Nýta blóðflögur til næringar fyrir stofnfrumur Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 13:00 Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch er hluti af teyminu á bak við Platome líftækni. Vísir/Eyþór Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fyrirtækin sem taka þátt að þessu sinni eru mjög fjölbreytt, tvö eru að þróa tölvuleik, eitt er að framleiða súkkulaði og enn annað að framleiða næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Platome líftækni er fyrirtæki framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Að baki fyrirtækisins standa Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, lífeindafræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, sem er að klára doktorspróf í sameindalíffræði, og Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, doktor í stofnfrumum og ofnæmisfræði, og dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, sem stýrir grunnrannsóknum og stofnfrumuvinnslu í Blóðbankanum. „Við vinnum allar okkar vörur sem eru næring fyrir stofnfrumur úr blóðflögum frá Blóðbankanum sem á að henda þar. Við tökum þann efnivið og breytum yfir í næringu fyrir stofnfrumur. Það er hægt að nota þessa næringu inná rannsóknastofum þegar verið er að skoða og rannsaka stofnfrumur, til dæmis þegar er verið að þróa meðferðir úr stofnfrumum," segir Sandra. Sandra segir að þau hafi verið að vinna að vörunni í fimm ár, en fyrirtækið hafnaði í öðru sæti í Gullegginu í vor. „Við erum byrjuð að framleiða og erum komin með rannsóknastofur sem eru að testa þetta fyrir okkur og viðskiptavini. Svo erum við að ganga frá framleiðsluferlinu í sumar og þjónustuaðila sem gera þetta undir algjörlega öruggum aðstæðum. Við erum bara að hefja í raun og veru markaðssetningu núna," segir Sandra. Teymið var nýverið á ferðalagi þar sem þau tölðu á stórri ráðstefnu, sem yfir þúsund vísindamenn í þessum geira sóttu. „Við vorum með sýningabás og slíkt og vorum að markaðsestja fyrirtækið," segir Sandra. Sandra segir að þáttaka í Startup Reykjavík hafi verið liður í að flýta ferlinu. „Við munum algjörlega vinna að þessu áfram þegar hraðlinum líkur, og munum bara halda áfram að fylgja þessari vöru. Markmiðið er að hún verði komin á markað í síðasta lagi í miðbik síðasta árs. Þá eiga að vera komnar ein eða tvær vörur á markað," segir Sandra. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fyrirtækin sem taka þátt að þessu sinni eru mjög fjölbreytt, tvö eru að þróa tölvuleik, eitt er að framleiða súkkulaði og enn annað að framleiða næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Platome líftækni er fyrirtæki framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Að baki fyrirtækisins standa Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, lífeindafræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, sem er að klára doktorspróf í sameindalíffræði, og Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, doktor í stofnfrumum og ofnæmisfræði, og dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, sem stýrir grunnrannsóknum og stofnfrumuvinnslu í Blóðbankanum. „Við vinnum allar okkar vörur sem eru næring fyrir stofnfrumur úr blóðflögum frá Blóðbankanum sem á að henda þar. Við tökum þann efnivið og breytum yfir í næringu fyrir stofnfrumur. Það er hægt að nota þessa næringu inná rannsóknastofum þegar verið er að skoða og rannsaka stofnfrumur, til dæmis þegar er verið að þróa meðferðir úr stofnfrumum," segir Sandra. Sandra segir að þau hafi verið að vinna að vörunni í fimm ár, en fyrirtækið hafnaði í öðru sæti í Gullegginu í vor. „Við erum byrjuð að framleiða og erum komin með rannsóknastofur sem eru að testa þetta fyrir okkur og viðskiptavini. Svo erum við að ganga frá framleiðsluferlinu í sumar og þjónustuaðila sem gera þetta undir algjörlega öruggum aðstæðum. Við erum bara að hefja í raun og veru markaðssetningu núna," segir Sandra. Teymið var nýverið á ferðalagi þar sem þau tölðu á stórri ráðstefnu, sem yfir þúsund vísindamenn í þessum geira sóttu. „Við vorum með sýningabás og slíkt og vorum að markaðsestja fyrirtækið," segir Sandra. Sandra segir að þáttaka í Startup Reykjavík hafi verið liður í að flýta ferlinu. „Við munum algjörlega vinna að þessu áfram þegar hraðlinum líkur, og munum bara halda áfram að fylgja þessari vöru. Markmiðið er að hún verði komin á markað í síðasta lagi í miðbik síðasta árs. Þá eiga að vera komnar ein eða tvær vörur á markað," segir Sandra.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira