Efasemdir um læsisátak Brynhildur Pétursdóttir skrifar 20. júní 2016 07:00 Ég er verulega gagnrýnin á læsisátak menntamálaráðherra; þjóðarátak um læsi sem mun kosta 132 milljónir kr. á ári í 5 ár samkvæmt svari sem ég fékk nýlega frá menntamálaráðuneytinu. Stærsti kostnaðarliðurinn snýr að ráðningu læsisráðgjafa sem ferðast um landið og eiga að ráðleggja kennurum. Einnig er unnið að þróun skimunarprófa hjá Menntamálastofnun og gerð heimasíðu svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur stór hluti ráðgjafanna sagt upp störfum og samkvæmt fréttum tekur aðeins lítill hluti sveitarfélaga þátt í átakinu. Ég hef á tilfinningunni að þessi ráðstöfun á almannafé sé afar misráðin og skili ekki tilætluðum árangri. Ég velti líka fyrir mér hvort að „átak“ þurfi endilega að kosta hundruðir milljóna. Ef markmiðið er að efla lestrarkennslu er örugglega hægt að gera það með samstilltu átaki sem rúmast innan þess fjármagns sem við setjum nú þegar í grunnskólana og Menntamálastofnun. Á sama tíma og ráðherra er reiðubúinn að setja meira en 600 milljónir í læsisátakið eru útgjöld á hvern nemanda á bæði framhaldsskólastigi og háskólastigi hér á landi undir meðaltali OECD-ríkjanna og mun lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Ég hefði haldið að það væri forgangsatriði að tryggja fjármuni í menntakerfið eftir langvarandi niðurskurð og því kemur á óvart að til séu peningar í nýtt verkefni. Verkefni sem mér finnst ekki nógu vel skilgreint en ég hef ítrekað kallað eftir að fá í hendur þá verkáætlun sem lá til grundvallar áður en því var hleypt af stokkunum. Átakið hófst árið 2015 og er ætlað að standa í fimm ár eins og áður sagði. Mikilvægt er að menntamálaráðherra sé á hverjum tíma óhræddur við að greina hvort þessi fjárútlát séu að skila tilætluðum árangri. Það er jú á hans ábyrgð að þeir takmörkuðu peningar sem settir eru í menntakerfið nýtist sem best.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég er verulega gagnrýnin á læsisátak menntamálaráðherra; þjóðarátak um læsi sem mun kosta 132 milljónir kr. á ári í 5 ár samkvæmt svari sem ég fékk nýlega frá menntamálaráðuneytinu. Stærsti kostnaðarliðurinn snýr að ráðningu læsisráðgjafa sem ferðast um landið og eiga að ráðleggja kennurum. Einnig er unnið að þróun skimunarprófa hjá Menntamálastofnun og gerð heimasíðu svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur stór hluti ráðgjafanna sagt upp störfum og samkvæmt fréttum tekur aðeins lítill hluti sveitarfélaga þátt í átakinu. Ég hef á tilfinningunni að þessi ráðstöfun á almannafé sé afar misráðin og skili ekki tilætluðum árangri. Ég velti líka fyrir mér hvort að „átak“ þurfi endilega að kosta hundruðir milljóna. Ef markmiðið er að efla lestrarkennslu er örugglega hægt að gera það með samstilltu átaki sem rúmast innan þess fjármagns sem við setjum nú þegar í grunnskólana og Menntamálastofnun. Á sama tíma og ráðherra er reiðubúinn að setja meira en 600 milljónir í læsisátakið eru útgjöld á hvern nemanda á bæði framhaldsskólastigi og háskólastigi hér á landi undir meðaltali OECD-ríkjanna og mun lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Ég hefði haldið að það væri forgangsatriði að tryggja fjármuni í menntakerfið eftir langvarandi niðurskurð og því kemur á óvart að til séu peningar í nýtt verkefni. Verkefni sem mér finnst ekki nógu vel skilgreint en ég hef ítrekað kallað eftir að fá í hendur þá verkáætlun sem lá til grundvallar áður en því var hleypt af stokkunum. Átakið hófst árið 2015 og er ætlað að standa í fimm ár eins og áður sagði. Mikilvægt er að menntamálaráðherra sé á hverjum tíma óhræddur við að greina hvort þessi fjárútlát séu að skila tilætluðum árangri. Það er jú á hans ábyrgð að þeir takmörkuðu peningar sem settir eru í menntakerfið nýtist sem best.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun