Innlent

Myndasyrpa ekki fyrir lofthrædda: Gluggaþvottamönnum fylgt eftir í háloftunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það verður ekki annað sagt en að það sé ágætis útsýni af þakinu á Höfðatorgi.
Það verður ekki annað sagt en að það sé ágætis útsýni af þakinu á Höfðatorgi. Vísir/Anton Brink
Í sólinni verða óhreinir gluggar sýnilegri en þegar dimmt er. Hvort það hafi verið af þeirri ástæðu eða annarri þá mættu gluggaþvottamenn til vinnu á Höfðatorg í Reykjavík í gær og tóku til sinna ráða.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fylgdi gluggaþvottamönnunum tveimur eftir við störf þeirra og myndaði í bak og fyrir.

Myndirnar má sjá í flettiglugganum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×