Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forsætisráðherra um frumvörp Stjórnlaganefndar að breytingum á stjórnskipunarlögum en hann hyggst leggja þau fram á sumarþingi í ágúst. Í fréttatímanum verður einnig fjallað um miklar annir á Læknavaktinni í Kópavogi en sjúklingar þar hafa verið undanfarið verið tvöfalt fleiri en venja er.



Þá verður rætt við Steingrím J. Sigfússon sem segir taumlausa hlýðni íslenska ráðamanna við Bandaríkin verða ástæðuna fyrir því að Ísland var sett á lista hinna viljugu þjóða í aðdraganda Íraksstríðsins.



Einnig verður rætt við varaformann Astma- og ofnæmissamtakanna sem segir ekki koma til greina að hleypa gæludýrum í strætisvagna. Slíkt sé eins og rússnesk rúlleta fyrir fólk sem er með ofnæmi.



Þetta og mikið meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×