wolff. Lewis Hamilton, heimsmeistari ökumanna og annar ökumanna Mercedes gæti orðið sigursælasti ökumaðurinn á brautinni, vinni hann keppnina um næstu helgi. Hann er sem stendur jafn goðsögninni Michael Schumacher með fjórar unnar keppnir hvor. „Ég hlakka til að bera þann jákvæða straum sem ég finn enn fyrir frá Silverstone áfram inn í næstu keppnishelgi. Ég er ferskur og sjálfstraustið er gott. Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverska kappakstrinum. Ég get ekki beðið eftir að fá að komast út á brautina,“ sagði heimsmeistarinn Hamilton.
Formúla Tengdar fréttir Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15 Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. 13. júlí 2016 21:45 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Red Bull vill vinna meira á árinu Red Bull liðið í Formúlu 1 vill vinna fleiri keppnir á árinu. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner segir liðið hætt að elta Ferrari. Liðið setji nú markið á Mercedes. 14. júlí 2016 22:15
Bílskúrinn: Spennandi síðdegi á Silverstone Lewis Hamilton á Mercedes minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig með því að vinna á heimavelli sínum, síðustu helgi. 13. júlí 2016 21:45