Efasemdir um læsisátak Brynhildur Pétursdóttir skrifar 20. júní 2016 07:00 Ég er verulega gagnrýnin á læsisátak menntamálaráðherra; þjóðarátak um læsi sem mun kosta 132 milljónir kr. á ári í 5 ár samkvæmt svari sem ég fékk nýlega frá menntamálaráðuneytinu. Stærsti kostnaðarliðurinn snýr að ráðningu læsisráðgjafa sem ferðast um landið og eiga að ráðleggja kennurum. Einnig er unnið að þróun skimunarprófa hjá Menntamálastofnun og gerð heimasíðu svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur stór hluti ráðgjafanna sagt upp störfum og samkvæmt fréttum tekur aðeins lítill hluti sveitarfélaga þátt í átakinu. Ég hef á tilfinningunni að þessi ráðstöfun á almannafé sé afar misráðin og skili ekki tilætluðum árangri. Ég velti líka fyrir mér hvort að „átak“ þurfi endilega að kosta hundruðir milljóna. Ef markmiðið er að efla lestrarkennslu er örugglega hægt að gera það með samstilltu átaki sem rúmast innan þess fjármagns sem við setjum nú þegar í grunnskólana og Menntamálastofnun. Á sama tíma og ráðherra er reiðubúinn að setja meira en 600 milljónir í læsisátakið eru útgjöld á hvern nemanda á bæði framhaldsskólastigi og háskólastigi hér á landi undir meðaltali OECD-ríkjanna og mun lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Ég hefði haldið að það væri forgangsatriði að tryggja fjármuni í menntakerfið eftir langvarandi niðurskurð og því kemur á óvart að til séu peningar í nýtt verkefni. Verkefni sem mér finnst ekki nógu vel skilgreint en ég hef ítrekað kallað eftir að fá í hendur þá verkáætlun sem lá til grundvallar áður en því var hleypt af stokkunum. Átakið hófst árið 2015 og er ætlað að standa í fimm ár eins og áður sagði. Mikilvægt er að menntamálaráðherra sé á hverjum tíma óhræddur við að greina hvort þessi fjárútlát séu að skila tilætluðum árangri. Það er jú á hans ábyrgð að þeir takmörkuðu peningar sem settir eru í menntakerfið nýtist sem best.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er verulega gagnrýnin á læsisátak menntamálaráðherra; þjóðarátak um læsi sem mun kosta 132 milljónir kr. á ári í 5 ár samkvæmt svari sem ég fékk nýlega frá menntamálaráðuneytinu. Stærsti kostnaðarliðurinn snýr að ráðningu læsisráðgjafa sem ferðast um landið og eiga að ráðleggja kennurum. Einnig er unnið að þróun skimunarprófa hjá Menntamálastofnun og gerð heimasíðu svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur stór hluti ráðgjafanna sagt upp störfum og samkvæmt fréttum tekur aðeins lítill hluti sveitarfélaga þátt í átakinu. Ég hef á tilfinningunni að þessi ráðstöfun á almannafé sé afar misráðin og skili ekki tilætluðum árangri. Ég velti líka fyrir mér hvort að „átak“ þurfi endilega að kosta hundruðir milljóna. Ef markmiðið er að efla lestrarkennslu er örugglega hægt að gera það með samstilltu átaki sem rúmast innan þess fjármagns sem við setjum nú þegar í grunnskólana og Menntamálastofnun. Á sama tíma og ráðherra er reiðubúinn að setja meira en 600 milljónir í læsisátakið eru útgjöld á hvern nemanda á bæði framhaldsskólastigi og háskólastigi hér á landi undir meðaltali OECD-ríkjanna og mun lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Ég hefði haldið að það væri forgangsatriði að tryggja fjármuni í menntakerfið eftir langvarandi niðurskurð og því kemur á óvart að til séu peningar í nýtt verkefni. Verkefni sem mér finnst ekki nógu vel skilgreint en ég hef ítrekað kallað eftir að fá í hendur þá verkáætlun sem lá til grundvallar áður en því var hleypt af stokkunum. Átakið hófst árið 2015 og er ætlað að standa í fimm ár eins og áður sagði. Mikilvægt er að menntamálaráðherra sé á hverjum tíma óhræddur við að greina hvort þessi fjárútlát séu að skila tilætluðum árangri. Það er jú á hans ábyrgð að þeir takmörkuðu peningar sem settir eru í menntakerfið nýtist sem best.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun