Innlent

Farbann staðfest yfir meintum barnaníðingi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hæstiréttur staðfesti farbannsúrskurð héraðsdóms.
Hæstiréttur staðfesti farbannsúrskurð héraðsdóms. vísir/gva
Hæstiréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem grunaður er um að hafa misnotað barn.

Maðurinn, sem er fæddur erlendis en með íslenskan ríkisborgararétt, viðurkenndi við skýrslutöku í mars að hann hafi í nokkur skipti stungið fingri sínum inn í leggöng brotaþola. Verði maðurinn sakfelldur gæti allt að sextán ára fangelsi beðið hans.

Þegar móðir brotaþola kærði málið til lögreglu sagði hún að maðurinn vissi af kærunni og myndi líklega reyna að komast af landi brott. Það stóð heima en hinn grunaði átti bókaðan miða frá landinu degi síðar.

Farbann mannsins gildir til 25. ágúst 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×