Nánast engin álagning á EM eldsneyti Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. júlí 2016 19:11 Íslensk olíufélög buðu viðskiptavinum upp á rúmlega 20 króna afslátt af hverjum lítra í gær í kjölfar árangurs Íslands á EM. Forstjóri N1 segir fyrirtækið hafa selt eldsneyti í gær með nánast engri álagningu en framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir afslætti af þessu tagi og segir að í eðlilegri samkeppni ættu neytendur að njóta betri kjara allt árið um kring. N1 bauð korthöfum sínum í gær upp á 23 króna afslátt af hverjum lítra í tilefni frábærs árangurs Íslands á EM í fótbolta. Olís og ÓB bensín, sem er í eigu Olís, buðu einnig upp á 23 króna afslátt af hverjum lítra með lyklum og kortum frá Olís í tilefni af árangri landsliðsins. Skeljungur og Orkan, sem er í eigu Skeljungs, voru einnig á svipuðum slóðum. Buðu í gær upp á 24 króna afslátt þegar greitt var með kortum og lyklum frá fyrirtækjunum. Og Atlantsolía sendi sínum viðskiptavinum SMS í gær um 23 króna afslátt með dælulykli fyrirtækisins í tilefni af árangri Íslands á EM. Sem sagt – öll íslensku olíufélögin buðu viðskiptavinum sínum upp á 23 til 24 króna afslátt af hverjum lítra í gær. „Við höfum gagnrýnt það að það er verið að bjóða upp á afslætti í kringum svona íþróttaviðburði, það er verið að bjóða upp á afslætti í til að mynda Eurovision, og stundum aðra viðburði sem er algjörlega ótengdir markaðinum með eldsneyti,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda. Ljóst sé að það sé svigrúm til að lækka eldsneytisverð. Það sé í sjálfu sér jákvætt ef olíufélögin vilja koma vel fram við viðskiptavini sína, en eðlilegra væri að viðskiptavinir nytu þessara afslátta allt árið um kring. „Svona í eðlilegu umhverfi og eðlilegri samkeppni að þá væri eðlilegra ef það væri bara þannig að neytendur væru að njóta þessara króna, dag út og dag inn.“Aldrei áður veittir afslættir sem þessirVæri hægt að lækka almennt eldsneytisverð í staðinn fyrir afslætti sem þessa? „Nei ég held að það gangi ekki upp. En þessir afslættir snúast um þennan frábæra árangur sem íslenska landsliðið náði á Evrópumótinu,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. N1 hafi selt eldsneyti í gær með nánast engri álagningu og það sé ekki mögulegt nema við einstök tilefni sem þessi. Hafa áður verið veittir svo miklir afslættir af eldsneytisverði? „Nei þetta eru nýjar hæðir sem tengjast svona þessu fótboltaæði sem hefur gengið yfir landið,“ segir Eggert. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Íslensk olíufélög buðu viðskiptavinum upp á rúmlega 20 króna afslátt af hverjum lítra í gær í kjölfar árangurs Íslands á EM. Forstjóri N1 segir fyrirtækið hafa selt eldsneyti í gær með nánast engri álagningu en framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir afslætti af þessu tagi og segir að í eðlilegri samkeppni ættu neytendur að njóta betri kjara allt árið um kring. N1 bauð korthöfum sínum í gær upp á 23 króna afslátt af hverjum lítra í tilefni frábærs árangurs Íslands á EM í fótbolta. Olís og ÓB bensín, sem er í eigu Olís, buðu einnig upp á 23 króna afslátt af hverjum lítra með lyklum og kortum frá Olís í tilefni af árangri landsliðsins. Skeljungur og Orkan, sem er í eigu Skeljungs, voru einnig á svipuðum slóðum. Buðu í gær upp á 24 króna afslátt þegar greitt var með kortum og lyklum frá fyrirtækjunum. Og Atlantsolía sendi sínum viðskiptavinum SMS í gær um 23 króna afslátt með dælulykli fyrirtækisins í tilefni af árangri Íslands á EM. Sem sagt – öll íslensku olíufélögin buðu viðskiptavinum sínum upp á 23 til 24 króna afslátt af hverjum lítra í gær. „Við höfum gagnrýnt það að það er verið að bjóða upp á afslætti í kringum svona íþróttaviðburði, það er verið að bjóða upp á afslætti í til að mynda Eurovision, og stundum aðra viðburði sem er algjörlega ótengdir markaðinum með eldsneyti,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda. Ljóst sé að það sé svigrúm til að lækka eldsneytisverð. Það sé í sjálfu sér jákvætt ef olíufélögin vilja koma vel fram við viðskiptavini sína, en eðlilegra væri að viðskiptavinir nytu þessara afslátta allt árið um kring. „Svona í eðlilegu umhverfi og eðlilegri samkeppni að þá væri eðlilegra ef það væri bara þannig að neytendur væru að njóta þessara króna, dag út og dag inn.“Aldrei áður veittir afslættir sem þessirVæri hægt að lækka almennt eldsneytisverð í staðinn fyrir afslætti sem þessa? „Nei ég held að það gangi ekki upp. En þessir afslættir snúast um þennan frábæra árangur sem íslenska landsliðið náði á Evrópumótinu,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. N1 hafi selt eldsneyti í gær með nánast engri álagningu og það sé ekki mögulegt nema við einstök tilefni sem þessi. Hafa áður verið veittir svo miklir afslættir af eldsneytisverði? „Nei þetta eru nýjar hæðir sem tengjast svona þessu fótboltaæði sem hefur gengið yfir landið,“ segir Eggert.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira