Innlent

Fótbrotinn ferðamaður við Torfajökul

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Landhelgisgæslunni barst í morgun neyðarbeiðni frá ferðamönnum sem voru á ferð við Torfajökul. Einn þeirra hafði fótbrotnað og var þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ send á vettvang. Þar að auki hélt hálendisvakt björgunarsveitanna á vettvang. Hins vegar var löng ganga að staðnum og slæm færð.

Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kom þyrlan á vettvang rétt fyrir hálf tólf. Sigmaður og læknir þyrlunnar og gerðu fótbrotna ferðamanninn fyrir flutning. Að lokum var hann fluttur til Reykjavíkurflugvallar og þaðan var hann fluttur á Landspítalann með sjúkrabíl.

Í tilkynningunni kemur fram að mikið annríki hafi verið hjá þyrlusveit LSG að undanförnu. Til dæmis er þetta fimmta útkallið í mánuðinum þar sem þyrla fer í sjúkraflug vegna slasaðs ferðamanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×