Hefðbundinn skotgrafahernaður Oddný G. Harðardóttir skrifar 1. júlí 2016 07:00 Í grein í Fréttablaðinu 29. júní ítrekar iðnaðar- og viðskiptaráðherra áhugaleysi sitt á opinberri þjónustu við almenning. Ég og ráðherrann erum sammála um jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar á þjóðarbúið, en það skilur á milli þegar kemur að því að afla tekna af ferðamönnum til að standa undir notkun þeirra á almannaþjónustu. Ráðherrann vill meina að ég standi fyrir hefðbundinni vinstrimennsku þegar ég legg til að við öflum meiri tekna til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu. Ég tel hins vegar að um heilbrigða skynsemi sé að ræða og að með tillögunni sé gætt að brýnum hagsmunum þjóðarinnar. Ráðherra segist hafa mótað stefnu og stofnsett Stjórnstöð ferðamála. Það er bara ekki nóg til að takast á við áður óþekkta fjölgun ferðamanna. Við þurfum aðgerðir til að mæta gjörbreyttum aðstæðum. Aðgerðarleysi iðnaðar- og viðskiptaráðherra býður upp á aukinn átroðning, skort á hreinlætisaðstöðu, aukið álag á bráðamóttöku, sjúkraflutninga, lögreglu og hjálparsveitir og hærri slysatíðni bæði á vegum og á ferðamannastöðum. Það er í raun undarlegt að ráðherrann telji að það þurfi ekki að afla frekari tekna því hún mælti sjálf fyrir náttúrupassanum sáluga einmitt til að afla frekari tekna af ferðamönnum. Gjaldtakan sem Ragnheiður Elín mælti fyrir var flókin og óaðgengileg enda komst frumvarpið ekki einu sinni til 2. umræðu í þinginu. Hugmynd mín um að færa virðisaukaskatt á gistingu úr neðra þrepi í almennt þrep er einföld aðgerð með skýru lagaumhverfi sem gæti skilað 10 milljörðum árlega í auknar tekjur. Stærsta atvinnugrein þjóðarinnar sem byggir afkomu á einstakri náttúru Íslands þarf að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Öðruvísi verður ekki sátt um starfsumhverfi hennar. Ný ríkistjórn verður að tryggja betri vegi, sterkari heilbrigðisþjónustu og ekki síst öryggi og ánægju ferðamanna. Staðan er alvarleg en núverandi ráðherra ferðamála býður okkur upp á hefðbundinn skotgrafahernað í stað raunhæfra lausna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 29. júní ítrekar iðnaðar- og viðskiptaráðherra áhugaleysi sitt á opinberri þjónustu við almenning. Ég og ráðherrann erum sammála um jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar á þjóðarbúið, en það skilur á milli þegar kemur að því að afla tekna af ferðamönnum til að standa undir notkun þeirra á almannaþjónustu. Ráðherrann vill meina að ég standi fyrir hefðbundinni vinstrimennsku þegar ég legg til að við öflum meiri tekna til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu. Ég tel hins vegar að um heilbrigða skynsemi sé að ræða og að með tillögunni sé gætt að brýnum hagsmunum þjóðarinnar. Ráðherra segist hafa mótað stefnu og stofnsett Stjórnstöð ferðamála. Það er bara ekki nóg til að takast á við áður óþekkta fjölgun ferðamanna. Við þurfum aðgerðir til að mæta gjörbreyttum aðstæðum. Aðgerðarleysi iðnaðar- og viðskiptaráðherra býður upp á aukinn átroðning, skort á hreinlætisaðstöðu, aukið álag á bráðamóttöku, sjúkraflutninga, lögreglu og hjálparsveitir og hærri slysatíðni bæði á vegum og á ferðamannastöðum. Það er í raun undarlegt að ráðherrann telji að það þurfi ekki að afla frekari tekna því hún mælti sjálf fyrir náttúrupassanum sáluga einmitt til að afla frekari tekna af ferðamönnum. Gjaldtakan sem Ragnheiður Elín mælti fyrir var flókin og óaðgengileg enda komst frumvarpið ekki einu sinni til 2. umræðu í þinginu. Hugmynd mín um að færa virðisaukaskatt á gistingu úr neðra þrepi í almennt þrep er einföld aðgerð með skýru lagaumhverfi sem gæti skilað 10 milljörðum árlega í auknar tekjur. Stærsta atvinnugrein þjóðarinnar sem byggir afkomu á einstakri náttúru Íslands þarf að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Öðruvísi verður ekki sátt um starfsumhverfi hennar. Ný ríkistjórn verður að tryggja betri vegi, sterkari heilbrigðisþjónustu og ekki síst öryggi og ánægju ferðamanna. Staðan er alvarleg en núverandi ráðherra ferðamála býður okkur upp á hefðbundinn skotgrafahernað í stað raunhæfra lausna.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar