Nánast engin álagning á EM eldsneyti Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. júlí 2016 19:11 Íslensk olíufélög buðu viðskiptavinum upp á rúmlega 20 króna afslátt af hverjum lítra í gær í kjölfar árangurs Íslands á EM. Forstjóri N1 segir fyrirtækið hafa selt eldsneyti í gær með nánast engri álagningu en framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir afslætti af þessu tagi og segir að í eðlilegri samkeppni ættu neytendur að njóta betri kjara allt árið um kring. N1 bauð korthöfum sínum í gær upp á 23 króna afslátt af hverjum lítra í tilefni frábærs árangurs Íslands á EM í fótbolta. Olís og ÓB bensín, sem er í eigu Olís, buðu einnig upp á 23 króna afslátt af hverjum lítra með lyklum og kortum frá Olís í tilefni af árangri landsliðsins. Skeljungur og Orkan, sem er í eigu Skeljungs, voru einnig á svipuðum slóðum. Buðu í gær upp á 24 króna afslátt þegar greitt var með kortum og lyklum frá fyrirtækjunum. Og Atlantsolía sendi sínum viðskiptavinum SMS í gær um 23 króna afslátt með dælulykli fyrirtækisins í tilefni af árangri Íslands á EM. Sem sagt – öll íslensku olíufélögin buðu viðskiptavinum sínum upp á 23 til 24 króna afslátt af hverjum lítra í gær. „Við höfum gagnrýnt það að það er verið að bjóða upp á afslætti í kringum svona íþróttaviðburði, það er verið að bjóða upp á afslætti í til að mynda Eurovision, og stundum aðra viðburði sem er algjörlega ótengdir markaðinum með eldsneyti,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda. Ljóst sé að það sé svigrúm til að lækka eldsneytisverð. Það sé í sjálfu sér jákvætt ef olíufélögin vilja koma vel fram við viðskiptavini sína, en eðlilegra væri að viðskiptavinir nytu þessara afslátta allt árið um kring. „Svona í eðlilegu umhverfi og eðlilegri samkeppni að þá væri eðlilegra ef það væri bara þannig að neytendur væru að njóta þessara króna, dag út og dag inn.“Aldrei áður veittir afslættir sem þessirVæri hægt að lækka almennt eldsneytisverð í staðinn fyrir afslætti sem þessa? „Nei ég held að það gangi ekki upp. En þessir afslættir snúast um þennan frábæra árangur sem íslenska landsliðið náði á Evrópumótinu,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. N1 hafi selt eldsneyti í gær með nánast engri álagningu og það sé ekki mögulegt nema við einstök tilefni sem þessi. Hafa áður verið veittir svo miklir afslættir af eldsneytisverði? „Nei þetta eru nýjar hæðir sem tengjast svona þessu fótboltaæði sem hefur gengið yfir landið,“ segir Eggert. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Íslensk olíufélög buðu viðskiptavinum upp á rúmlega 20 króna afslátt af hverjum lítra í gær í kjölfar árangurs Íslands á EM. Forstjóri N1 segir fyrirtækið hafa selt eldsneyti í gær með nánast engri álagningu en framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir afslætti af þessu tagi og segir að í eðlilegri samkeppni ættu neytendur að njóta betri kjara allt árið um kring. N1 bauð korthöfum sínum í gær upp á 23 króna afslátt af hverjum lítra í tilefni frábærs árangurs Íslands á EM í fótbolta. Olís og ÓB bensín, sem er í eigu Olís, buðu einnig upp á 23 króna afslátt af hverjum lítra með lyklum og kortum frá Olís í tilefni af árangri landsliðsins. Skeljungur og Orkan, sem er í eigu Skeljungs, voru einnig á svipuðum slóðum. Buðu í gær upp á 24 króna afslátt þegar greitt var með kortum og lyklum frá fyrirtækjunum. Og Atlantsolía sendi sínum viðskiptavinum SMS í gær um 23 króna afslátt með dælulykli fyrirtækisins í tilefni af árangri Íslands á EM. Sem sagt – öll íslensku olíufélögin buðu viðskiptavinum sínum upp á 23 til 24 króna afslátt af hverjum lítra í gær. „Við höfum gagnrýnt það að það er verið að bjóða upp á afslætti í kringum svona íþróttaviðburði, það er verið að bjóða upp á afslætti í til að mynda Eurovision, og stundum aðra viðburði sem er algjörlega ótengdir markaðinum með eldsneyti,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda. Ljóst sé að það sé svigrúm til að lækka eldsneytisverð. Það sé í sjálfu sér jákvætt ef olíufélögin vilja koma vel fram við viðskiptavini sína, en eðlilegra væri að viðskiptavinir nytu þessara afslátta allt árið um kring. „Svona í eðlilegu umhverfi og eðlilegri samkeppni að þá væri eðlilegra ef það væri bara þannig að neytendur væru að njóta þessara króna, dag út og dag inn.“Aldrei áður veittir afslættir sem þessirVæri hægt að lækka almennt eldsneytisverð í staðinn fyrir afslætti sem þessa? „Nei ég held að það gangi ekki upp. En þessir afslættir snúast um þennan frábæra árangur sem íslenska landsliðið náði á Evrópumótinu,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. N1 hafi selt eldsneyti í gær með nánast engri álagningu og það sé ekki mögulegt nema við einstök tilefni sem þessi. Hafa áður verið veittir svo miklir afslættir af eldsneytisverði? „Nei þetta eru nýjar hæðir sem tengjast svona þessu fótboltaæði sem hefur gengið yfir landið,“ segir Eggert.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira