Efasemdir um læsisátak Brynhildur Pétursdóttir skrifar 20. júní 2016 07:00 Ég er verulega gagnrýnin á læsisátak menntamálaráðherra; þjóðarátak um læsi sem mun kosta 132 milljónir kr. á ári í 5 ár samkvæmt svari sem ég fékk nýlega frá menntamálaráðuneytinu. Stærsti kostnaðarliðurinn snýr að ráðningu læsisráðgjafa sem ferðast um landið og eiga að ráðleggja kennurum. Einnig er unnið að þróun skimunarprófa hjá Menntamálastofnun og gerð heimasíðu svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur stór hluti ráðgjafanna sagt upp störfum og samkvæmt fréttum tekur aðeins lítill hluti sveitarfélaga þátt í átakinu. Ég hef á tilfinningunni að þessi ráðstöfun á almannafé sé afar misráðin og skili ekki tilætluðum árangri. Ég velti líka fyrir mér hvort að „átak“ þurfi endilega að kosta hundruðir milljóna. Ef markmiðið er að efla lestrarkennslu er örugglega hægt að gera það með samstilltu átaki sem rúmast innan þess fjármagns sem við setjum nú þegar í grunnskólana og Menntamálastofnun. Á sama tíma og ráðherra er reiðubúinn að setja meira en 600 milljónir í læsisátakið eru útgjöld á hvern nemanda á bæði framhaldsskólastigi og háskólastigi hér á landi undir meðaltali OECD-ríkjanna og mun lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Ég hefði haldið að það væri forgangsatriði að tryggja fjármuni í menntakerfið eftir langvarandi niðurskurð og því kemur á óvart að til séu peningar í nýtt verkefni. Verkefni sem mér finnst ekki nógu vel skilgreint en ég hef ítrekað kallað eftir að fá í hendur þá verkáætlun sem lá til grundvallar áður en því var hleypt af stokkunum. Átakið hófst árið 2015 og er ætlað að standa í fimm ár eins og áður sagði. Mikilvægt er að menntamálaráðherra sé á hverjum tíma óhræddur við að greina hvort þessi fjárútlát séu að skila tilætluðum árangri. Það er jú á hans ábyrgð að þeir takmörkuðu peningar sem settir eru í menntakerfið nýtist sem best.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég er verulega gagnrýnin á læsisátak menntamálaráðherra; þjóðarátak um læsi sem mun kosta 132 milljónir kr. á ári í 5 ár samkvæmt svari sem ég fékk nýlega frá menntamálaráðuneytinu. Stærsti kostnaðarliðurinn snýr að ráðningu læsisráðgjafa sem ferðast um landið og eiga að ráðleggja kennurum. Einnig er unnið að þróun skimunarprófa hjá Menntamálastofnun og gerð heimasíðu svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur stór hluti ráðgjafanna sagt upp störfum og samkvæmt fréttum tekur aðeins lítill hluti sveitarfélaga þátt í átakinu. Ég hef á tilfinningunni að þessi ráðstöfun á almannafé sé afar misráðin og skili ekki tilætluðum árangri. Ég velti líka fyrir mér hvort að „átak“ þurfi endilega að kosta hundruðir milljóna. Ef markmiðið er að efla lestrarkennslu er örugglega hægt að gera það með samstilltu átaki sem rúmast innan þess fjármagns sem við setjum nú þegar í grunnskólana og Menntamálastofnun. Á sama tíma og ráðherra er reiðubúinn að setja meira en 600 milljónir í læsisátakið eru útgjöld á hvern nemanda á bæði framhaldsskólastigi og háskólastigi hér á landi undir meðaltali OECD-ríkjanna og mun lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Ég hefði haldið að það væri forgangsatriði að tryggja fjármuni í menntakerfið eftir langvarandi niðurskurð og því kemur á óvart að til séu peningar í nýtt verkefni. Verkefni sem mér finnst ekki nógu vel skilgreint en ég hef ítrekað kallað eftir að fá í hendur þá verkáætlun sem lá til grundvallar áður en því var hleypt af stokkunum. Átakið hófst árið 2015 og er ætlað að standa í fimm ár eins og áður sagði. Mikilvægt er að menntamálaráðherra sé á hverjum tíma óhræddur við að greina hvort þessi fjárútlát séu að skila tilætluðum árangri. Það er jú á hans ábyrgð að þeir takmörkuðu peningar sem settir eru í menntakerfið nýtist sem best.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun