Nýta blóðflögur til næringar fyrir stofnfrumur Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 13:00 Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch er hluti af teyminu á bak við Platome líftækni. Vísir/Eyþór Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fyrirtækin sem taka þátt að þessu sinni eru mjög fjölbreytt, tvö eru að þróa tölvuleik, eitt er að framleiða súkkulaði og enn annað að framleiða næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Platome líftækni er fyrirtæki framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Að baki fyrirtækisins standa Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, lífeindafræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, sem er að klára doktorspróf í sameindalíffræði, og Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, doktor í stofnfrumum og ofnæmisfræði, og dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, sem stýrir grunnrannsóknum og stofnfrumuvinnslu í Blóðbankanum. „Við vinnum allar okkar vörur sem eru næring fyrir stofnfrumur úr blóðflögum frá Blóðbankanum sem á að henda þar. Við tökum þann efnivið og breytum yfir í næringu fyrir stofnfrumur. Það er hægt að nota þessa næringu inná rannsóknastofum þegar verið er að skoða og rannsaka stofnfrumur, til dæmis þegar er verið að þróa meðferðir úr stofnfrumum," segir Sandra. Sandra segir að þau hafi verið að vinna að vörunni í fimm ár, en fyrirtækið hafnaði í öðru sæti í Gullegginu í vor. „Við erum byrjuð að framleiða og erum komin með rannsóknastofur sem eru að testa þetta fyrir okkur og viðskiptavini. Svo erum við að ganga frá framleiðsluferlinu í sumar og þjónustuaðila sem gera þetta undir algjörlega öruggum aðstæðum. Við erum bara að hefja í raun og veru markaðssetningu núna," segir Sandra. Teymið var nýverið á ferðalagi þar sem þau tölðu á stórri ráðstefnu, sem yfir þúsund vísindamenn í þessum geira sóttu. „Við vorum með sýningabás og slíkt og vorum að markaðsestja fyrirtækið," segir Sandra. Sandra segir að þáttaka í Startup Reykjavík hafi verið liður í að flýta ferlinu. „Við munum algjörlega vinna að þessu áfram þegar hraðlinum líkur, og munum bara halda áfram að fylgja þessari vöru. Markmiðið er að hún verði komin á markað í síðasta lagi í miðbik síðasta árs. Þá eiga að vera komnar ein eða tvær vörur á markað," segir Sandra. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fyrirtækin sem taka þátt að þessu sinni eru mjög fjölbreytt, tvö eru að þróa tölvuleik, eitt er að framleiða súkkulaði og enn annað að framleiða næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Platome líftækni er fyrirtæki framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Að baki fyrirtækisins standa Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, lífeindafræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, sem er að klára doktorspróf í sameindalíffræði, og Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, doktor í stofnfrumum og ofnæmisfræði, og dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, sem stýrir grunnrannsóknum og stofnfrumuvinnslu í Blóðbankanum. „Við vinnum allar okkar vörur sem eru næring fyrir stofnfrumur úr blóðflögum frá Blóðbankanum sem á að henda þar. Við tökum þann efnivið og breytum yfir í næringu fyrir stofnfrumur. Það er hægt að nota þessa næringu inná rannsóknastofum þegar verið er að skoða og rannsaka stofnfrumur, til dæmis þegar er verið að þróa meðferðir úr stofnfrumum," segir Sandra. Sandra segir að þau hafi verið að vinna að vörunni í fimm ár, en fyrirtækið hafnaði í öðru sæti í Gullegginu í vor. „Við erum byrjuð að framleiða og erum komin með rannsóknastofur sem eru að testa þetta fyrir okkur og viðskiptavini. Svo erum við að ganga frá framleiðsluferlinu í sumar og þjónustuaðila sem gera þetta undir algjörlega öruggum aðstæðum. Við erum bara að hefja í raun og veru markaðssetningu núna," segir Sandra. Teymið var nýverið á ferðalagi þar sem þau tölðu á stórri ráðstefnu, sem yfir þúsund vísindamenn í þessum geira sóttu. „Við vorum með sýningabás og slíkt og vorum að markaðsestja fyrirtækið," segir Sandra. Sandra segir að þáttaka í Startup Reykjavík hafi verið liður í að flýta ferlinu. „Við munum algjörlega vinna að þessu áfram þegar hraðlinum líkur, og munum bara halda áfram að fylgja þessari vöru. Markmiðið er að hún verði komin á markað í síðasta lagi í miðbik síðasta árs. Þá eiga að vera komnar ein eða tvær vörur á markað," segir Sandra.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira