Áfallið kom eftir að atburðarásin leið hjá Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júlí 2016 07:00 Maður fór í hjartastopp á stigavél í tækjasalnum en Ásmundur hnoðaði og blés í hann lífi þar til sjúkrabíll kom. Vísir/EYÞÓR „Það kemur mikið áfall á eftir en á meðan þessu stóð útilokaði ég allt nema bara að ná honum til baka,“ segir Ásmundur Kristinn Símonarson einkaþjálfari. Hann bjargaði lífi manns í World Class á Seltjarnarnesi á dögunum. Maðurinn sem er á miðjum aldri fór í hjartastopp á stigavél í tækjasalnum en Ásmundur hnoðaði og blés í hann lífi þar til sjúkrabíll kom. „Ég var að þjálfa annan mann og svo sé ég að maðurinn liggur þarna á gólfinu og hleyp að honum. Hann var alveg úti og ég byrja strax að hnoða og blása. Ég hélt um stund að ég myndi ekki ná honum til baka en hann datt út tvisvar eða þrisvar,“ segir Ásmundur og bætir við að hann hafi kallað í tvo starfsmenn, annan til að hringja í sjúkrabíl og hinn til að ná í stuðtæki. Hann segist vera þakklátur því hve hratt ungir starfsmenn stöðvarinnar hafi brugðist við. Ásmundur hnoðaði og blés í manninn í fimm mínútur áður en hann fékk stuðtæki í hendurnar. „Mér leið eins og þetta væri klukkutími. Venjulega pumpar einn í sirka mínútu og svo tekur annar við en þarna var ég einn allan tímann og þetta tók mikið á,“ segir Ásmundur en eftir að sjúkraflutningamenn skoðuðu atvikið í myndavélum World Class sögðu þeir honum að hann hefði brugðist við eins vel og hægt var. „Þeir voru virkilega ánægðir með mig.“ Ásmundi, sem hefur lært skyndihjálp, finnst mikilvægt að meiri áhersla sé lögð á blástur en hann segir mun meiri áherslu lagða á að kenna hnoð. Í þessu tilfelli hafi það verið blásturinn sem bjargaði manninum. „Ég myndi vilja sjá áherslu á hvort tveggja. Það kom mér á óvart hvað var erfitt að blása líka.“ Eftir atvikið fór Ásmundur í göngutúr en hann segir atvikið hafa haft mikil áhrif á sig þrátt fyrir að það hafi endað vel. „Ég er svo heppinn að það er maður sem vinnur hérna sem hefur líka lent í svona og við ræðum mikið saman sem hjálpar.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
„Það kemur mikið áfall á eftir en á meðan þessu stóð útilokaði ég allt nema bara að ná honum til baka,“ segir Ásmundur Kristinn Símonarson einkaþjálfari. Hann bjargaði lífi manns í World Class á Seltjarnarnesi á dögunum. Maðurinn sem er á miðjum aldri fór í hjartastopp á stigavél í tækjasalnum en Ásmundur hnoðaði og blés í hann lífi þar til sjúkrabíll kom. „Ég var að þjálfa annan mann og svo sé ég að maðurinn liggur þarna á gólfinu og hleyp að honum. Hann var alveg úti og ég byrja strax að hnoða og blása. Ég hélt um stund að ég myndi ekki ná honum til baka en hann datt út tvisvar eða þrisvar,“ segir Ásmundur og bætir við að hann hafi kallað í tvo starfsmenn, annan til að hringja í sjúkrabíl og hinn til að ná í stuðtæki. Hann segist vera þakklátur því hve hratt ungir starfsmenn stöðvarinnar hafi brugðist við. Ásmundur hnoðaði og blés í manninn í fimm mínútur áður en hann fékk stuðtæki í hendurnar. „Mér leið eins og þetta væri klukkutími. Venjulega pumpar einn í sirka mínútu og svo tekur annar við en þarna var ég einn allan tímann og þetta tók mikið á,“ segir Ásmundur en eftir að sjúkraflutningamenn skoðuðu atvikið í myndavélum World Class sögðu þeir honum að hann hefði brugðist við eins vel og hægt var. „Þeir voru virkilega ánægðir með mig.“ Ásmundi, sem hefur lært skyndihjálp, finnst mikilvægt að meiri áhersla sé lögð á blástur en hann segir mun meiri áherslu lagða á að kenna hnoð. Í þessu tilfelli hafi það verið blásturinn sem bjargaði manninum. „Ég myndi vilja sjá áherslu á hvort tveggja. Það kom mér á óvart hvað var erfitt að blása líka.“ Eftir atvikið fór Ásmundur í göngutúr en hann segir atvikið hafa haft mikil áhrif á sig þrátt fyrir að það hafi endað vel. „Ég er svo heppinn að það er maður sem vinnur hérna sem hefur líka lent í svona og við ræðum mikið saman sem hjálpar.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira