Innlent

Klæddi sig í föt af húsráðanda og lagði hníf að hálsi hans

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Tilkynnt var um tvö innbrot í nótt. Annar þjófurinn er sakaður um hótanir og afbrigðilega hegðun.
Tilkynnt var um tvö innbrot í nótt. Annar þjófurinn er sakaður um hótanir og afbrigðilega hegðun. Visir/GVA
Einn var handtekinn um klukkan hálf níu í gærkvöld eftir að hafa brotist inn í íbúð í Hraunbæ í Reykjavík og ráðist á húsráðanda. Húsráðandi hafði vaknað við innbrotsþjófinn er hann var að taka til ýmsa muni, til dæmis spjaldtölvu. Þjófurinn var jafnframt kominn í föt af manninum.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að til slagsmála hafi komið, og að húsráðandi hafi sagt manninn hafa tekið upp hníf og lagt að hálsi hans. Ekki kemur fram í skeytinu hvort mennina hafi sakað.

Þá var annar karlmaður handtekinn rétt fyrir klukkan níu í gærkvöld við Suðurlandsveg, einnig grunaður um innbrot. Hann er jafnframt sakaður um hótanir, afbrigðilega hegðun og fleira. Öldruð kona sem býr í húsinu kom að manninum, en hann var farinn af vettvangi áður en lögregla kom. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×